Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 15

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 15
Jólablað Æskunnar 1957 LAND Eskimóanna. &&&&&&& & & Éí ANGT, langt í norðurátt liggur land villtra og veður- barinna fjalla. Stolt gnæfir það mót voldugu hafinu. Æðandi, hvítfyssandi bylgjur velta upp að strönd þess. Skerjagarðar teygja sig svo langt sem augað eygir frá suðri til norðurs með þúsundir lítilla klettaeyja, eins og lier stórra og smárra útvarða, sem standa á verði úti við sjálft liafið. Og hér úti fljóta stór isfjöll. Þau koma frá innlandsjöklunum og eru fiutt af straumum og vindum allt út á hafið. Þau eru næsla lirikaleg að sjá og taka á sig liinar undarlegustu myndir. Nokkur likjdst stórum köstulum, þar sem lmið gætu riddarar eða ræningjar, önnur likjast stórum hyggingum, skreyttum turn- um og spírum, og það slær á þau grænum og bláum lit. Þegar vetur nálgast, hverfur sólin með öllu. Hún sést alls ekki lengur á daginn og allt liggur sveipað myrkri. Aðeins stjörnurnar sindra á bláum liimninum og þúsundir norðurljósa skína eins og glitofið teppi, sem breitt hefur verið á vesturhimininn. Veturinn er langur og strangur bæði fyrir menn, og hunda. Yfir iandið allt liggur snjóbreiða og allir firðir og vötn eru isi lögð. Fuglarnir neyðast til að hverfa suður til heitari landa, að- cins úti við opið hafið lifa seiir og rostungar. Mennirnir búa i smákofum, sem byggðir eru úr torfi og grjóti og allan daginn og hina löngu nótt lýsir grútartýran út um litlar rúðurnar. Það eru aðeins liundarnir, sem ekki fá að vera inni í hlýj- unni. Þeir verða að vera úti fyrir kofanum, þar sem þeir liggja þétt saman i snjónum til þess að halda liita liver á öðrum. Aðcins hvolpunum er leyft að koma inn í húsagöngin, því að meðan þeir eru litlir, er hætt við að þeir frjósi í hel, ef þeir fá ekki nægilega hlýju. En þegar sólin fer að skina á ný, vaknar landið. Fuglarnir koma í stórhópum og setjast að svo þúsundum skiptir á fjöll- unum, þar sem þeir bj'ggja sér hreiður. ísinn þiðnar. Timi sleða- ferðanna líður hjá, og veiðimennirnir taka til að gera við báta sína, svo að þeir séu tilbúnir að halda út, þegar blátt hafið kemur í ljós undan ísnum á fjörðunum. Og eins og það er þreif- andi myrkur dag og nótt á veturna, þá er bjart allan sólarliring- inn á sumrin. Sólin skin allan timann, svo að engin löngun er til þess að hátta og sofa. Þá flytja Eskimóarnir úr kofunuin og lialda á bátunum út í smáeyjarnar við hafsröndina og búa á sumrin i stórum skinntjöldum, og karlmennirir fara á sela- og rostungs- veiðar. Þetta land er land Eskimóanna. Það heitir Grænland og til- lieyrir Danmörku. Peli veiðimaður og synir hans. Peli var einn bezti selfangari Grænlands. Menn töluðu um af- rek lians sem veiðimanns og ræðara. Hann var maðurinn, sem allir dáðu og litu upp til. Hugrekki lians og dirfska var þekkt um allt. Þegar hann var ungur, hélt hann hugrakltur út með bátinn sinn og var ekki hið minnsta hræddur, jafnvel þegar hafið var i sinum versta liam. Hann kom alltaf heim með veiði. oft með seli, sem hann dró á eftir hátnum, og aftur í bátnum kippu af vænum æðarfuglum. Á veturna, þegar snjór og is hafði breitt hvíta voð yfir fjóll og haf, varð Peli að fara af stað mcð stóra dráttarhunda fvrir sleðanum á sela- og hreindýraveiðar. Það kom fyrir, að haun kom heim með stærðar isbjörn, sem hann liafði drepið, og þá var nú glatt á hjalla í litla kofanum. En Peli var lika góður maður. Hann var alltaf fús að gefa af veiði sinni. Hann hafði alltaf gnótt af kjöti og gaf alltaf hinum fátækustu að borða. í byggðinni, þar sem Peli bjó, var aldrei neinn, sem leið skort. Já, það var vclmegun á heimili Pela. Kjöt höfðu þau alltaf nóg af og iýsi á lampann skorti lieldur ekki. Og úr þessu fína skinni, sem Pcli kom með heim, saumaði kona hans hlý og falleg föt handa Pela, handa sjálfri sér og sonunum tveiin, Jóni og Tobíasi. Það var einn frostbjartan vordag, er Peli stóð fyrir framan hús sitt og lagði aktygin á hunda sína. Þeir veifuðu skottinu og ýlfruðu af óþolinmæði eftir að komast af stað. Við og við skammaði hann hundana til að fá þá óþolinmóðustu til þcss að standa kyrra. Failegt hreindýraskinn var la^t á sleðann, og Peli sjálfur var i nýju skinnfötunum sinum, fallegum hvítum feldi saumuðum úr ísbjarnarskinni. Allt í kring mátti sjá forvitin andlit úti i gluggum kofanna, enginn vissi hvert ferðinni var lieitið. Ungir og gamlir þrýstu nefunum þétt að rúðunum til þess að geta séð liann og fallegu fötin, sem hann var í. Þeir forvitnustu tóku á sig rögg og gengu yfir til þess að heilsa honum. Þannig fengu þeir tækifæri til ]iess að spyrja um ferðina. Peli leggur af stað í kaupstaðinn. 151

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.