Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 32

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 32
Jólablað Æskunnar 1957 ÓVINURINN Saga úr sænska skerjagarðinum. „Mamma," sagði Níels. „Má ég fara inn í Grænuvík í kvöld? Það verður hlutavelta og svo dans á eftir. Ég get lagt netin, áður en ég fer. Aðalgamanið byrjar ekki fyrr en seint, segja strákarnir í skólanum.“ Mamma hans stóð við eldstóna og bakaði brauð. Hún var sein til svars. Það var eins og skugga bæri á andlit hennar, sem áður hafði verið glaðlegt, og þegar hún svaraði, gætti hörku í röddinni: „Nei, Níels, þú verður heima." á leiðinni til bæja. En eins og þið sjáið, hafa þeir orðið fyrir því slysi að aka á vegarskiltið og brjóta það. Nú versnaði fyrir þeim félögum að rata réttan veg, en á vegarskyltinu stóð nafn bæjarins, sem ferðinni var heitið til. Getið þið nú ekki hjálpað þeim til að komast á réttan veg. Þið eigið að raða stöfunum í rétta röð, og þá munu þið sjáið, hvert ferðinni er heitið. — Ráðningar sendist til blaðsins fyrir 15. janúar 1958. Þrenn verðlaun, sem verða útgáfubækur ÆSKUNNAR, verða veitt fyrir rétt svör. — Senda skal svör við hverri þraut sér á blaði. Ef Níels hefði verið einn, hefði hann vafalaust þagað við þessu svari. Hann vissi, að þegar mamma hans talaði í þessum tón, var ekki vert að koma með athugasemdir. En nú stóð Óskar í Smiðjubúð að baki honum, og hans vegna áræddi hann að reyna aftur. „En Óskar og Kalli og Óli og allir mögulegir strákar fá að fara — meira að segja pottormar, sem eru miklu rninni en ég. Ég einn fæ aldrei neitt að fara að skemmta mér, þó að ég sé orðinn 1>2 ára. Ég er nógu stór til að vera vinnumaður hér heima," bætti hann við, þegar hann sá engan bilbug á mömmu sinni, „en aldrei fæ ég að skemmta mér neitt.“ Við síðustu orð hans sneri mamma hans sér snögglega við: „Jæja, fyrst þú ert orðinn svona stór — ráddu þá sjálfur." Níels fitlaði vandræðalega við húfuna sína. Þá hnippti Óskar í hann. „Komdu nú,“ hvíslaði hann. „Þú hefur fengið leyfi, veit ég. Nú skal ég hjálpa þér að leggja netin, svo að þú verðir fljótari." Níels smeygði sér út án þess að líta á mömmu sína. ----Þegar drengirnir höfðu lokið kvöldverkum Níels- ar, fór hann inn og bjó sig í betri fötin. Hann reyndi að vera glaður, þegar hann gekk fram hjá mömxnu sinni, en það vildi ekki heppnast. Það var eins og kökkur stæði í hálsinum á honum. Og þó — hugsa sér — hann hafði komið sínu fram gegn vilja mömmu sinnarl Hún var þó ekkert lamb að leika við; það vissu bæði vinnumaðurinn og vinnukonan — og nágiannarnir raunar líka. Hún hafði stýrt búinu og haft umsjón með öllu, utan stokks og innan, eins og duglegur karlmaður, síðan pabbi hans dó. Það voru mörg ár síðan. Níels mundi varla eftir hon- um, og mamma hans minntist aldrei á hann. Um níuleytið komu þeir Níels og Óskar til Grænu- víkur. Þetta var laugardagskvöld, svo að unga fólkið hafði frjálsræði til að skvetta sér upp. Hlutaveltunni var þegar lokið, og fólkið hafði safnazt saman í sam- komuhúsinu og úti fyrir því. Inni var dansað af kappi, en úti seldi Óli ráðsmaður brennivín. Hópur fullorðinna manna og stráka hafði safnazt saman utan um hann og þeir Níels bættust þar við. Níels leit í kringum sig. Þarna voru margir, sem hann þekkti, og þar á meðal ungi járnsmiðurinn, sem Níels var hrifinn af, bæði vegna krafta hans og tígulegs vaxtar. En hvað var að honum í dag? Níels fór að gæta betur að. Var það í raun og veru hann, þessi læpulegi, durgs- legi maður, sem riðaði á fótunum og talaði drafandi röddu? Níels varð litið á brennivínskútinn — nú skildi hann! Mamma hans hafði að vísu haldið honum mjög frá al- mannaleiðum, en drukkna menn hafði hann þó séð fyrr. En það höfðu bara verið strákarnir fisksalans, sem al- 168

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.