Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 13

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 13
Jólablað Æskunnar 1957 Jólanótt G.TS54 SSP* / vitanum. AÐ hafði verið stöðug ótíð allan desembermán- ' uð. Hatið var grágrænt dag eftir dag með há- VJ um, freyðandi öldum og brimið lamdi klettana á strönd eyjarinnar og þeytti upp löðri, er sveif fyrir glugga vitans eins og dálitlir, hvítir fuglar. — Skyldi guð hafa gleymt því, að jólin korna bráðum? spurði Knútur litli, og stóru, bláu augun blikuðu svo angurvært í fölu andliti hans. — Guð fyrirgefi þér að tala svona, barn, svaraði móðir hans. Hún stóð við hvítskúrað eldhúsborðið og skar út alls konar myndir úr kökudeigi, sem hún hafði flatt út. — Þú veizt að guð gleymir aldrei neinu barni sínu hér á jörðunni. Við eigum nógan mat í kjallaranum, svo að okkur þarf ekki að skorta neitt um jólin, enda þótt pabbi þinn komist ekki í land til þess að sækja nýjan forða. Ég þarf engan mat á jólunum. Það er jólatré, sem ég vil fá, sagði Knútur með grátstafinn í kverkunum. — En þú veizt það, drengur minn, að faðir þinn getur ekki einu sinni sett bátinn á flot, hvað þá að hann kom- ist til lands í þessu veðri, sagði móðirin. — Við ættum að vera glöð og þakklát fyrir að hafa hann heima og lirósa happi yfir því, að hann skuli ekki þurfa að hrekj- ast úti á sjónum í þessu illviðri eins og svo margir aðrir. Það skildi Knútur vel. Og brátt lá hann á hnjánum uppi á stól og hjálpaði mömmu sinni og varð hvítur af mjöli frá hvirfli til ilja. En það var samt enn dálítill raunasvipur á fullorðinslegu barnsandliti hans. Móðirin horfði á drenginn sinn. Þetta óveður var liart aðgöngu fyrir hann. í hálfan mánuð hafði hann ekki getað komið út undir bert loft, og litlu telpurnar ekki heldur. En þær voru svo önnum kafnar við að út- búa smájólagjafir og létu vonbrigðin út af því eiga ekki von á að fá jólatré ekki svo mjög á sig fá. Aðfangadagur rann upp og enn var hvassviðri. — Hvernig fer með jólatréð, pabbi? sagði Knútur og leit spyrjandi, eftirvæntingarfullum augum framan í föð- ur sinn. — Ég sé engin önnur ráð en að við tökum stóra potta- blómið þarna í stofuhorninu og skreytum það og höfum fyrir jólatré. Knútur barðist við grátinn. En svo herti hann sig upp, stakk höndunum í buxnavasana og sagði fullorðinslega, en með titrandi röddu: — Já, það væri víst ekkert vit að leggja í hann í dag. En svo gat hanil ekki sagt meira og læddist út í horn og þóttist fara að leika sér að kubbunum sínum. Föður hans vöknaði um augu. Hann gekk fram í eld- húsið, sem var svo hreint og vistlegt, þar sem kona hans stóð yfir pottinum og ilminn af jólasteik angaði á móti honum. — Ég held ég verði að brjótast inn eftir, sagði hann. — Það er annað en gaman að sjá vonbrigði barnanna, allra sízt þegar þau reyna að dylja þau. Hann er nú að lægja, sýnist mér. Móðirin setti pottinn til hliðar, og síðan gengu hjón- in saman ofan á bryggjuna að gá til veðurs. Víst var útlitið skárra, það leyndi sér ekki. Þau mundu koma bátnum á ilot, en svo var að stýra í gegnum bylgj- urnar. Hann bjó sig í skyndi, fór í sjóstígvélin sín og loðúlp- una, setti á sig sjóhattinn og ullarvettlinga á hendurnar; og að stundarkorni liðnu stóðu móðirin og börnin við turngluggann í vitanum og horfðu á eftir bátnum, sem hossaðist upp og niður á öldunum og hvarf brátt sjón- um þeirra. Þau gátu ekki búizt við pabba aftur fyrr en eftir fimm klukkustundir. Svo langan tíma hlaut það að taka að 149

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.