Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 14

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 14
Jólablað Æskunnar 1957 komast til lands, fara á sölutorgið og síðan heim aftur út í eyna. En þau voru önnum kafin við að gera allt sem hátíðlegast, svo að þessir fimm tímar liðu fljótt. En nú beið jólaborðið dúkað og kassinn með jólatrésskraut- inu frá því í fyrra stóð þarna tilbúinn. Nú vantaði ekkert nema að pabbi kæmi með jólatréð. Börnin voru þvegin og greidd og komin í sparifötin. Þau horfðu með eftir- væntingu út á sjóinn. Var ekki þarna ofurlítill svartur depill, skammt undan landi? Æ, nei. Hann hvarf strax aftur, og þannig fór það í hvert sinn, er þau þóttust sjá til bátsins. 150 Það var farið að skyggja og móðirin kveikti á vita- ljósinu. Til allrar hamingju hafði haldið áfram að lygna og var nú komið gott veður, aðeins hressandi gola, en undiralda og brimhljóð. Nú ætti hann að vera kominn. Hvernig stóð á þvx, að þetta drógst svona lengi? Það dimmdi meir og meir og var nú komin koldimm desembernótt. Mamma sat með Knút litla í langinu. Ó, hún var svo skelfing hrædd um pabba. En hún reyndi að láta sem ekkert væri, svo að börnin væru róleg. Telpurnar sátu báðar við borðið og þóttust vera að lesa, en í rauninni gerðu þær ekki annað en að stara út í náttmyrkrið. Knútur einn var rólegur og öruggur. Pabbi lxlaut bráðum að fara að koma með jólatréð- og allt var gott. Drengurinn masaði án afláts eins og börnum er títt. — C.óða mamma, segðu okkur sögu, bað hann. Og móðirin sagði þeim söguna af smaladrengnum, sem gaf Jesúbarninu hljóðpípuna sína, það bezta, sem hann átti. Og þá biosti Jesúbarnið í fyrsta sinn. Söguna hafði hún lesið í barnablaði. — Getum við ekki gefið Jesúbarninu eitthvað líka, mamma? spurði Knútur. — Þú veizt það, Knútur minn, svaiaði mamma, — að Jesús er nú á liimnum. En við getum glatt hann með því að vera heiðarleg, góð og hlýðin og vera öðrum góð og þá brosir hann til okkar. — Getum við ekki farið upp til himins til þess að færa honum eitthvað? spurði Knútur. — Við komumst þangað ekki fyrr en við deyjum, svar- aði móðirin. — En þá hlýtur Jesús að vera dáinn, fyrst hann er á liimnum, sagði Knútur hugsandi. Mamma vissi ekki, hvernig hún átti að útskýra þetta fyrir lxonum, en liann svaraði sér þá sjálfur og sagði: — Nei, auðvitað er hann lifandi, annars gæti hann ekki brosað. Móðirin brosti til drengsins síns, en tárin runnu niður vanga hennar. Ó, pabbi, pabbi, farðu að koma. En þá heyrðist þungt fótatak í stiganum. Konan gat varla risið á fætur, hún var svo eftir sig eftir hræðsluna. En börnin þutu til dyranna. Og þarna stóð pabbi með l'allegt jóaltré og stóran kassa undir hendinni, og á eftir honum kom reyndar enginn annar en Hans frændi, sem hafði verið í förum árum saman um öll heimsins höf. Hann var einnig hlaðinn pinklum. Hafði hann komið í land þennan morgun og pabbi hafði beðið eftir honum, svo að hann gæti komizt með og haldið jólin í vitanum. Þetta urðu yndisleg jól. Augu allra ljómuðu af gleði og þeir fullorðnu urðu börn að nýju. Allt hafði farið vel. Guði sé lof. Margrét Jónsdóttir þýddi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.