Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1970, Page 8

Æskan - 01.04.1970, Page 8
LITLA SAGAN Hvar ertu og hvað ertu að gera?“ Þá datt Lenu nokkuð í hug. Hún sagði við sjálfa sig. „Ég skal fara og finna Hildu. Hún hlýtur að vera einhvers staðar.“ Nú sperrti Lena upp annað eyrað og hljóp yfir til hænsn- anna til að spyrja þau. „Hafið þið séð Hildu?“ spurði hún. En hæsnin voru svo önnum kafin við að gagga og tína, að þau litu ekki uþp. „Nei, við höfum ekki séð hana,“ svöruðu þau. Þá sperrti Lena hitt eyrað upp og hljóp niður í fjós og hesthús til að spyrja hesta og kýr. En hestarnir voru úti á akri að vinna og kýrnar voru á beit úti á engi. Nú sperrti Lena bæði eyrun upp í einu og fór að finna stóru gæsina. Gæsin rak höfuðið og langa hálsinn sinn út um dyrnar rétt í þessu. „Hefur þú séð Hildu?" spurði Lena. „Nei, ég hef ekki séð hana,“ svaraöi gæsin. Kalkúnarnir úti höfðu ekki séð hana og ekki heldur rauði íkorninn uppi í trénu. Grísirnir neituðu einnig, þegar þeir voru spurðir. Lena settist niður fyrir utan grisastíuna og braut heilann lengi, lengi. brúðan HILDA hvarf jíinu sinni var lítill drengur, sem hét Elmer. Hann átti litla systur, sem hét Selma. Þau bjuggu ásamt foreldrum sínum á stórum bóndabæ langt úti í sveit. Framan við íbúðarhúsið var stór verönd, en vindmylla og brunndæla voru á bak við það. Á bænum voru tuttugu kýr og tuttugu svin auk nokkurra hæsna. Einnig tilheyrðu bænum stór engi og miklir akrar þar sem uxu ávextir, korn og grænmeti. Á bænum voru einnig til dráttarvél, heyvagn, plógur og önnur nauðsynlegustu tæki. Selma átti litla brúðu, sem hét Hilda. Brúðan sú var með blá augu, gult ullarhár og lítið nef, sem var næstum alltaf óhreint, vegna þess, hversu oft hún borðaði leðju- kökur. Elmer átti dúkkuhund, sem var búinn iil úr iuskum og viðaruii. Hundurinn sá nefndist Lena og var mjög góður og duglegur hundur. Dag einn fannst brúðan Hilda hvergi nokkurs staðar og þau systkinin leituðu um allt að henni. Þau gáðu undir útvarpstækið, undir rúmin, fóru út í íjós, hesthús og inn í hlöðu en hvergi sást Hilda. Selma settist á brunndæluna bak við húsið og var gráti nær af örvilnun. Elmer settist hjá henni, stakk höndunum á kaf í buxnavasana og fór að róta íil smásteinum með berum fótunum. Þau gátu alls ekki ímyndað sér, hvað orðið hafði af Hildu. Dúkkuhundurinn Lena var þarna líka og hugsaði svo ákaft, að hann fékk nærri því verk í viðarullar-hausinn sinn. „Elsku litla Hilda með litla óhreina nefið. Elsku litla Hilda með litla óhreina nefið. Hvar ertu og hvað ertu að gera? Nú hljóp Lena niður til andatjarnarinnar og veifaði skottinu. „Hafið þið séð . .byrjaði hún en lengra komst hún ekki, vegna þess að hún rann til í háium leirnum og datt 208

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.