Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 30

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 30
Jólablað Æskunnar 1957 Frá jólaskemmtun í Austurbæjarbarnaskólanum í Reykjavík. eignaðist enginn gleðileg jól, ef guð væri ekki til, elskan mín. — En hvaða „mörgu jól“ sástu í búðargluggunum? —Dótið, mamma, fullt, fullt af dóti. Þá eru nú jólin komin, þegar dótið er komið í gluggana. Þá er svo gam- an. — Mamma, á ekki að punta mig í kvöld, og eigum við ekki að fara í kirkju? — Heyrðu, vina mín, nú skulum við setjast niður og tala um stund um jólin og jólagleðina. Mamma tók nú Grétu litlu á hné sér og settist við lítinn, lágreistan glugga, er var eini glugginn í her- berginu. Á öllu mátti sjá, að þær mæðgurnar höfðu ekki úr miklu að spila. Mikil veikindi gengu um bæinn. Pabbi hennar Grétu litlu og systir hans urðu jafnhliða flutt á sjúkrahús, mikið veik, en Ragna, föðursystir henn- ar Grétu, átti lítinn dreng, aðeins 6 mánaða gamlan, er Grétu þótti ofurvænt um. Margir áttu við sárt að stríða í þessum óláns bæ, þar sem bæði ríkti fátækt og basl á svo mörgum sviðum. Faðir Grétu litlu, er nú lá veikur, hafði smíðað lítið, fallegt jólatré fyrir hana, og var það eina jólagjöfin, sem var um að ræða. Nei, að öllum líkindum yrðu þær mæðgurnar að eiga jólin á þessum vetri tvær saman í litla timburhúsinu. Gréta hlakkaði afar mikið til jólanna. Hún var of ung til að skilja það til fulls, að pabbi hennar mundi ekki geta verið heima á jólunum núna, eins og í fyrra. 166 — Jæja, litla vina mín, þú manst, hvað pabbi bað þig um. — Ég man það ekki vel, sagði Gréta. — Manstu, að hann bað þig að vera góða barnið við mömmu? — Já, ég man það. Ég ætla að klappa þér, elsku mamma mín, en hvenær kemur pabbi minn heim? Eru jólin ekki í kvöld? — Nei, elsku barnið mitt, jólin koma ekki strax. Það eru sex dagar þangað til, en væri ekki gaman, ef við gætum gefið pabba það í jólagjöf, sem hann nú bíður eftir. Þú veizt, að pabbi er veikur, og að hann getur ekki komið til okkar, fyrr en hann fær heilsuna aftur. — Mamma, því sprautar læknirinn ekki hann pabba rninn, svo að lionum batni eins og pabba hennar Stínu litlu? — Læknirinn er að reyna að hjálpa honum, en það er ekki nóg. Við getum líka hjálpað honum, með því að gleyma öllu jóladótinu í búðargluggunum og hugsa til pabba, og við skulum biðja þann, sem gefur okkur jólin, að gefa okkur pabba heilbrigðan heim til okkar aftur, því þá fengjum við mestu og beztu jólagjöfina af öllum. Hvað finnst þér, Gi'éta mín. Langar þig ekki mest að fá pabba í jólagjöf? Gréta litla svaraði ekki strax. Hún horfði stórum, tár- votum augum fram í herbergið, sem var nú þegar að fyllast myrkri. — Mamma, mamma, sko, sko. Sjáðu, hann kemur til mín. Móðir hennar hrökk við: — Hvað þá, hver þá? — Hann. Engillinn og pabbi. — Elsku barnið mitt. Þetta er rugl. Hér er enginn. Þú ert orðin þreytt. Ég ætla að kveikja ljós. Hún stóð upp með Grétu litlu í fanginu. Hún var eins og í hálf- gerðu móki. Síðan lagði hún telpuna í rúmið sitt Eftir stutta stund kallaði Gréta: — Mamma, þetta var engillinn, sem ég sá í sumar. Þá kom hann til mín. Það var þegar guð sótti hana ömmu mína, en mamma! Pabbi verður að koma núna strax. Ég vil bara pabba minn, ekkert dót. Hann ætlaði að leika við mig á jólunum. Manstu, mamma, að hann sagði það? — Já, elskan mín, við skulum vona allt hið bezta. Síðan fór móðirin að hugsa um matinn og dreifa huga dóttur sinnar að öðru. Tíminn leið, og blessuð jólin nálguðust. Gréta litla fór ekki oftar að búðargluggunum. Nei, nú langaði hana ekki til þess lengur. Hún hugsaði um engilinn og allt það, sem móðir hennar hafði útskýrt fyrir henni undan- farna daga. Hugur hennar þroskaðist dag frá degi. Það var á aðfangadag. Þær voru að útbúa sig til að heimsækja pabba á sjúkrahúsið.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.