Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 28
Jólablað Æskunnar 1957
Guðmundur Thorsteinsson.
Framhald af síf5u 160.
Litfegurð mynda þessara og hugmyndaheimur er líkara
því, sem myndirnar væru eftir austurlenzkan, en ekki ís-
lenzkan, listamann. Ein af myndum þessum heitir „Sjö-
undi dagur í Paradís". Þar sér maður Drottinn með
dýrðarljóma um höfuðið, og mikilúðlegt skegg; dimm-
rjóður í andliti af skapara-anda, gengur hann fram með
tvo yndislega engla sér við hlið. Eru þeir í blómstruðum,
síðum skikkjum og með ljómandi fiðrildisfína vængi.
Þrenning þessi er á hraðri göngu um aldingarðinn. En
silfurgljáandi þaralík trén og runnarnir, sem skera úr við
„Baulaðu nú BúkoIla“. — Guðm. Thorsteinsson.
Flugfélag íslands 20 ára.
Framhald af síðu 161.
1948, var talan komin upp í 23980 og siðastliðið ár verður svo
algert metár, en ])á voru fluttir samtals 54850 farþegar á flug-
ieiðum innanlands.
Viðkomustöðum innanlands fjölgaði jafnt og þétt, og er nú
að jafnaði flogið til 20 staða samkvæmt áætlun að sumri til.
Umboðsmenn eða eigin skrifstofur hefur félagið á 28 stöðum á
landinu utan Reykjavíkur.
f fyrravetur var farið að nota Skymaster-flugvélar til farþega-
og vöruflutninga hér innanlands, ]iegar flutningaþörf lirafðist.
Með gerð nýja flugvallarins á Akurcyri var unnt að nota fjögra
lireyfla flugvélar, ]>egar mikið lá við að koma farþegum og
flutningi milli Reykjavíkur og höfuðstaðar Norðurlands. Þá hafa
Skymaster-flugvélar einnig verið notaðar til flulninga á leið-
unum Reykjavík—Egilsstaðir og Reykjavík—Sauðárkrókur og á
síðasta sumri lentu þær á Skógasandi og Höfn í Hornafirði.
164
dimmrauða hitamóðu í garðinum, beygja sig í auðmýkt,
er skaparinn gengur framhjá. Dýr aldingarðsins sjást
liópum saman á gægjum bak við trén.
Merkasta og bezta málverk hans er altaristafla hans
„Kristur læknar sjúka“. Myndin er stór, um 2x2 metrar.
Hann vann að þessu verki síðustu æviár sín, einkum í
Siena 1921. Sjálfur leit hann svo á, að myndin væri
ófullgerð, enda er ekki fullkomlega gengið frá einstök-
um atriðum hennar. En heildarbyggingu myndarinnar er
að fullu lokið með sérkennilegum, björtum og mildum
litblæ. I miðri myndinni stendur Kristur með regnboga-
litaða geislakórónuí í ljósbláum klæðum og brúnni
skikkju. I baksýn eru vínekrur og dimmar hæðir, en
efst á hæðinni er kastali. Yfir Kristsmynd þessari er mild-
ur valdssvijmr. Við fætur hans krjúpa tveir blindir, og
snertir Kristur augu annars með fingurgómum sínum.
Á vinstri hlið honum er Jóhannes, er snýr sér til hans
með innilegu trúnaðartrausti, en á hægri hlið honum er
María, er leiðir til hans barn á hækjum.
Bygging myndarinnar er mjög einföld og ljós. Krists-
myndin í miðjunni ríkir yfir myndinni, bæði miðhlut-
anum og vængjamyndunum, þar sem vantrúin er sýnd.
Á vinstri vængnum kastar Farisei háðglósum á eftir konu,
sem er á leiðinni til frelsarans með barn sitt. Á liægri
vængnum sjást tveir réttlátir, sem þannig er lýst í Ritn-
ingunni: „Ef þér væruð blindir, væri ekki um synd að
ræða hjá ykkur. En nú segið þér: Vér erum sjáandi;
synd yðar helst því við.“
Það mun engin tilviljun vera, að Guðmundur hefur
valið sér þetta viðfangsefni Ritningarinnar í aðalverk
sitt. Háðinu og drembilegum efa mætti hann sjálfur í
lífinu. Oft mun hann liafa íundið lijá sér löngun til
þess að gefa sig æðri verum á vald. Og skiljanlegt var, að
Guðmundi væri hugleikið að mála Krist, er hann veitir
hjálp. Sjálfur var hann aldrei ánægðari en þegar hann
gat gert einhverjum greiða. Má vera, að hann hafi feng-
ið hugmyndina að altaristöflu þessari í hörmungum
Flugvélar Flugfélags íslands hafa i fjöldamörg ár annazt ýmsa
aðra flutninga og önnur störf en að framan getur. Til dæmis
hafa þær vcrið leigðar til síldarleitar, landhelgisgæzlu, sjúkra-
flutninga og myndatöku úr lofti í samhandi við landmælingar.
Starfslið Flugfélags íslands er nú um 220 manns. Fjórir þeirra,
sem liófu slarf hjá Flugfélagi Altureyrar á árunum 1938—39, eru
enn starfandi hjá félaginu.
Flugfélag íslands liefur skrifstofur crlendls í Glasgow, Ham-
horg, Iíaupmannahöfn, Lundúnum og Osló. Eru skrifstofur þessar
oft og tíðum noltkurs konar „sendiráð" íslendinga, sein staddir eru
í útlöndum, enda veita þær hina margvíslegustu fyrirgreiðslu.
Frá upphafi vega hafa flugvélar Flugfélags íslands flutt um
% milljón farþega.
Flugfélag fslands er eitt af óskabörnum þjóðarinnar. Það held-
ur uppi þeirri ])jónustu, sem íslendingar mega einna sízt án vera
í landi sínu. Það liefur með framtaki sínu hæði innan lands sein
utan gert íslendinga að einni mestu flugþjóð lieims með sam-
stilltu átaki starfsmanna félagsins fyrr og síðar.