Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 35

Æskan - 01.11.1964, Side 35
ÆSKAN Davíð Copperfield. Þetta sígilda listaverk heimsbók- menntanna er nú komið út í heild hjá Bókaútgáfu Æskunnar. Þessi bók verð- ur sú vinsælasta, sem íslenzkt æskufólk á völ á fyrir jólin. Höfundur sögunnar Davíð Copper- field, enska skáldið Charles Dickens, fæddist í Portsmouth 7. febrúar 1812. Foreldrar hans fluttust til London, er hann var í bernskuskeiði. Efnahagur þeirra varð síðar mjög bágur, og kynntist Dickens því miklu fátæktar- basli á æskuárum sínum. En hann kynntist einnig merkilegum bók- menntum, því að faðir hans átti dá- lítið safn úrvalsbóka, og í þeim las Dickens oft, þegar jafnaldrar hans voru að leikum. Þegar Dickens komst til fullorðins- ára, gerðist hann blaðamaður, en tók jafnframt að rita skáldsögur, er brátt vöktu fádæma athygli og vinsældir um gervallt Bretland og síðar víða um lönd. Hafa skáldsögur hans verið þýddar á um 70 tungumál. Dickens var skáld af guðs náð. Skyggni hans á mannlegt líf var frábært, enda eru lýsingar hans bráðlifandi. Hann var meinfyndinn og bitur í senn, enda 1 DAVÍÐ Í COPPER P1KLD 1« auðnaðist honum að skapa söguhetjur, sem seint munu gleymast. Dickens andaðist 9. júní 1870. Var lík hans, samkvæmt ósk ensku þjóðarinnar, flutt til Westminster Abbey í London, þar sem leifar ýmissa frægustu sona Bretlands eru geymdar. Sagan Davíð Copperfield er talin vera ævisaga Dickens sjálfs, klædd í skáldlegan búning. Margt í henni styðst við raunverulega atburði úr lífi skáldsins, og fyrirmyndir ýrnissa sögu- hetjanna eru vel kunnar. Sagan er að vissu leyti merkilegri fyrir bragðið. Þar er lýst örðugri lífsbaráttu ungs manns, og er sagan víða áhrifamikil og vel til þess fallin að vekja viðbjóð á harðýðgi og ruddaskap, en jafnframt trú á sigur hins góða. Þýðingu bókar- innar gerði Sigurður Skúlason. Bókin er prýdd mörgurn myndum. Hart á móti hörðu. Þessi fræga drengjasaga eftir Dag Christensen,, í þýðingu Guðmundar G. Hagalíns, sem stóð til að kærni út hjá Bókaútgáfu Æskunnar nú í des- ember, hefur tafizt, og kernur því ekki út fyrr en á næsta ári. Illlllllllllllllllllílllllll!lllillllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllll!ll!l!!lllllllllll!llllllllll||||

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.