Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 3

Æskan - 01.11.1964, Side 3
FRANK HALLDÓRSSON N()ttin var hljóð og fögur. Stjörnurnar tindruðu á dimmum næturhimninum. Ein þeirra var svo fögur, að liún bar af öllum hinum. Nokkrir fjárhirðar dvöldu með hjarðir sínar í liagan- um fyrir utan Betlehem. l>á gerðist sviplega undur mik- ið. Hirðtmum birtust herskarar himneskra engla, sem boðuðu fæðingu Frelsarans og sungu Drottni lóf. „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefur veljxiknun á.“ Hirðarnir sáu engl- ana og hlustuðu huglangnir á jólasönginn þeirra. Engl- arnir sögðu við hjarðmennina, að þeim væri á þessari stundu Frelsari fæddur, og að þeir myndu finna lítið barn liggjandi í jötu í Betlehem. Hirðarnir fóru í skyndi til Betlehem og að litlu jötunni í fjárhúsinu, því að þeir máttu til með að sjá jjetta litla barn. Og ])eir fundu barn- ið, Jesúbarnið, Frelsarann. Þegar jreir litu á barnið lannst j)eim auglit Guðs brosa við sér fullt at eilífum kærleika. Hjarðmennirnir sögðu nú Maríu og Jósef frá ])ví, sem við þá hafði verið talað um barn þetta. Og allir lögnuðu hinni dýrðlegu gjöf Guðs. Jólin koma. Þau eru ætluð þér. Boðskapur englanna er fluttur þér, kæra barn. Gjöf Guðs er handa þér, Þér er Frelsari fæddur. Leitaðu hans bæði meðan þú ert barn og eins þegar þii ert orðinn stór. Það er til dýnnæt bók, sem Guð hefur gelið okkur. Þessi bók er Heilög Ritning. Þar er orðið l'rá Guði, sem leiðir okkui' á fund Frelsarans. Þess vegna sagði Jesú: „Sælir eru þeir, sem lieyra C.uðs orð og varðveita það.“ Ef við förum ekki eftir leiðsögn þess villumst við. En ef við látum það leiða okkur, finnunt við Jesú Krist, bezta vininum, sem aldrei bregst, Frelsarann, sem vill gefa okk- nr eilíft líf og hjálpa okkur til að bera byrðar þessa lífs. Hlustaðu á Guðs orð. Lestu Guðs orð. Lærðu Guðs orð. Láttu það verða leiðarstjörnu þína á æviveginum. Þá verður þú hamingjubarn.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.