Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 34

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 34
Jólablað Æskunnar 1957 Það var jólakvöld. Lítill drengur sat á steini niðri við sjó og starði út í bláinn. Hann átti enga foreldra, og hann hafði enga jólagjöf fengið. Það var kuldi og frost og koldimmt myrkur. Allt í einu sá hann, að kveikt var í húsi einu skammt frá honum, og skömmu síðar heyrði hann fagran söng og hljóðfæraslátt. Hann stóð upp, gekk að glugganum, steig upp á stein, sem var við þilið og horfði inn í húsið, öðru megin við gluggatjaldið. Ó, þar var allt svo ljómandi fallegt og skemmtilegt; mörg börn voru þar inni, öll í fallegum fötum, öll með sitt kertið í annarri hendinni og bók í hinni. Maður lék á hljóðfæri, og allir sungu undir. Hann fór að hlusta til þess' að vita, hvað verið væri að syngja. Það var sálmur um barnið, sem fæðst hafði á jólunum: „Hann vill að okkur öllum líði vel,“ sungu börnin með svo skærum og „Mamma," sagði Níels eftir stundar þögn. „Hvernig dó pabbi?“ Mamma hans virtist ekki verða hissa á spurningunni. „Ég var einmitt að hugsa um að segja þér frá því í kvöld,“ sagði hún. „Það er bezt, að þú fáir að vita, hvaða óvin þú átt við að stríða. Ég hefi getað verndað þig þangað til núna — en nú ertu að verða stór, Níels, og verður að fá að sjá um þig sjálfur. Seztu nú hérna hjá mér, og svo skal ég segja þér frá pabba þínum. Hann var farinn að drekka, áður en við giftumst. Ég vissi það, en hélt hann mundi hætta. Það átti að verða mitt hlutverk að koma því til leiðar. En hvernig sem á því stóð, hvort ég hefi ekki verið nógu sterk eða ekki farið rétt að, þá varð brennivínið mér yfirsterkara. í hvert sinn, sem eitthvað var um að vera, dans eða drykkja, þá var hann þar, og alltaf kom hann eins heim. Að lokum varð ég að róa eftir honum á nóttunni. Það gat svo hæg- lega viljað slys til við háu bryggjuna eða úti á sjónum. — Þú skilur ekki, Níels, hvernig það er, þegar sá, sem manni þykir vænst um, verður svona." „Jú,“ sagði Níels, „ég skil það.“ Og hann hugsaði til Gretu litlu, þar sem hún lá grátandi undir runnanum. „Svo var það eitt kvöld,“ hélt mamma hans áfram, „að haldin var hlutavelta í Grænuvík og pabbi þinn fór þangað eins og venjulega. Ég fór þangað til þess að reyna að fá hann heim með mér, því að það versnaði 170 hrífandi rómi. „Skyldi hann ekki líka vilja, að mér líði vel?“ hugsaði litli drengurinn og færði sig nær gluggan- um. „Ó, ég vildi, að ég væri orðinn eitt af þessum börn- um! Dæmalaust eiga þau skemmtileg jól.“ Allt í einu skrikaði honum fótur, hann rann út af stein- inum, rak hendina í glUggann, braut í honum eina rúð- una og datt niður í bleytuna. Húsbóndinn stökk út til þess að vita, hvað um væri að vera, og öll börnin á eftir. Þegar þau komu út, var litli drengurinn að standa á fæt- ur aftur, hann hafði skorið sig á hendinni á rúðubrotun- um og var óhreinn og blóðugur, þar að auki var hann dauðhræddur um, að maðurinn héldi, að hann hefði ætl- að að gera eitthvað illt af sér og mundi því verða vond- ur við sig. „Ég ætlaði ekkert að gera illt!“ stundi hann upp í hálf- urn hljóðum. „Ég var bara að horfa inn og hlusta á söng- inn.“ / „Vertu óhræddurl" sögðu öll börnin, „komdu inn með okkur; má hann það ekki, pabbi?“ „Jú, börnin mín,“ sagði faðir þeirra, og svo leiddu þau hann inn, færðu hann í íalleg föt og þvoðu hann allan upp. Svo fóru þau að leika sér í kringum jólatréð og héldu áfram að syngja um barnið, sem fæddist á jólunum. Litli drengurinn hlustaði á þau með athygli, en hann gat í sjóinn með kvöldinu. Þá barði hann mig, svo að allir sáu, og skipaði mér að róa heim — hann skyldi sjá um sig. Ég reiddist mjög og fór ein heim. Alla nóttina sat ég og beið, en hann kom ekki. Með birtingunni tók ég bátinn minn og reri yfir um aftur. Ég fann hann við bryggjuna — hann hafði dottið áfram, þegar hann ætlaði að ýta bátnum á flot. Og hann, sem var snjallasti sjómaðurinn í öllu héraðinu, hafði drukknað á tæplega hnédýpi. Allir sögðu mér, að það væri happ fyrir mig, að svona skyldi fara. Enginn vissi, hve vænt mér þótti um hann og hve sárlega ég ásakaði mig fyrir að hafa skilið hann eftir um kvöldið. Síðan hefi ég reynt að sjá ein um búið, og allt liefur gengið vel. Ég hef kannske verið dálítið hörð í skapi af allri áreynslunni, en ég vildi líka vera það. Ég vildi vera þér í föður stað, Níels. En ég hef aldrei verið verulega glöð. Ég hef alltaf verið hrædd við eitthvað. Ég er sterk og hraust og lifi sennilega lengi. Og hugsaðu þér, ef ég lifði þann dag, Níels, að ég yrði að hjálpa þér, eins og ég hjálpaði pabba þínum.“ Níels stökk á fætur. „Ég lofa þér því, mamma........!“ „Nei, lofaðu engu, Níels. Hugsaðu bara á hverjum degi í fullri alvöru. um pabba þinn og temdu þér að hata það, sem olli ógæfu hans og margra þúsunda ann- arra manna: áfengið."

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.