Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 22
Jólablað Æskunnar 1957
Aðfangadagskvöld.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
fyrst heim og gera hlýtt hjá konunni
sinni og barninu.
En fjárhirðirinn hugsaði með sér,
að hann skyldi ekki missa sjónar á
þessum manni fyrr en hann liefði
komizt að raun um, hvernig í öllu
þessu lægi. Hann stóð upp og hélt í
lrumátt á eftir honum, þangað til
hann kom þangað, sem hann átti
heima.
Þá sá fjármaðurinn, að maðurinn
átti ekki einu sinni kofa yfir höfuðið
á sér, en korian hans og barnið lágu
í helli, þar sem ekkert var í kring
annað en berir og kaldir steinvegg-
irnir.
En íjármaðurinn hugsaði með sér,
að veslings barnið hlyti að frjósa í hel
þarna í hellinum, og þó hann væri
harðlundaður komst hann við og
hugsaði sér að hann skyldi reyna að
hjálpa. Og hann tók mal sinn af
herðunum og upp úr honum tók hann
hvítt og mjúkt gæruskinn, fékk ó-
kunna manninum það og sagði hon-
um að láta barnið sofa á því.
En í sama vetfangi og hann gerði
sér Ijóst, að hann gæti verið brjóst-
góður, opnuðust augu hans, og hann
sá það, sem hann áður hafði ekki get-
að séð, og hann heyrði það, sem hann
hafði ekki getað heyrt áður.
Hann sá, að allt í kringum hann
stóð þéttur hringur af litlum englum
158
B !1 P illll &!! liiO II ‘íl I r-i ii
Álfkonuhringurinn.
Á l>eim árum, er saga l>essi gerðist,
bjuggu lijón nokkur myndarbúi á bæ
einum í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu.
Þau iijón áttu tvær dætur barna, en ekki
er nafna ]>eirra getið. Var á tímum iít-
ið um brauðgerð þar um sveitir nema fyrir
liátíðir og tyilidaga. Þessi kona liafði
þann sið að búa til stóra pottköku handa
fólki sinu fyrir jólin til hátíðabrigða, og
var )>á tilhlökkun mikil meðal þess.
með silfurhvíta vængi. Og liver þeirra
hafði strengleik í höndunum og þeir
sungu hárri raustu, að í nótt væri
frelsarinn fæddur, hann, sem ætti að
frelsa lieiminn frá syndinni.
Þá skyldi hann, hversvegna allir
lilutir voru svo góðir í nótt, að þeir
gátu ekki aðhafst neitt illt.
Og englarnir stóðu ekki aðeins
kringum fjárhirðinn; hvar sem hann
leit, sá hann þá. Þeir sátu inni í hell-
inum og þeir sátu fyrir utan, á berg-
inu, og þeir flugu upp í himininn.
Þeir komu gangandi eftir veginum í
stórhópum og þegar þeir komu að
hellinum, staðnæmdust þeir og horfðu
á barnið.
Þarna var svo óendanlega rnikið af
fögnuði og gleði og söng og leik, og
allt þetta um miðja koldimma nótt-
ina, þar sem hann liafði ekkert getað
séð áður. Hann gladdist svo mikið yf-
ir því, að augu sín skyldu hafa opnazt,
að hann féll á kné og þakkaði Guði.“
En þegar amma var komin hingað í
sögunni, andvarpaði hún og sagði:
„En það, sem fjárhirðirinn sá, gætum
við séð líka, því að englarnir koma
fljúgandi ofan af himnum hverja ein-
ustu jólanótt, ef við hefðum augun
hjá okkur."
Og svo lagði hún höndina á kollinn
á mér og sagði: „Þessu máttu ekki
gleyma, því það er jafn satt og ég sé
þig og þú sérð mig. Það er ekki ljós
og lampi, sem allt er undir komið, og
það er ekki sólin og tunglið, sem eru
aðalatriðið, en eitt er nauðsynlegt og
það er það, að við höfum augu, sem
geta séð dýrð Guðs.“
Einn aðfangadag jóla, er bún liafði
lokið að baka köku sína, lét hún liana á
hillu yfir búrborðinu, og ætlaði að geyma
liana ]>ar til kvöldskömmtunarinnar. En
um kvöldið, þegar hún ætlar að taka kök-
una, er liún horfin, og ln-egður konunni
meira en litið í brún, og urðu það mikil
vonbrigði fyrir allt heimilsifólkið að fá
ekkert brauð um jólin. Skilur hún ekkert
i hvarfi kökunnar, þvi að hún þykist
þess fullviss, að enginn af heimamönn-
um hafi við henni snert, en ekki kom
kakan í leitirnar.
Fyrir næstu jól spyrja þær systur
mömmu sína, hvort hún ætli ekki að búa
til pottköku til jólanna eins og hún sé
vön, en móðir þeirra neitar því, og kveðst
ekki ætla að baka hana í annað sinn til að
láta stela lienni frá sér.
í rökkri aðfangadagsins syfjar hús-
freyju ákaflega, svo bún leggur sig fyrir
og sofnar strax. Dreymir liana þá að kona
kemur til sin. Sú heilsar henni góðlátlega
og segist nú vera komin með pottköku í
stað þeirrar, sem liún hafi tekið frá henni
á aðfangadagskvöldið í fyrra. Þá hafi
liún ekki haft nokkur ráð á að búa til
brauð lianda hörnunum sínum, og þess
vegna gripið til þessarra örþrifaráða. En
nú hafi hún haft góð föng á að búa til
brauð handa börnum sinum, og ætli þvi
að gjalda henni skuld sína. Kvað hún
sina köku vera að öllu leyti eins heil-
næma og góða og hennar kaka hefði ver-
ið, og mætti hún þess vegna óhrædd að
nota hana handa sér og sinum. En það,
sem ofan á kökunni lægi, sagði hún að
húsfreyja skyldi eiga og bera til launa
fyrir þá óánægju, sem liún hefði ollað
henni með kökuhvarfinu. Að svo mæltu
biður liún húsfreyju vel að lifa og hverf-
ur á brott.
Þegar konan vaknaði, man hún draum
sinn, en leggur þó lítinn trúnað á hann.
Fer liún fram litlu siðar til þess að
skammta jólamatinn og kveikir Ijós i
búrinu; sér hún þá hvar pottkaka ligg-
ur á búrbillunni á sama stað og árið
áður, og eins að útliti. Tekur konan kök-
una niður og sér að ofan á llenni ligg-
ur litið bréf, samanbrotið. Flettir hún því
sundur, og kemur þá i ljós forkunnar
fagurt fingurgull, steinum greypt. Bregð-
ur hún hringnum upp á fingur sér og var
hann henni mátulegur, og bar hún hann
síðan alla ævi, en pottkökunnar nutu
menn sem mcsta sælgætis um jólin.
Þeim systrum þótti hringurinn góður
og hugsaði hvor um sig að fá hann i
sitt lilutskipti að móður sinui látinni.
Liðu nú nokkur ár, þar til húsfreyja
leggst sjúk og leiddi sú sótt liana til bana.
En á sama augnabliki og hún tekur síð-
asta andvarpið er hringurinn horfinn af
hendi hennar og hefur aldrei síðan sézt,
og töldu þær systurnar það liapp mikið,
síðar meir, þvi annars þóttust þær þess
vissar, að hann hefði orðið skaðvænt
þrætuepli á milli þeirra.