Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 25

Æskan - 01.11.1964, Side 25
ÆSKAN 1914 1964 VERÐLAUNARITGERÐ: ESSARI spurningu leyfi ég mér að svara á þessa leið: Eim- skipafélag íslands hefur haft mikið fjárhagslegt gildi fyrir íslenzku þjóðina og stofnun þess meiri siðferðislega þýðingu en nokkur annar atburður í sögu þjóöarinnar síðan á þjóðveldisöld. Þessi orð mín vil ég styðja með eftirfarandi ritgerð. Landnáma segir frá um fjögur hundruð landnámsmönnum, sem sigldu til íslands. Af því má ráða, að hver meðalbóndi hafi átt liafskip. Flest voru í siglingum milli landa og fluttu varning til og frá íslandi. Þessi sltip sigldu eingöngu eftir hentisemi Islend- inga, og þjónuðu islenzkum hagsmunum. — Á sama tíma var stofnað hér réttarriki, sem stóð vörð um réttlæti i samskiptum manna, og þeir stóðu einhuga um að verja landið gegn erlendri íhlutun, sbr. viðtökur þær, sem Uni danski fékk, þegar liann reyndi að reka erindi Haraldar hárfagra hér. Enn betur má sjá siðferðisstyrk fslendinga af sögunni um viðskipti þeirra og Har- aldar Gorinssonar Danakonungs. Þá var Brodd-Helgi i Vopnti- firði, Eyjólfur Valgerðarson i Eyjafirði, Þórður gellir i Breiða- firði, Þóroddur goði í Ölfusi, og liið mikla Danaveldi, sem var ofjarl Englendinga á þeim árum, gat ekki hefnt ófara sinna á samstilltum íslendingum. Nú liða tímar, og íslendingar hafa endaskipti á siðum sinum. Þeir hrifsa nú undir sig landareignir vina og vandamanna, aud- stætt því, sem áður var, þegar sjálfsagt þótti að gefa skika af landi sinu. — Hefst þá Sturlungaöld með þeim afleiðingum, að íslendingar gera friðltaup við Hákon gamla. Siðferðisþrek þjóð- arinnar er búið, og Gamli sáttmáli var tilraun hennar til að halda lifi. Þar biðja íslendingar Norðmenn um að tryggja siglingar til landsins. íslendingar stóðu nú í þeim sporum, sem ömurlegust hljóta að vera ibúum þess lands, sem umflotið er sjó, að eiga sér ekkert sltip. Sögu fslendinga næstu 650 árin þarf ekki að segja. Kem ég þá aftur að Eimskipafélagi íslands. Árið 1778 hófust reglulegar póstskipaferðir milli íslands og 1914 1964 357

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.