Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 7
Assisí. Klaustrið til vinstri á myndinni.
Hinn nýi fagnaðarboðskapur, kenning Frans
frá Assisí, fór eins og eltlur í sinu unr alla Ítalíu,
og lærisveinar hans skiptu brátt þúsundum.
Brátt kom þar, að hann gat ekki sjálfur stjórnað
starfi allra fylgjenda sinna, og þá var stofnuð
ný munkaregla, sem skipuð var Iærisveinum hans.
Þeir, sem hana aðhylltust hétu að lifa við hlýðni,
fátækt og skírlífi eins og títt var um munka, en
sérstök áherzla var lögð á fátæktina.
Frans frá Assisí var fertugur maður er munka-
reglan var stofnuð. Hann hafði agað sig strangt
og lagt á sig miklar vökur, og þrek hans var á
förum. Hann hafði sjaldan unnt sér hvíldar síð-
an hann hóf lífsstarf sitt, og stundum hafði hann
sótt heim fimm eða sex bæi sama daginn og alls
staðar flutt boðskap sinn. En þó að líkamskröft-
unum hrakaði, var hugurinn hinn sami.
Um stund dró Frans sig í hlé og leitaði einveru
í hinu háa Alvernerfjalli í Toskana. Þar var frið-
ur og kyrrð. Aðfaranótt 14. dags septembermán-
aðar árið 1224, lá hann lengi á bæn. Þá virtist
lionum himinninn opnast fyrir sér, frelsarinn
stíga niður til sín á englavængjum og þrýsta
honum að brjósti sér. Hann raknaði fyrst við
sér, er sólin kom upp, og þ;i s;'t hann sár á hönd-
um sínum og fótum og hægri síðu. Úr síðusár-
inu vætlaði blóð. Altekinn innilegu þakklæti
orti hann drottni þakkargerð þennan morgun.
Eftir vitrunina var sem Frans lifði í öðrum
heirni. Hann fór brott af fjallinu, og hóf á ný
að reika rnilli bæja og borga. Þegar sýnt þótti,
að liann ætti skammt ólifað, var hann fluttur í
lítinn kofa á völlunum fyrir neðan Assisí. Á
banabeði sínu bauð hann dauðann velkominn
og lofaði guð í fagnandi sólarsöng, er hann orti.
Með þann söng á vörum gaf hann upp andann,
aðeins fjörutíu og fjögurra ára gamall. í sömu
andrá og höfuðið hneig niður á bringuna, flaug
fjöldi lævirkja yfir kofann með dillandi söng.
Það er ekki auðvelt að finna sannleikskjarn-
ann í öllum þeim sögum, sem myndazt liafa um
Frans frá Assisí. Lærisveinar lians, sem sáu liann
og heyrðu, byrjuðu þegar að eigna honum und-
ur og stórmerki, og sífellt var aukið við þær
sagnir. Ein sögnin er sú, að úlfur gerði usla bæði
á mönnum og fénaði. Frans gekk út á móti hon-
um. Úlfurinn kom með gapandi gini. Þá brá
Frans fyrir sig krossmarki. Og dýrið lagðist við
fætur hans eins og larnb. Hann átaldi úlfinn,
kvað hann vera ræningja og morðingja, sem ætti
skilið að vera hengdur. En ef liann vildi nú vera
góður og vingjarnlegur skyldi hann fá mat. Úlf-
urinn laut höfði, og fór með Frans til bæjar.
Þar dvaldi hann lengi og gekk milli góðbúanna.
Var hann þeim síðan harmdauði. Það er tölu-
vert satt í Jiessari sögu. Margur maður er líkur
úlfi. En Jregar góðir menn töluðu um fyrir þeim,
þá urðu þeir betri menn. Áhrif þau, sem Frans
hafði á framvindu menningarinnar, eru mikil.
Engin stofnun liefur liaft jafnmikla Jnðingu fyr-
ir kaþólsku kirkjuna og reglur betlimunkanna,
og enn þann dag í dag eru grábræður af reglu
heilags Frans frá Assisí hvarvetna mikils rnetnir.