Æskan - 01.11.1964, Side 19
ÆSKAN
Barnastúkan Jólagjöf á fundi 1961.
FKÁ UNGLINGAREGLUNNI
Stórgæzlumaður fékk nýlega stuttan
fréttaþátt frá barnastúkunni JÓLAGJOF
nr. 107. Við þökkum innilega þennan þátt
og myndirnar, sem honum fylgdu. Hvort-
tveggja gæti orðið öðrum stúkum hvatn-
ing til að gera slíkt hið sama, eins og
stórgæzlumaður hefur oft óskað eftir. Jafn-
framt þökkum við stúkunni ágæt störf á
ir þeirra hafa verið góðir félagar, sem
hafa starfað með liinum yngri fram á full-
orðinsár'og svo er enn.
Störf stúkunnar hafa verið svipuð því,
• .........** •
sem allir ungtemplarar þekkja. Auk hinna
venjulegu fundastarfa hefur verið lesið og
sungið, sagðar sögur, leikið á hljóðfæri,
farið í ýmsa leiki og sýndir margir smá-
leikir, sem eru langvinsælastir. Verðlauna-
getraunir og þættir hafa mjög verið iðk-
aðir í seinni tíð. Oft eru sýndar skugga-
myndir og kvikmyndir. Lengi fór stúkan
í ferðalög á hverju vori og bauð gestum
með sér. Þá var oft glatt á hjalla og marg-
ar ljósmyndir teknar. — Einu sinni æfði
Jólagjöf leikritið „Álfkonan í Selhamri"
og sýndi nokkrum sinnum i Góðtemplara-
húsinu hér í Reykjavílc við góða aðsókn.
Það mun vera stærsta leikrit, sem barna-
stúkur liafa sýnt liér í höfuðhorginni síð-
ustu árin.
Einu sinni gaf Jólagjöf út sltrifað blað,
sem lesið var á fundum. En því miður varð
það ekki gamalt.
Embættismenn Jólagjafar 1963.
liðnum árum, óskum henni til hamingju
mcð merk tímamót og flytjum henni beztu
framtíðaróskir.
BarnastÚkan Jólagjöf nr. 107 var stsofn-
uð i Skerjafirði liinn 10. des. 1933 og
átti þar heima fyrstu árin. Hún stendur
því á þritugu núna. Síðan 1947 liefur stúk-
an átt heima hér í Reykjavik, en lengi
voru börn úr Skerjafirði og Grimsstaða-
holti aðalstofn stúkunnar. Fyrsti gæzlu-
maður stúkunnar var Sverrir F. Johausen,
en núverandi aðalgæzlumaður er Ingimar
Jóhannesson, en 2. gæzlumaður Harpa
Jósefsdóttir, kennaraskólanemi. Ingimár
hefur verið gæzlumaður stúkunnar þvi nær
aldarfjórðung. Hinn 5. janúar síðastliðinn
átti hann 58 ára templaraafmæli. Þann dag
var allfjölmennur fundur í barnast. Jóla-
gjöf og nokkrir nýir félagar bættust í hóp-
inn. Þrjú þeirra voru barnabörn Ingimars,
öll 7 ára að aldri. Það þótti lionum góð
afmælisgjöf.
Jólagjöf hefur alltaf verið fremur lá-
menn. Seinni árin 60—70 félagar. En marg-
„O, seisei, — ég var nú orðin átta ára“.
„En hvað varð svo um ykkur öll?“
„Frúin tók okkur með sér heim á sleðanum — ég vildi verða eftir hjá
mömmu, en hún sagði, að ég yrði að koma með til að annast litlu systkinin,
svo að þau læru ekki að gráta — þau lilógu af fögnuði að bjölluhljómnum.
Víst var ég með grátstafinn í kverkunum, en ég grét ekki, meðan frúin sá
til. Hún var hefðarfrú, ein af þeim, sem sitja til borðs með drottningunni við
hirðina. Hún sendi menn, sem lögðu mömmu í fína kistu og báru hana í
litlu kapelluna í kirkjugarðinum, og um vorið, þegar klaki var farinn úr
jörðu, þá var útför hennar gerð. Og frúin lét setja hvítan stein á gröfina, með
nafni mömmu og sálmaversi, — ég man það ekki orðrétt, en hugsunin var
þessi: Hugprýðin í hjörtum hinna snauðu er framtíðarvon Svíþjóðar."
„Og svo kom frænka yðar?“
„Já. Frúin skrifaði föðurbróður mínum, sem var í Ameríku. Hún skrifaði,
að við mættum dveljast. áfram með sér, en frændi sendi konu sína og við
fórum með henni. Já, þannig atvikaðist það, að ég kom til Ameríku."
Urval.
351