Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1947, Page 29

Æskan - 01.12.1947, Page 29
Jólablað Æskunnar 1947 Jólaleikir og brellur. Stundum kemur þa‘ð fyrir, þar sem margt fólk er komið saman til að skemmta sér, að allir eru reiðubúnir til að taka þátt í gamni og leikjum, en enginn man í svipinn eftir neinu, sem hægt er að hafa sér til gamans. Og svo sitja allir í vandræðum og góna hver á annan, allir ætlast til, að ein- hver hinna finni upp á einhverju. Þetta er skelfilegt ástand. Þó ltunna flestir eða allir fleiri eða færri leiki, sem gætu verið ágætir, hara ef þeir myndu eftir þeim. En það er eins og allt sé undir sjöföldum lás. Nú er bezt að rifja upp nokkra gamla og góða leiki og brellur, rétt til þess að hjálpa til að komast af stað. Sætaskipti. Stólum er raðað þannig ,að þátttak- endur sitja i hring. Sætin eru tölusett, byrjað á 1 og svo áfram. Allir þurfa að setja vel á sig, hvar hvert númer er. Einn þátttakandi er sætislaus og stendur inni í hringnum og er bundið fyrir augu hans. Hann nefnir nú tvö sætanúmer, og þeir, sem sitja þar, standa samstundis upp og reyna að skipta um sæti án þess hann verði var við, en blindinginn á aftur á móti að reyna að komast i annaðhvort sætið. Ef þeim tekst að skipta um, klappa allir liinir saman lófunum, og þá nefnir hann tvö önnur númer og reynir á ný. Þannig er haldið áfram, þangað til hann kemst í annan hvorn stólinn, og þá verður sá blindingi, sem af stólnum missti. Að þekkja kvæði. Einn þátttakandi er sendur út. Hinir koma sér saman um eitthvcrt algengt erindi cða vísu, og orðunum i henni er skipt á milli manna f réttri röð frá byrjun. Ef þátttakendur eru færri en orðin, getur sama maður haft fleiri orð cn eitt. En þess verður að gæta, að þau séu látin koma í réttri röð, þegar farið er að spyrja. Nú kemur sá inn, sem út fór, og hann iná spyrja liina um hvað, sem honurn dettur í hug. Sá svarar fyrst, sem fékk fyrsta orðið, og svo koll af kolli. Hann skal svara með einni setningu, og í henni skal vera hans orð úr vísunni. Ef valin hefði verið vísan: „Sáuð þið hana systur mína--------“ gæti samtalið byrjað á þessa leið: 1. Spurning: Hvar varstu i gær- kvöldi? Svar: Þar, sem allir viðstaddir súu mig. 2. Spurning: Hvað dreymdi þig í nótt? Svar: Að þiff væruð öll föst sam- an á nefjunum. Jólasvelnarnlr halda fund. 139

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.