Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1970, Qupperneq 7

Æskan - 01.04.1970, Qupperneq 7
g elpurnar eru strax til I tuskið. Og næstu daga skjótast Palli, na °g Skotta oft út að greninu með mat handa yrðlingunum. au fóðra þá á slld og pylsum, lifrarkæfu og yfirleitt öllu þvl bö* arkyns’ sem Þau ná '■ Loks verða rándýrin litlu svo gæf, að rn|n geta haldið á þeim og gælt við þau. Bangsi liggur ró- •cQij r og virðir yrðlingana fyrir sér vingjarnlegur á svip. Hann erjr þeim aldrei neitt mein. a9 nokkurn er Palli á leið úr eldhúsinu með fullan poka af e v°rum. Hann ætlar að skjótast gegnum garðinn út í skóginn, n Þá kallar Malln á hann. étur 0g Malín sitja ( hengirúmi og róla sér fram og aftur. ’jKorndu og rólaðu þér með okkur!“ kallar hún til Palla. al|i sezt I hengirúmið á milli Malínar og Péturs. Rúmið |. ,f|ast fram og aftur af miklum krafti, svo að annað veifið 9Ur viS, ag þag hvolfist með þau. Þremenningarnir hljóða af S|. nu®i, en allt í einu heyrist brestur og festing hengirúmsins ar. svo að þau hendast öll þrjú ofan í grasið. " u hefur verið of þungur!" segir Malín við Palla. Jafnskjótt hún auga á marga indæla matarbita, sem velta út úr ^^PPírspoka Pallá. „Hvað ertu með þarna? Hvað ætlarðu að ra við allan þennan mat?“ a n flýtir sér að tlna saman matvörurnar. ” etta er . . . eh ... til að nota í góðgerðarskyni . .. en það er 9'°rt leyndarmál!" °mmu síðar heldur Palli til skógar. Stin a’ Skotta og Palli sitja róleg og gefa yrðlingunum að éta cr orðinn góður vinur þeirra. úti í skóginum. Þá heyra þau allt i einu þrusk skammt undan. Síðan heyra þau hósta. Palli stekkur á fætur. ,,Hó, þetta er Vestermann. Hann er að koma! Hann má ekki finna yrðlingana. Hvað eigum við að gera?“ „Leyfðu mér að sjá um hann!" segir Skotta, stekkur á fætur og þýtur inn I skóginn eins hratt og hún kemst. Skammt undan hittir hún Vestermann, og mikið rétt. Hann hefur byssuna meðferðis. Skotta stöðvar hann. „Þú mátt ekki fara þessa leið, Vestermann!" „Hvers vegna 1 ósköpunum ekki?“ spyr sjómaðurinn. „Það er bannaður aðgangur.“ „Vitleysa! Öll höfum við jafnan' rétt til þess að ferðast um skóginn. Leyfðu mér nú að komast leiðar minnar.“ Skotta grlpur í handlegg Vestermanns. „Nei, komdu heldur þessa leið,“ segir hún og dregur hann með sér i aðra átt. „Ég skal sýna þér dálítið sniðugt. Þú hefur aldrei séð það áður.“ „Hvað ætli það geti nú verið?“ „Ég ætla að sýna þér apa,“ segir Skotta hátíðlega. Vestermann verður forvitinn. Hann hefur fundið mörg skrítin dýr f skóginum á Krákueyju, en aldrei apa. Skyldi hann vera til á eyjunni? Hann fylgir Skottu fast eftir, þvi að hann vill ekki missa af apanum. Skotta fer með Vestermann eftir mörgum stígum langt frá greninu. Loks nemur hún staðar. „Nú skaltu fá að sjá apann, Vestermann,“ segir hún. Vestermann lítur í kringum sig. „Ég sé ekki neitt,“ segir hann. „Ég held, að þú sért að gera gys að mér.“ „Ég held nú síður," segir Skotta sannfærandi og dregur eitthvað upp úr vasa slnum. „Sjáðu bara. Hér er apinn.“ í sömu andrá lyftir hún litlum spegli upp að nefi Vestermanns og hann virðir fyrir sér andlit sitt, hrukkótt og sólbrennt. „Þetta þykiir mér einum of langt gengið ..segir hann. Og samstundis snýr hann við og gengur þunglamalega heim á leið með byssuna undir hendinn. Hann hefur móðgazt mikið, og . . . það sem betra var: Hann er hættur við refaveiðarnar þennan daginn. Skotta snýr aftur til hinna barnanna, sem sitja enn við refa- grenið. „Hann kemur bara aftur seinna," segir Palli, sem er engan veginn rólegur. „Og þá skýtur hann vesalings yrðlingana. Hvað eigum við að gera?“ Palii er hugsi. „Maður eins og Vestermann ætti alls ekki að hafa byssuleyfi. Nú veit ég, hvað við gerum. Við brjótumst inn hjá honum í nótt og rænum byssunni hans. Þá getur hann ekki skotið yrðlingana." „Já, en heldurðu að það takist?“ spyr Skotta skelkuð. „Já, ef við verðum heppin," segir Palli. „Hittumst öll þrjú í kvöld, þegar hin eru háttuð. Þá fremjum við innbrot hjá Vestermann." Framhald. 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.