Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 25

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 25
Jólablað Æskunnar 1957 ,<lMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111III lllllIIIllll.....1111111 ■ iiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiif^ Tuttugu ár cru liðin síðan Fiugfélag íslands, eða réttara sagt fyrirrcnnari liess, Flugfélag Akureyrar, var stofnað. Stofnsamn- ingur félagsins er dagsettur 3. júní 1937 á Akureyri. Aðaliivata- maður að stofnun félagsins var Agnar Kofoed-Hansen, og réðist liann í upphafi lii félagsins sem flugmaður og framkvæmda- sljóri. Félagið hóf þegar undirbúning að kaupum á 4-farþega sjóflugvél af Waco-gerð, og kom hún liingað til lands í apríl- mánuði 1938. Flugvél þessi har einkennisstafina TF-ÖRN, og var hún almennt kolluð Örninn. Þann 2. maí s. á. liófust flugferðir, og var í fyrstu aðallega flogið milli Akureyrar og Reykjavíkur. í júní 1939 er Örn Ó. Johnson ráðinn til félagsins og tekur þá við af Agnari Kofoed-Hansen sem flugmaður og framkvæmda- stjóri. Hefur Örn gegnt framkvæmdastjórastarfinu óslitið síðan. Á aðalfundi Flugfélags Akureyrar 5. apríl 1940 var sam])ykkt að breyta nafni félagsins í „Fiugfélag íslands“ og flytja jafn- framt heimili og varnarþing þess til Reykjavikur. Starfsemi Fiugfélags íslands jókst nú liröðum skrefum ár frá ári. Að visu var þróunin ekki eins ör fyrstu árin, enda fékk félagið þá að kenna á ýmsum erfiðleikum, sem styrjöldin orsak- aði, svo sem hömlum, sem setuliðið setti á flugferðir fyrstu striðsárin. Sumarið 1940 var önnur Waco-flugvél tekin i notkun, og lilaut hún nafnið Haförninn. Vorið 1942 var fest kaup á flug- vél af Beechcrafl-gerð, en það var fyrsta tveggja hreyfla flug- vélin, sem íslendingar eignuðust. Tók hún 8 farþega. Árið 1944 keypti félagið tvær flugvélar af gerðinni De Ilavilland Rapides, og í október sama ár fékk Flugfélag íslands sinn fyrsta Katalínu- flugbát. Örn Ó. Jolinson flaug honum vestan um haf til íslands, og var þetta fyrsta íslenzka flugvélin, sem flaug yfir Atlantshaf. Félagið eignaðist fyrstu Douglas Dakota flugvél sina árið 1916, en með ltomu þessarar flugvélategundar jókst starfsemi lil mikilla muna. Nú á félagið 9 flugvélar: 2 Viscount-vélar, 1 Sky- master, 3 Dougias Dakota, 2 Katalínu-flugbála og 1 Grumman- flugbát. Geta flugvélar þessar flutt samtals 286 farþega. Sumarið 1945 liófst nýr þáttur í starfsemi Flugfélags íslands. F'élagið séndi Katalínu-flugbát sinn í nokkrar ferðir milli íslands, Bretlands og Danmerkur. Fyrsta ferðin, sem jafnframt var fyrsta ferð islenzkrar flugvélar með farþega og póst milli landa, var farin 11. júlí 1945. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika var ákveðið að lialda ferðum þessum áfram næsta ár. Samdi Flug- lélag íslands ])á um leigu á Liberator-flugvélum lijá Scottisn Airlines, og 27. maí 1946 voru hafnar reglubundnar áætlunar- flugferðir milli Iíeykjavíkur, Prestvíkur og Kaupmannahafnar - l'yrstu áætlunarflugferðirnar milli íslands og annarra landa. Voru flugvélar þessar leigðar til tveggja ára, eða þar til F. í. eignaðist Skymasterflugvélina Gullfaxa, sem kom til landsins 8. júlí 1948. Með komu Gullfaxa til íslands má segja, að enn sé hrotið blað í þróunarsögu Flugfélags Islands. íslenzkar flugáhafnir voru nú þjálfaðar til að taka við störfum af útlendingum, og brátt tók Gullfaxi að fljúga til fjarlægra landa undir islenzkum fána og íslenzkri stjórn. Farþegatalan milli landa fór stöðugt vaxandi. Arið 1948 voru farþegarnir 2868, en 1954 voru þeir komnir upp í 7528. Siðastliðið ár var algert metár, en þá fór farþegatalan í millilandaflugi yfir 15.000. Nýjum viðkomustöðum var bætt við áætlun félagsins, og auk Prestvíkur og Kaupmannahafnar voru flugferðir hafnar til Lundúna og Oslóar. Þá var farinn mikill fjöldi leiguferða, og mátti sjá Gullfaxa skarta íslenzka fánanum á hinum ólíkustu stöðum, allt frá Sýrlandi til Venezuela. í árslok 1954 eignaðist F.í. svo aðra millilandaflugvél af Sky- mastergerð, sem nefnd var Sólfaxi. Opnuðust ])á möguleikar á því að fjölga viðkomustöðum og flugferðum. Sumarið 1955 voru liafnar flugferðir til Stokkhólms og Hamborgar og ferðum til Bretlands og Iiaupmannahafnar fjölgað. Með kaupunum á hinum nýju liraðskreiðu Viscount-millilanda- flugvélum félagsins, Gullfaxa og Hrímfaxa, sem komu lil lands- ins 2. maí s.l., er stigið merkilegt skref í loftsiglingum okkar milli landa. Flugfélag íslands gelur nú hoðið upp á fleiri og skjótari ferðir milli Islands og útlanda en nokkru sinni fyrr, og voru farnar 9 ferðir í viku hverri í sumar milli Reykjavikur og 5 staða erlendis á meðan mesti annatíminn stóð yfir. Merkur þáttur millilandaflugs Flugfélags íslands er svo Græn- landsflugið. Faxarnir hafa verið tiðir geslir á Grænlandi undán- larin ár og liafa farið um 300 Grænlandsferðir frá þvi i júli- mánuði 1950. Fyrstu ferðirnir voru farnar á Katalinu-flugbátum lil Ellaeyjar sumarið 1950 á vegum dr. Lauge Koch. Sumarið 1952 voru farnar 36 Grænlandsferðir og lent á 7 stöðmu á og við Grænland. Siðustu þrjú til fjögur árin liafa Faxarnir flogið fjölmargar fcrðir milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu í Reykjavík í báðum leiðum. Merkasti og umfangsmesti þátturinn i starfsemi félagsins frá upphafi eru ])ó flugsamgöngurnar innanlands og hefur þróunin á þvi sviði einnig verið mjög ör hin síðari ár. Fyrsta árið, sem íelagið starfaði, 1938, voru fluttir 770 farþegar. Árið 1945 hafði farþegafjöldinn næsluin tífaldazt og var þá orðinn 7087. Eftir ]iað varð farþegafjölgunin mun örari, enda voru um þetta leyti teknar i notkun stærri og veigameiri flugvélar, svo sem Katalinu- flugbátarnir og Douglas Dakota. Árið 1947 flutlu flugvélar Flug- íélags íslands 13376 farþega á innanlandsleiðum, og hafði far- þegatalan þá næstum tvöfaldazt á tveimm- árum. Árið eftir, Framhald á bls. 164.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.