Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 41

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 41
Jólablað Æskunnar 1957 Kötturinn og hundurinn er dálítið tveggjamannaspil og l>að er reglulega skemmtilegt, ]>ví að maður verð- ur allan timann að hugsa sig vel um og sjá dálítið fram í spilið. Hvor þátttakandi á að liafa eina tölu — annar byrjar á Ií, en liinn á H. Alveg er sama, hvor byrjar, en þátttakendur eiga að leika til skiptis. Hver leikur er fólginn í þvi, að færa töluna eftir línunum á ská, lárétt eða lóðrétt. Frá einum punkti til annars. Sigurinn er í þvi fólginn, að mað- ur nái andstæðing sinum með því að neyða hann til að færa sína tölu þannig, að mað- ur geti fært sína tölu á sama punkt í næsta leilc. Reyndu þetta. Spilið getur verið skemmtilegra en ]>að litur út fyrir að vera. Skrýtlur. Frúin (við vinnukonuna): „Guð hjálpi mér, Karólina. Stóri blómsturpotturinn datt út um gluggann hjá inér. Flýttu þér út og passaðu að hann detti ekki í höfuðið á neinum!“ Faðirinn: „Hvað vilt þú hingað, Áki litli? Þú veizt að þú mátt ekki trufla mig núna.“ Áki: „Ég ætla bara að bjóða þér góðá nótt, pabbi.“ Faðirinn: „Láttu það heldur bíða þang- að til snemma í fyrramálið." ☆ Amma: „Af hverju nötra svona í þér tennurnar, Óli litli? Það er þó alls ekki kalt hér.“ Óli: „Þetta getur þú sagt al' því að þú ert alveg tannlaus." ☆ Jeppi (við dyr, sem skrifað er á: „Að- gangur bannaður"): „Ógnarlega geta menn nú verið heimskir! Fyrst láta þeir gera dyr og siðan skrifa þeir á þær, að enginn megi ganga um þær.“ ☆ Móðirin (reið): „Ég hefði ekki búizt við þvi, Erna, að koma að þér etandi af ávaxta- maukinu." Erna: „Því bjóst ég aldrei við heldur.“ ☆ Drengur: Pabbi minn er heilu höfði gild- ari en pabbi þinn. Annar drengur: En pabbi minn er lieij- um maga gildari en pabbi þinn. IMHHHHMMMHMMMHMMMWW Rít^erðarsamkeppni. Munið eftir því, að það er 1. janúar 195S, sem ritgerðirnar í ritgerðarsamkeppnina um Nonna þurfa að vera komnar til blaðs- ins. Uitgerðarefnið er: Hvað er mest heill- andi við IJonna-bækurnar og hvaða bók finnst ykkur skemmtilegust? Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun verða allar Nonna-bækurnar í útgáfu ísafoldarprentsmiðju. 2. verðlaun verða 5 Nonna-bækur eftir eigin vali í út- gáfu ísafoldarprentsmiðju. 3 verðlaun verða 3 Nonna-bækur eftir eigin vali í út- gáfu Isafoldarprentsmiðju. Með hverri ritgcrð þarf að vera fullt nafn höfundar, heimilisfang og aldur. MMMMMMMMMMMMMMMMHW Molbúa saga. Gesturinn. Einu sinni bjuggu gömul og guðrækin hjón út af fyrir sig á afskektum stað; þau höfðu engin mök við aðra og enginn bauð þeim lieldur til gildis með sér. Svo komu einu sinni jól og þá voru allir i óðakappi að bjóða liver öðrum til gildis með sér; þeim kom þá til hugar að gera sér veizlu lika, eins og hitt fólkið; en af því að þau liöfðu engin mök við aðra, þá bauð konan manni sinum til gildis með sér um kvöld- ið. Hann klæddi sig þá i sparifötin sín og gekk inn um opnar dyrnar eins og hvcr annar reglulegur boðsgestur; konan bauð honum að taka sér sæti. Hún var þá búin að búa allt sem bezt í haginn, bar fyrir liann steikta önd, ósltöp ljúffenga, og geklt svo fram i eldliúsið til að sækja meira. En i sama vetfangi kom köttur, stökk upp á borðið, greip öndina og fór á burt með hana. Þegar konan kom inn aftur, rak hana alveg i rogastanz, er liún sá, að öndin var öll á burt, og spurði mann sinn, hvað af henni væri orðið. „Itötturinn hefur vitaskuld tekið hana,“ svaraði liann, ósköp hátíðlega. „Já, en hvers vegna tókstu ekki öndina af óliræsis kettinum?“ sagði lsonan liryss- ingslega. „Nei, ég gat nú ekki svo vel látið það af inér spyrjast," svaraði maðurinn, „þar sem ég var gestur, eins og þú veizt.“ :ill.!lllllll.ll.ll.lllll.l!.l>i:illlllllllllllUlllll!lllllllll.lllllllllll.llIII.II.!lll)llllllllt.llllllll.1llll.llllllll|]l||||||||||||||||Mlll.lllll.llllllllll]||||||||flll|[l.l!llllll.llll!.ll.!llll.ll.nilllll.tlllll!IIII.II.MIil.|l||||||||||||i||l|||||l|| Þeir eru báðir ánægðir með jólagjafimar. 177

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.