Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1947, Page 16

Æskan - 01.12.1947, Page 16
Jólablað Æskunnar 1947 skilið dyrnar opnar eftir sig, þegar liann kom neðan úr kjallaranum, og fór nú sömu leið og hann kom. hegar liann var kominn niður í kjallarann aftur, fór hánn inn í þvottaherbergið og fór að skola betur af sér liveitið i andlitinu. Honum tókst það nokk- urn veginn vel, og tók svo þurra tusku, sem hann fann og þurrkaði sér svo i framan. Nú var allt í lagi aftur fannst honum, nema að hann átti eftir að ná upþ hveitinu, sem hann hafði misst í stigann. Hann l'ór nú að Inigsa sig um og athuga málið, og í gegn- um lnig hans flugu ýmsar spurningar: Hafði nokkur heyrt, þegar hann missti fólanna og hann missti nið- ur.hveitið? Ætli nokkur hafi séð hveitið í stiganum, eftir að hann fór? Var liægt að bjarga þessu öllu einhvern veginn við? Hann leilaðist við að svara þessum spurningum sínum, sem komu fram í hug hans með sjálfum sér. Enginn hafði opnað úti- dyr í húsinu svo hann heyrði, á meðan hann var þar. En hvort nokkur hafi séð hveitið eftir að liann var farinn, þvi gat hann ekki svarað. Nú sá hann eftir að hafa hlaupið svona hratt niður stigann í húsinu, eftir að hafa misst hveitið. Maður gat ekki vitað hvað fólkið í húsinu hefur hugsað, þegar þessi voða- legi skruðningur kom allt i einu niður stigana, og þá liefur það auðvitað opnað dyrnar, og þá séð hveit- ið í stiganum. En liann huggaði sig við það, að hann hafði verið kominn hér um bil miðja leiðina upp á þriðju liæð, og þá verið svona rétl fyrir neðan pall- inn á milli stiganna, en það voru tveir stigar á milli hæða. Og dyrnar á annarri hæðinni voru á vinstri Iilið, þegar komið var upp, svo ef konan hefur opn- að þær, hefur hún varla séð hveitið, nema þá það, sem rauk af Bjössa á leiðinni niður. Eftir að hafa hugsað sig um dálitla stund, spratt liann upp, tók nokkrar óhreinar léreftstuskur úr þvottahlaðanum og stakk þeim í vasana. Siðan flýtti hann sér út, hentist á hjólið og þaut af stað. Hann hjólaði eins hratt og hann gat að liúsinu, skildi cftir hjólið rétt við útidyrnar, svo opnaði hann hurðina og læddist á lánum upp stigann. Það bar lílið á liveitinu, sem liafði rokið af honum i neðri stiganum, og hann lét það alveg eiga sig. En þegar hann kom þangað, sem hann hafði misst niður pokann, leizt honum ekki á blikuna, j)ví þar voru heilir skaflar af hveiti. Bjössi fór nú að reyna að hreinsa það hurt. Hann verkaði þelta upp eins vel og hann gat og lienti ])ví svo í næstu sorptunnu. Síðan hjólaði hann heim til sín aftur með tuskurnar og fleygði þcim inn í þvottaherbergið. Eftir allt þetta átti hann J)ó enn eitt eftir, og j)að var að koma hveitinu til viðtakandans i húsinu. Hann lijólaði í snatri í mat vörubúð, en gætti j)ess að fara ekki þar hjá, eða í 126 búðina, sem hann var að sendast í. Hann keypti fyrir sparipeningana sína jafnmikið hveiti og liann átti í fyrstu að fara með, og flýtti sér svo að húsinu. Nú fór hann gætilegar að en áður, hann settisl niður og livíldi sig i hverjum sliga, til þess að vera viss um að geta komizt slysalaust upp. Hann lét á engu bera, þegar liann kom upp á þriðju hæðina, og afhenti þar hveitipokann. Nú var eins og heljarstórum kletti væri lyft af brjósti lians, og hann hentist niður stig- ana eins hratt og hann gat. Nú mátti fólkið opna dyrnar ef það vildi, sama var honum. — Þegar hann kom í búðina aftur, spurði kaupmaðurinn, af hverju hann hefði verið svona lengi. Bjössi varð liálf vand- í’æðalegur, en stundi svo upp afsökunum og sagði: ,.E—é—g, sko, ég, það ég meina að — að----------- ég tafðist svo, þegar ég var að fara með hve—, ég— ég meina pokann stóra, ég varð nefnilega að bíða svo lengi eftir að j)að væri lekið við lionum í hús- inu.“ Kaupmaðurinn horfði rannsakandi augum á Bjössa og sagði svo: „Mér sýnist jni hafa skipt um peysu siðan áðan. Það getur annars verið vitleysa hjá mér.“ Bjössi eldroðnaði og fór undan i flæmingi. „Ég — ég, það, sko, ne— nei, nei, ég er í sko sömu peysunni.“ Kaupmaðurinn brosti. „Jæja, það er allt í lagi,“ sagði liann. En samt fannst honum þetta eitthvað undarlegt. Um kvöldið, þegar Bjössi þurfti ekki að sendast í búðinni meira þann daginn, og Iiann var kominn heim og farinn að horða með pabha sínum og mömmu, fór mamma lians að tala um það, sem hún hafði séð í þvottalierberginu um daginn. En það höfum við lieyrt áður. Þegar hún hafði sagt frá þvi, eldroðnaði Bjössi i framan, og um leið leit hún á Iiann. Þá tók hún eftir, að liann var'ekki i sömu peys- unni og hann hafði farið í um morguninn, þegar hann klæddi sig. „Þú ert ekki í sömu peysunni og þegar þú fórst í morgun,“ sagði hún. „Ne—n—e—i— nei, ég fó—fór i gömiu peysuna mína, til þess að óhreinka ekki þá nýju,“ sagði Bjössi. „Já, en ég sagði, að þú mættir vel vera í nýju peysunni, þegar ])ú værir að sendast,“ sagði hún. „Þetta er eitthvað einkennilegt,“ sagði pabbi hans og hló um leið. „Og livað er þetla hvita inni i eyrunum á þér?“ bætti hann við. „Þa—það, é—ég veit það ekki,“ sagði Bjössi um Jeið og liann boraði vísifingri inn í annað eyrað.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.