Æskan - 01.11.1964, Page 40
JÓNkr.ísfeld: TIT L A LAMBIÐ
hósta og hnerra áðan. Nú getur auðvitað
þessi aumingja köngurló ekkert veitt handa
sér til að borða. Veslings köngurlóin. Eg
skal segja þér það, mamma, að ég skal aldrei
nokkurn tíma framar eyðileggja köngur-
lóarvef. - Og svo er líka svo agalega vont
að fá hann á nefið á sér og inn í nefið.“
Fleira var ekki sagt um þetta að sinni.
Bráðlega voru litla lambið og mamman
farin að kroppa, eins og ekkert hefði í
skorizt.
28.
Þegar litla lambið taldi sig að þessu sinni
hafa kroppað nóg til að jórtra, var döggin
þornuð af grasinu og sólskinið orðið hlýtt.
Litla lambið lagðist niður í dúnmjúkt gras-
ið. En hvað það var gott að leggja sig svona
út af, eftir að vera búið að hamast við að
kroppa lengri tíma. Litla lambið fór að
jórtra. Það voru mestmegnis bragðgóð
blóm og grös, sem komi^ upp í munninn
á litla lambinu, og því þótti yndislegt að
njóta slíks sælgætis. Það lygndi aftur aug-
unum. Við og við lét það þó koma ofur-
litla rifu milli augnalokanna, og var það þá
að gægjast eftir mömmu sinni eða að virða
nánasta umhverfið fyrir sér. Það var margt,
sem kom upp í huga litla lambsins, þar sem
það lá nú þarna og naut dýrðlegs sumar-
dagsins. Það rifjaði upp fyrir sér margt af
Rétt hjá pví stóð stór refur með gapandi gin.
KBKí<HKBKHKHKHKHK(W<«KHKHJÍHKl Ó£<BKB>0<BWK3«BKBKHKBKBKBKBKeKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKí
372