Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1964, Page 20

Æskan - 01.11.1964, Page 20
sem verða milljónum nauðstaddra barna til góðs í heiminum í dag. Yfir 800 milljónir barna l>.e.a.s. tveir þriðju hlutar allra barna heimsins — búa i vanþróuðum löndum. Mörg þeirra búa við liungur, sjúkdóma og skort á möguleikum til að komast í skóla. Það var fyrst og fremst þcirra vegna, sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna var komið á fót. Og ein helzta tekjulind Barnahjálparinnar eru kort, sem seld eru um heim allan; einnig hérlendis. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gerir sér vonir um að selja 40 milljón kort í ár. Hvað þetta hefur i för með sér, að þvi er varðar hjálparmöguleika Barnahjálparinnar, má m. a. gera sér í hugarlund af þeirri staðreynd, að bvcr 10 seld kort veita nægilegt fé til að lækna 8 hörn af augn- veikinni „trachoma" og koma i vcg fyrir að ]>au missi sjón- ina. í ár hefur Barnahjálpin á boðstólum 22 mismunandi kort, og þau voru teiknuð af 15 kunnum listamönnum hvaðán- æva úr lieiminum. Meðal þeirra er hinn þekkti sænski dýra- teiknari Harald Wibcrg, sem teiknað hei'ur tvö af kortun- um, „Hirðarnir" og „Álfurinn". Eitt kortanna, „Aðalstöðvar Samcinuðu þjóðanna", eftir I'rakkann Haoul Dufy, er selt til minningar um 20 ára afmæli samtakanna. í vor verða liðin 20 ár frá því Sarh- einuðu þjóðirnar voru stofnaðar á ráðstefnu í San Franeis- eo. Næsta ár verður sérstaklcga lielgað alþjóðlegri sam- vinnu. Nú eru kort Barnabjálpar Saincinuðu þjóðanna seld um heim allan og éinnig hérlendis. Ágóðinn af sölunni rcnnur lil barnahjálparinnar í vanþróuðum löndum. Hvernig verð- ur þá ágóðanum varið í þcssum löndum? Svar við þeirri spurningu fæst m. a. í athyglisverðu yfirliti, sein Barna- hjálp S.I>. hefur látiö gera yfir söluna árið 1963. i fyrra seldust 34 milljónir korta í rúmlega 100 löndum. Tekjur Barnahjálparinnar námu rúmum 2 milljónum doll- ara eða tæpum 90 milljónum ísl. króna. Þessari upphæð var varið til 24 nýrra verkefna, sem samþykkt voru í ár. Þcssum verkefnum má skipta i sjö flokka: Heilbrigðis- þjónusta, barátta gegn sjúkdómum, betra mataræði, niður- suða mjólkur, fjölskyldu- og barnavernd, mennlun og fag- kennsla. Hér er m. a. um að ræða bætta heilbrigðisþjónuslu við skólabörn í Arabíska sambandslýðveldinu (73.000 dollarar), baráttu gegn berklum i Húanda (54.000 dollarar), baráttu gegn vannæringu barna í Swazilandi (76.000 dollarar), vélar og annan útbúnað til að sjóða niður mjólk i Indlandi (175.000 dollarar), barnaskólanám og kennaraþjálfun í Sú- dan (191.000 dollarar) og faglega þjálfun unglinga i Austur- Pakistan (69.000 dollarar). Æskan og skógurinn. i kápuna sína. Pabbi er hjá þér. Síðastliðið haust gaf Menn- ingarsjóður út bókina „Æskan og skógurinn". Bók ]>essi er rituð „til leiðbeiningar fyrir unglinga, er vinna að skóg- ræktarstörfum". Hún er tekin saman að tilhlutan Skógrækt- arfélags íslands af Jóni Jóscpi Jóliannessyni og Snorra Sig- urðssyni; teikningar eftir Jó- hannes Geir Jónsson. Iin auk böfunda eiga ýmsir mcnn sér- fróðir hver um sitt efni meiri eða minni hlut að verlti. Það er nýtt, sem sjaldan verður, að islenzkir unglingar fái í hendur fræðirit, sem ber þess glögg merki, að kapp hafi verið lagt á að gera efnið hug- tækt, Ijóst og auðnumið i senn. Sveina litla var með mönnnu sinni niður hjá tjörn að horfa á fuglana. Hrifnust var hún af þvi að horfa á svanina. Allt i einu teygði annar svanurinn úr sér og veifaði vængjunum. Þá hrópaði Sveina: Mamma, mamma, sjáðu, nú er liann að fara í kápuua sína. Jónsi hafði lengið kettling gefinn hjá nágrönnunum og var á leið hcim með liann í körfu. En kettlingurinn var ekki ánægður og mjáhnuði sár- an. Jónsi opnaði körl'ulokið of- urlitið og sagði hlíðlega: Vertu ekki að gráta, góði, pabbi er bjá þér.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.