Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1964, Page 8

Æskan - 01.11.1964, Page 8
Skemmtanir. Meðan allir fóru til kirkju á jólanótt, sem vett- lingi gátu valdið, hefur ekki mikið verið um skemmtanir á bæjunum. En síðar þótti jólanóttin of heilög til þess að nokkuð slíkt væri haft í frammi. Um einn leik er þó getið á jólanóttina, „að draga jólasveina og jólameyjar“. Var hann í því fólginn, að allir þeir, sem komu á bæinn á jólaföstunni fram á aðfangadag, voru ritaðir jafn- óðum upp á miða. A jólanóttina var svo dregið um miðana, karlmenn draga kvenfólk og öfugt. Hafi verið svo gestkvæmt, að fleiri en einn kom í hvers hlut, dregur hver einn miða úr sínum bunka. Verður það, sem hann eða hún dregur, hans eða hennar jólasveinn eða jólamey um jólin. Stundum pússar þá einn heimamanna, sem til þess er kjörinn, öll skötuhjúin saman með því að lesa upp vísu úr einhverri ljóðabók, sem liann flettir upp í blindni. Leikur þessi minnir dálítið á giftingarleiki þá, sem tíðkaðir voru víða á Norð- urlöndum og einnig liér fyrr meir. Annars hefur aðalskemmtun fólks heima um jólin verið að spila á spil. Ekki mátti spila á jóla- nóttina, en algengt var að spila á jóladagskvöld, stundum langt fram á nótt, en þó sérstaklega á annan í jólum. Síðan hefur verið spilað aðra jóla- daga, en sérstaklega lengi á nýársnótt og á þrett- ándanum. Helztu jólaspilin munu fyrrum hafa verið alkort og púkk, en á seinni hluta 19. aldar hafa komið til sögunnar marías, vist og lomber. Aðrir leikir, svo sem jólaleikur, sleifarleikur og ýmsir pantleikir, munu ekki liafa flutzt liingað til lands, fyrr en á síðari hluta 19. aldar. 340

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.