Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 23

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 23
Jólablað Æskunnar 1957 Ævmtýra-málariam góSi Guðmundur Thorsfeínsson, ÍT uðmundur Thorsteinsson listmálari var fæddur að Bíldudal við Arnarfjörð 5. september 1891. Hann var sá 8. af 11 systkinum. Foreldrar hans voru Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildur Guðmundsdóttir. Guðmundur lést 1924, aðeins 32 ára að aldri. Mikinn hluta ævinnar var hann á ferð og flugi. En hvar sem hann fór liafði hann ætíð 3 rnyndir af móður sinni með sér. Hann iiafði ekki fyrr tekið sér gistingu, en hann setti myndir þessar yfir hvílu sína. Er hann lá banaleguna, hengu myndirnar yfir rúmi hans. Meðan hann hafði mátt og sjón, tók hann þær iðulega niður og virti þær fyrir sér. Árið 1930 gáfu nokkrir vinir Guðmundar út bók um ævistarf hans og var hún skrifuð af danska listfræðingn- um Poul Uttenreitter, sem hafði verið mikill vinur lista- mannsins. Hér verða nokkrir kaflar birtir úr þeirri bók, og gefa þeir yfirlit yfir ævi og störf Guðmundar Tlior- steinsson. Guðmundur Thorsteinsson var fjölhæfur listamaður. Honum lék allt í hendi. Listfengur var hann, er hann vann, sem í leik. Honum var andstætt og ógeðfelt að yinna lengi að sama verki. Allt, sem nálgaðist handiðn og bar keim af broddborgaraskap, var honum fjarri skapi. Hann átti erfitt með að reisa sér nokkrar skorður, binda sig við neinn samastað. Öll fullorðinsárin var hann á flakki úr einum stað í annan, ýmist heima á íslandi eða í Danmörku, Noregi, Italíu, Frakklandi, Ameríku og enn lengra vildi hann komast, víðar flakka til fjarlægari ævin- týralegra landa. Er hann lézt 1924, 32 ára að aldri, höfðu þeir, sem þekktu hann bezt, ekki greinilegt yfirlit yfir ævistarf hans, hverju hann hafði afkastað. Hann hafði að vísu sýnt nokkrar myndir eftir sig við og við, haldið sér- sýningar í listverzlun einni í Höfn 1917 og nokkrum sinnum í Reykjavík, tekið þátt í íslenzkri sýningu, er haldin var í Höfn 1920. En allmikið af myndum sínum gaf hann Pétri og Páli jafnóðum og hann gerði þær, og komu þær því ekki fram á sýningum þessum. Yfirlitið yfir verk hans fékkst fyrst að honum látnum, er minningarsýning var haldin á myndum hans í Reykjavík 1926. Þar voru sýndar 54 olíumyndir, 85 vatnslitamyndir, 100 teikningar og ýmis önnur verk. Þá fyrst sáu menn það greinilega, að þó viðfangsefnin væru margvísleg, var yfir sýningunni samfelldur blær af sterkri og ríkri listamanns- sál. Af engum íslenzkum listamanni mun nú vera til skýrari mynd en af hinum fjölhæfa og tilfinningarfka Guðmundi Thorsteinsson. Hann málaði olíumyndir, vatnslitamyndir, pastelmynd- ir, gerði pennateikningar, kolateikningar, blýants- og krítarteikningar. Hann skar trémyndir og myndir fyrir tré- og steinprent, teiknaði í barnabækur, teiknaði spil, jólamerki, auglýsingar, gerði skuggamyndir („silhouett- er“), klippti út myndir, m. a. úr mislitum gljápappír og Guðmundur Thorsteinsson (Muggur). 159

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.