Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1965, Blaðsíða 10
FURÐUVERK FORNALDAR VITINN j Alexandríu. Sœfarendur þarfnast mjög glöggra auðkcnna, þegar þeir taka land, cn oft nægja fjöll og klettar. Engu slíku var til að dreifa á lágum óshólmum Nílar í Egyptalandi, en þar stóð til forna hin mikla hafnar- og verzlunarborg Alex- andria. Því var það, að Ptolemeus II lét Knidus byggja geysimikinn vita við innsiglinguna til Alexandríu. Vitinn var kallaður „Faros“ et'tir eynni, sem bann stóð á, og varð heimsfrægur, enda var bann afbragðs leiðarvisir fyrir sæfara. Farosvitinn varð vitni að mörgum atburðum og sögulegum, þótt eitt- livert frægasta ævintýrið hafi ef til vill verið, þegar Július Caesar buslaði þar með pappíra sina i böfninni, er framtið Rómaveldis og Egyptalands hékk á þræði. Farosvitinn skemmdist mikið árið 400 e. Kr., og loks hrundi liann i jarðskjálfta árið 1326. Mér féll svo illa að sjá hana svona sorgbitna, að ég fór að reyna að hugga hana, eftir því sem ég gat. En hún hristi höfuðið og hélt áfram að gráta. Loks sefaðist gráturinn þó, og þá ljómaði hún í framan eins og vant var. „Heyrðu, Trotwood, þú mátt nú ekki vera harður við hann Uriah... Það er ekki víst, að hann sé eins slæmur og við höldum. En hugsaðu til okkar pabba Enginn veit, hve mikið mein hann getur gert okkur.“ Tveim dögum síðar var ég boðinn til miðdegisverðar hjá fjölskyldunni, þar sem Agnes bjó, og þar hitti ég Uriah. Hann var álíka stimamjúkur og blíðmáll og áður fyrr, og mig langaði mest til að spyrna við honum fæti einS og hundi, en þá minntist ég þess, sem Agnes hafði sagt við mig og heilsaði honum vingjarnlega. Ég hitti þarna líka gamlan vin og skólabróður írá Salem House, nefnilega Tommy Traddles. Hann var líka að búa sig undir að verða lögfræðingur og var sami heiðurspilturinn og áður. Við spjölluðum töluvert saman, og hann bauð mér að heimsækja sig. Þegar ég fór um kvöldið, fylgdi Uriah mér áleiðis, og hann var svo fleðulegur en jafnframt svo nærgöngull, að ég neyddist til að bjóða honum inn og gefa honum kaffi. „Ó, herra Copperfield,“ sagði hann smeðjulega, í því ég var að hella kaffinu í bollann hans, „ekki hefði mig órað fyrir því, að þér færuð nokkurn tíma að stjana við mig, jafnauvirðilega persónu og ég er!... En mér farnast vel,... bara vel... Þér hafið ef til vill heyrt eitt- hvað um þá breytingu, sem er að verða á hag rnínum?" 50 ,,}á, lítils háttar,“ anzaði ég. -Jú> ég bjóst við því... Agnes hefur sagt yður það! ... Það gleður mig, að hún veit um þetta! ... Þakka yður fyrir, herra Copperfield! . .. Herra Wickfield hefur því miður verið mjög óforsjáll, en hann er mesti heiðurs- maður, og því er ég svo feginn því Agnesar vegna, að ég skuli geta rétt hann við aftur," bætti Uriah við, ísmeygilegur á svipinn. „Jæja, svo herra Wickfield, sem er hundrað sinnum merkilegri maður en bæði þér... og ég, hefur verið óforsjáll," anzaði ég, stuttur í spuna. „Já, mjög óíorsjáll! . .. Ef einhver annar hefði verið í mínum sporum, hefði hann getað haft herra Wick- field alveg í vösunum, en svo er Guði fyrir að þakka, að nú get ég, svo aumur sem ég er, orðið honum stoð og stytta." Ég sá það á bölvuðum fantinum, að hann var búinn að ná algeru tangarhaldi á Wickfield, og ég fékk ákab an hjartslátt af tómri heift. „Já, ég get ekki annað sagt en að ég hafi komizt vel áfram í veröldinni, en ég er hógvær og af hjarta lítillát- ur og ætla að vera það framvegis eins og hingað til! ... Þér hafið verið mér svo góður, herra Copperfield, og yður einum ætla ég að trúa fyrir þeirri miklu von, sem ég el í brjósti mér. ... Ég elska Agnesi, hana Agnesi mína!“ Ég var kominn á fremsta hlunn með að glóhita skör- unginn og reka Uriah í gegn með honum, en ég stillti mig og spurði, hvort hann hefði játað Agnesi ást sína. „Nei, ekki enn, ... en hún ann föður sínum allt of

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.