Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 9

Æskan - 01.11.1964, Side 9
TÖFRAMANNSINS „Heldiir ]n'i í alvöru, að það finnist töframaður hér í ríki þínu, sem er færari í faginu en ég?“ spurði Rauð- skeggur töframaður og leit hvössum augum til kóngsins. Kóngurinn hristi aðeins höfuðið, hann var hræddur við Rauðskegg. — Já, öll hirðin skalf af ótta við galdr- ana hans og hræddust var kóngsdótt- irin. Hún hljóp inn í innsta herbergi hallarinnar og faldi sig. „Þú skilur þá, hvernig ntálið liggtir fyrir“, hélt Rauðskeggur áfram. „Ég krefst þess að fá kóngsdótturina fyrir konu og þar að auki þrjár tunnur af skíru gulli. En ef þú getur komið með annan galdramann, sem getur gert þau töfrabrögð, sem ég get ekki leikið eftir og ekki útskýrt, þá skal ég hverfa burt úr þessu landi og aldrei koma aftur.“ Kóngurinn kinkaði kolli, jú, hann skildi þefta allt saman, en hann var vonlaus um að geta náð t nokkurn galdramann, sem væri snjallari en Rauðskeggur. „Eftir þrjár vikur kem ég aftur,“ sagði hinn óvelkomni gestur og stóð á fætur til að fara, „og þá er mér það ánægja að reyna mig við hvern sem er.“ Kóngurinn sat hugsi um stund. Síðan kallaði hann dóttur sína fyrir sig og sagði: „Það er aðeins um eitt að ræða. Farðu ti 1 gamla hirðtöfra- meistarans, sem nú býr í gömlu höll- inni úti í skóginum. Kannski veit hann um ráð við þessum vanda, þótt ég viti að hann er ekki eins snjall töframaður og Rauðskeggur.“ Kóngsdóttirin flýtti sér til þessa manns og sagði honum allt af létta. Gamli maðurinn hristi höfuðið, en sagði þó: „Farðu heim, barnið gott, og vertu hughraust, ég skal gera mitt bezta.“ Tíminn leið og allir töframenn í landinu voru boðaðir á konungsfund til þess að reyna að finna einhvern, sem staðið gæti Rauðskegg á sporði, en flestir voru vonlitlir um, að það rnætti takast. „Sá, sem gelur frelsað okkur frá Rauðskegg, skal fá ríkuleg laun, en dóttir mín fær þó að ráða hverjum hún giftist," sagði kóngurinn. Þrjár vikur eru liðnar og sá dagur rann upp, er Rauðskeggur kom aftur. Kóngur sat í hásæti sínu og dóttir hans var þar einnig og fleira hefðar- fólk. Nokkrir fræknustu galdramenn landsins voru þar einnig, en ekki leið á löngu þar til Rauðskeggur hafði unnið þá alla. Þeir drógu sig liæversk- ir í hlé. Rauðskeggur hafði sigrað í fyrstu lotu. Þá kom allt í einu inn í salinn ung- ur sveinn, á líkum aldri og kóngsdótt- irin. Hann hneigði sig fyrir kóngin- um og dóttur lians og sagði: „Má ég sýna galdrameistaranum Rauðskegg Gamli maðurinn hristi höfuðiS, en sagði þó: „Farðu heim, barnið gott, og vertu hughraust, cg skal gera mitt bezta.“

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.