Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 38
Jólablað Æskunnar 1957 Handavinnuhornið J ólaskreytm^. Kertastjaka má búa til úr eplum eða kartöflum. Séu epli notuð eru valin rauð og falleg epli, þau bvegin vel, búin til hola í annan enda þeirra, hæfilega stór fyrir kertið, og þvi stungið þar í. Ef kartöflur eru notaðar er holað úr öðrum enda kartöflunnar fyrir kertið, skorið ör- litið neðan af hinum andanum, svo að kartaflan sé stöðug á borðinu; utan um hana er siðan vafið glanspappír, sem hægt er að fá innan úr sigarettupökkum, og kertið síðan sett í. Á þennan hátt er hægt að fá allra iaglegasta kertastjaka. Fallegt er að hafa jólasveina eða ann- að jólaskraut á borðinu og er mjög ein- falt að búa það til. Það, sem þarf til þess að búa til jólasveininn er pipuhreinsar- ar, bómull og mislitur kreppappír. Lita má pipuhreinsara rauða og græna og fljót- legast er að lita þá upp úr matarlit. Þeg- ar þeir eru þurrir er hægt að fara að búa til jólasveininn. Pípulireinsarinn er beygður í tvennt og hálfur pípuhreins- ari er notaður til viðbótar i handleggi. Utan um iykkjuna er sett bómull, sem Það er mikið að gera fyrir jólin. 174 notuð er fyrir andlit og er hún látin ná nokkuð langt niður, þvi að skegg er lika búið til úr henni. Til að festa bómullina er hálfi pípuhreinsarinn notaður, sá sem nota á í handleggina; hann er snúinn utan um hálsinn og látinn standa jafnt út frá báðum hliðum. Litil húfa, klippt út úr kreppappír og límd ofan við bóm- ullina, andlit síðan teiknað á bómullina og skeggið klippt til. Til þess að hægt sé að láta jólasveininn standa á borði; er bezt að setja hann á skíði. Er þá gjarnan hafður annar litur á þeim pípulireinsur- um, sem notaðir eru i skíði. Sem skiða- stafi er bezt að hafa eldspýtur. Einnig má vefja pípuhreinsarana utan um mitti jólsaveinsins, láta hann vera jafnlangan fótunum og getur þá karlinn hæglega staðið. Fallegt er að láta bann balda á grenigrein i annarri hendinni. Þá er og fallegt að hafa hreindýr á borðinu. Það má líka búa til úr pípuhreinsurum. Þá þarf ekki að lita. Sniðnir eru fætur, liorn og búkur. Garni er síðan vafið utan uni, þétt og vel, fyrst skal vefja fætur og hornin, síðan búkinn og eru þá fætur og horn fest. Silkiborða má binda um háls lireindýrsins. Serviettur má brjóta á margan hátt, og séu þær fallega brotnar, gera ]>ær sitt til að setja svip á jólaborðið. í serviettuna má setja blóm eða grenigrein og prýðir það mikið. Ekki ættuð þið síður að vanda til um- búnaðar jólapakkana en innihalds þeirra. Það sjá allir og finna, hve leiðinlegt er að fá jólapakka vafinn inn i gráan pappir, sem kannske er límdur með límbandi eða bundinn aftur með bandspotta. Ekki þarf miklu til þess að kosta að búa vel um pakkana. Fallegt er að liafa jóla- pappir til að setja utan um pakkana, einnig má nota kreppappír og er þá fal- legast að hafa sellófan þar utan um. Silkiborðar eru fallegastir til að binda með utan um pakkana og skal hafa slaufuna dálítið stóra og böndin noklc- uð löng. í enda annars bandsins er merki- spjaldið bundið. Ef til er grein, ætti að setja svolitla grenigrein á hvern pakka. Það er smekklegt og skemmtilegt að búa eins utan um allar jólagjafirnar, sem maður sendir til ættingja og vina. Melkorka. Jólatrésskraut, Jólin nálgast óðum og við förum að liugsa um jólagjafirnar og jólatrésskraut- ið. Við vitum að það er fallegt að skreyta jólatréð með hjörtum og kramarhúsum úr mislitum glanspappír, en við getum einnig búið til snotrar, litlar „jólakörfur" úr eld- spýtustokkum. Ætli hún þekki jólasveininn? Við notum skúffuna úr eldspýtustokkn- um. Klippið hanka úr stífum pappír og limum hann fast á hliðarnar og málum síðan eða bronsum „körfuna". Á jólaborð- inu er ánægjulegt að liafa mikið af ljósum og getum við búið til ódýra og skemmti- lega „stjaka” úr ölflöskulokum. Kertið er látið mitt á lokið og síðan er látið dálítið af lcir eða gifsi (sem hrært er út i vatni) kringum kertið. Á eftir er gifsið bronsað eða málað. „Stoppugarnshnotan", sem búið er að nota, er tilvalin í pentudúkshringi. Þú vef- ur pappírshringinn með faliegu ullargarni eða basti, eða málar þær einungis og klipp- ir út myndir úr glanspappír og límir þær á. J áinlíiautarstöS. Ég vil ráðleggja ykkur að safna sam- an tómum eldspýtustokkum. Það er hægt að búa til svo mikið úr þeim. Nú verður ylikur sýnt, hvernig hægt er að búa til járnbraut og brautarstöð. Á mynd 1 höfum við límt saman þrjá stóra eldspýtustokka. Svo brjótum við saman þrjú pappaspjöld, þau ciga að vera þak á húsið. En nú á helzt ekki að vera hægt að sjá, að við höfum notað eld- spýtustokka í húsið, svo að eitthvað verð- um við að gera við veggina. Annað hvort verðum við að mála þá eða klæða með glanspappír. Þetta seinna gerði ég. Ég notaði rauðan pappír á veggina, bláan á þökin og svartan á glugga og hurðir. Svo sérðu stöðvarhúsið fullgert á mynd 2. Við stöðina vaxa tré. Á mynd 3 sérðu, hvað við þurfum i trén. Það er grein, sem stungið er niður i korktappa. Við berum lím á greinina og klippum dálitið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.