Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 7
ÆSKAN Undarlegur NÁUNGI Snikkarafuglinn hafði tekið sér bólfestu í einu at hæstu trjánum í skóginum. Þar hafði hann reist fallegt hús og málað rautt og gult og grænt og blátt, og nú sat það þarna á trjástofninum og var öllu umhverfinu til sóma. Fuglarnir komu úr öllum áttum til þess að skoða það, og stöku sinnum henti það, að Joeir urðu svo heppnir að sjá nýja íbúanum bregða fyrir. En hann yrti ekki á neinn og enginn umgekkst hann, og enginn fékk að koma inn í lnisið hans, Jjví að snikkarafuglinn vildi liala frið og ró. Uglufrúin var skrafskjóða hin mesta og forvitin mjög. A hverjum degi flaug hún hvað eftir annað fram hjá nýja húsinu. Stundum kom hún auga á nýja nágrannann, og Jrá sagði hún alltaf hátt: „Góð- an daginn!“ en enginn svaraði. Snikkarafuglinn vissi, að ef hann færi að heilsa uglunni, ])á liði ekki á löngu áður en hún viidi líka fara að masa, og úr Jtví hefði hann engan frið. I»ess vegna fór frú Ugla að halda, að hann væri með eitthvað leyndardómsfullt — já kannski eitt- Itvað glæpsamlegt, — sem hann fæli inni í húsinu. En sannleikurinn var sá, að hann sat einungis inni og telgdi hljóðpípur — Jrað var nú hans ánægja. Frú Ugla og frú Dúfa stóðu dag hvern saman á bak við næstu tré og rnösuðu og skröfuðu. Og því lengur sem þær fjösuðu, Jreim mun meiri ógnir ímynduðu Jrær sér að færu fram innan við lokaðar húsdyrnar. Þaðan bárust einkennileg hljóð, og þar var oft ljós fram á miðjar nætur. Brátt barst sá kvittur um skóginn, að snikkara- luglinn væri ógnarlegur ræningi. Hafði frú Ugla ekki sjálf heyrt kveinandi hljóð berast frá lrúsi hans á kyrrum nóttum? Hafði ekki frú Dúfa séð undar- lega skugga innan við glnggatjöldin? Jú, á Jressu lék enginn vafi. — Snikkarafuglinn var illur fugl, sem kvaldi og hrjáði aðra íugla. Og dag nokkurn barst Jretta til eyrna Arnar kon- ungs. Hann sendi eftir frú Uglu, sem sagði allt, er hún vissi, — Jtað er að segja allt, sem hún og frú Dúfa héldu að þær vissu. Því að í rauninni vissu Jrær ekkert um snikkarafuglinn. Örn konungur varð skelfingu lostinn og sendi krákurnar Jregar eftir fuglinum. „Ef konungurinn í Jtessum skógi leggur eyrun við Jrvaðri heimskra fugla," sagði snikkarafuglinn, „er bezt að ég flytji." Og það gerði hann. En áður en hann fór, gaf hann flautu öllum litlu fuglunum, sem ekki höfðu sagt um hann slúðursögur, og engar tvær fiautur voru eins. En örninn, uglan og dúfan fengu enga. Þess vegna getið Jrið víða heyrt falfegt fuglaflaut. En Jtið megið vera viss um það, að sfúður- gjörnu fugiarnir hafa ekki fagrar söngraddir — Jjví það er snikkarafuglinn, sem settur ltefur verið til Jtess að búa til raddirnar, og hann kærir sig lítið um Jrá, sem tala illa um aðra. 47

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.