Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 36

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 36
Jólablað Æskunnar 1957 1. Drekinn. Bezt er að fara í þennan leik, þegar ]>ið eruð dálítið mörg og hafið nóg pláss. I’ið raðið ykkur upp i halarófu og sérhver heldur fast í axlir hins næsta fyrir fram- an. Sá fremsti i röðinni er höfuð drek- ans og hann á að reyna að ná i hala drek- ans, sem er aftasti þátttakandinn i röðinni. Liðirnir í skrokknum — það er að segja allir hinir — gera það sem þeir geta, vinda sig og snúa, svo að höfuðið geti ekki náð halanum. Ef einhver missir tökin um herð- ar hins næsta, deyr drekinn og þá þarf að búa til nýjan. Þátttakendur skipta um hlntverk þannig, að sá, sem áður var liöf- uð, verður nú hali, en 2. maður í röðinni verður þá höfuð og svo koll af koili. Ef höfuðið nær halanum, fær það eitt stig og heldur áfram að vera höfuð. Allir þátttak- endur skulu einu sinni vera höfuð og hali, og sá, sem fær flest stig, hefur unnið. 2. Jurtapottaveðhlaup. Það er spennandi og sprenghlægilegur Ieikur bæði fyrir þátttakendur og áhorf- endur. Tveir „hlaupa“ i einu úr öðrum enda garðsins í hinn. Hvor þeirra fær tvo all- stóra og tóma blómsturpotta. Allir poit- arnir fjórir eru með snærishönk, sem er útbúin þannig, að maður tekur snæris- spotta, ca. 120 sm langan, stingur báðum endum hans i gegnum gatið á botni blómst- urpottsins og inni í honum er snærið hnýtt um pinna eða eitthvað slíkt. Þegar lilaupið byrjar, standa keppendurnir tveir við byrjunarlínuna hvor á tveimur pottum og lialda í snærin. Þeir hlaupa með því að færa pottanan og fæturna fram. Þetta cr töluvert erfitt, og sá, sem dettur eða stig- ur út af pottinum, er úr leik. 3. Skærin. Þegar veður taka að versna, getið þið leikið ykkur í einhverjum hinna fjölmörgu skemmtilegu innanliússleikja. Hér hafið þið dæmi um smávegis föndur, sem getur verið skemmtilegt. Maður nokkur sat eitt sinn í þungum þönkum. Á borðinu fyrir framan liann lá dagblað og ofan á því lágu skæri. Í hugs- unarleysi strikaði hann umliverfis skærin og færði þau svo frá. Á dagblaðið voru þá teiknuð skæri. Allt í einu fékk hann hugmynd og á myndinni sjáið þið hug- myndina, þegar liann hafði framkvæmt hana. Maður teiknar bara skæri á blað, sagði hann, og þá er ekki annað cn ýta dálítið við heilasellunum og nota hugmyndaflug- Siðan Steve var leystur frá herþjón- ustu, hefur hann haft annað áhugamál, fyrir utan líkamsrækt og þjálfun, og það er að verða leikari. Þetta var mjög eðli- legt. Eftir að hafa náð hátindinum i líkamsrækt og þjálfun, og orðinn vinsæll lijá almenningi, var það eðlilegt, að hann færi að renna augunum til leiksviðsins. Honum hefur tekizt að vinna sigur á þessari erfiðu listamannabraut, og sein- ustu myndina hans var nýlega verið að sýna í Brctlandi — hún heitir „Athena“. Steve heldur sér alltaf i þjálfun og er mjög vinsæll á meðal i]>róttamanna. Sem mælikvarði á frægð hans má geta þess, að unglingar, sem hafa aðeins séð eina til tvær myndir af Steve, tala um hann og dáðst af honum. Nú er spurningin: Hvernig er maðurinn Stcve Reeves? Einn 172 kunningi minn liafði því láni að fagna, að mæta honum fyrir nokkru síðan. Hann lýsir Steve Reeves á þessa leið: Það fyrsta, sem vakti athygli mína var: Hvað hann hafði prúðmannlega framkomu, kurteis og þægilegur og sérstaklega vel klæddur. Hann er hár og karlmannleg- ur, hefur hraustlegt og fallegt útlit. Mér finst Steve eiga svo vel skilið heiðurs- titilinn: „Bezt vaxni maður í heimi“. 4 Ekkert hálfkák. Ég held að Steve eigi frægð sina þvi að þakka hvað hann reynir sjálfur til þess að eignast góða heilsu, karlmannleg- an líkamsvöxt og prúða framkomu. Þetta gerir hann með samvizkusemi og ástund- un. Hann burstar tennur sínar eftir hverja máltíð. Hann hefur fallegar og óskemmdar tennur. Hann er náttúrubarn — hann fer langa göngutúra, borðar mik- ið af grænmeti og kjarngóðan mat, drekk- ur ávaxtasafa og mjólk. Hann hvorki reyk- ir né drekkur áfenga drykki, enda ber útlit hans það með sér. Hann æfir sig á þann hátt, að hann hefur jafnvægi í hreyf- ingu, öndun og hugsunum. Æfir rólega, hugsar áður en hann áformar. Steve æfir af samvizkusemi, en án þess að ofreyna sig. Hann hefur gott samræmi í að hugsa, æfa og anda — allt er framkvæmt eftir áætlun. Steve# Reeves hefur eignazt: HREYSTI, KRAFT og FEGURÐ mcð sam- vizkusemi, ástundum og rcglusemi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.