Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1964, Qupperneq 32

Æskan - 01.11.1964, Qupperneq 32
ÆSKAN Menn vita það fyrst um Bessastaði á Álfta- nesi, að þeir voru í eigu Snorra Sturlusonar. Hann átti þar bú og flýði þangað undan Sturlu Sighvatssyni árið 1235. Eftir víg Snorra lýsti Hákon konungur Bessa- staði og aðrar eignir Snorra eigu sína og seldi síðan í hendur Þorgilsi Skarða og Gissuri Þor- valdssyni. Frá því á öndverðri 15. öld voru Bessastaðir aðsetursstaður umboðsmanna konungs. Eng- lendingar rændu þar tvívegis (1422—1424). Frá því um siðaskipti voru Bessastaðir höf- uðstaður íslands um langt skeið. Þá drógust völd- in úr höndum Alþingis en konungsvaldið jókst að sama skapi. Sátu umboðsmenn konungs oft- ast þar þangað til í byrjun 19. aldar. Páll Stígsson lagði grundvöllinn að hinu ill- ræmda Bessastaðavaldi, það er raunverulegu ein- veldi Danakonunga á íslandi. Hann var höfuðs- maður á Bessastöðum 1559—1566. Hann lézt þar. Bessastaðiv. Árið 1805 var latínuskólinn fluttur að Bessa- stöðum. Var þar skólasetur til 1846 og hel/.ta menningarmiðstöð landsins. Við Bessastaðaskóla störíuðu ýmsir ágætustu menn þjóðarinnar, til dæmis Sveinbjörn Egils- son og Hallgrímur Scheving. Þar stunduðu nám ýmsir merkustu menn þjóðarinnar, svo sem Jón- as Hallgrímsson og Baldvin Einarsson. Bessastaðir voru í opinberri eign til ársins 1867, en þá náði Grímur Thomsen skáld eign- arhaldi á staðnum. Hann fékk han,a í skiptum fyrir aðra jörð. Grímur var fæddur og uppalinn á Bessastöðum. Hann hafði dvalizt langdvölum erlendis, en vildi nú bera beinin á æskustöðvum sínum. Hann bjó að Bessastöðum þar til hann lézt, árið 1896. Eftir lát Gríms náði Landsbanki íslands eign- arhaldi á staðnum, en árið 1898 keypti Skúli Thoroddsen jörðina. Árið 1901 settist hann þar að og bjó þar til 1908, en þá fluttist hann til Reykjavíkur, en átti þó Bessastaði til dauða- dags, 1916. Árið 1917 seldi ekkja Skúla_jörðina Jóni Þorbergssyni, og bjó hann þar til ársins 1928, en þá seldi hann Björgúlfi Ólafssyni lækni, sem þá fluttist heim til íslands eftir margra ára dvöl í Austur-Indlandi. Björgúlfur átti svo Bessastaði þangað til árið 1940, en þá keypti Sigurður Jónasson forstjóri staðinn. En árið eft- ir færði Sigurður ríkinu Bessastaði að gjöf. Hel- ur þar síðan verið bústaður fyrir ríkisstjóra og síðar forseta íslands. Talið er, að jólakort séu upprunnin í Englandi. Á ríkisstjómarárum Önnu drottningar, sem sat við völd frá 1704-1714, tíðkaðist það, að böm sendu foreldmm sínum og ættingjum kort með sýnishorni af rithönd sinni. Voru kort þessi oft með útskornum röndum og myndum, sem börn- in lituðu sjálf. Sennilega var það þó ekki megin- hlutverk þessara korta að flytja jólakveðjur eins og nú tíðkast, heldur öllu fremur að sýna, hverj- um framförum sendandinn tæki í hinni göfugu ritlist frá ári til árs. Á hinn bóginn var það sið- ur fullorðna fólksins að senda ættingjum og vin- um jólabréf. Fyrsta jólakortið í svipaðri mynd og nú tíðkast var gefið Viktoríu drottningu árið 1845. Gefand- inn var frægur málari. Á kortinu var olíumál- verk, sem málarinn hafði þrykkt nokkur afrit af og gefið vinum sínum. Ári síðar bar svo til, að aðalsmaður einn var seinbúinn með að skrifa jólabréf sín. Fékk hann þá þekktan málara til að gera jólakort fyrir sig. Á kortinu var mynd af fjölskyldu aðalsmannsins. Áletrunin á þessu korti var mjög lík því sem gerist enn þann dag í dag. Á því stóð aðeins: Gleðileg jól og farsælt kom- andi ár! Fyrstu jólakortin. 364
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.