Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Síða 9

Æskan - 01.04.1970, Síða 9
vatni, Gulabæ, hvítu kirkjunni og skólanum í Blómadal. Svo lá leiðin gegnum skóg, þar sem mikið af hesliviðarhnet- um lá á jörðinni, mætti hagamús á vegarkantinum og nokkrir lævirkjar sátu á símaþráðunum. Að síðustu komst hún að bjarnarberjarunnanum, sprengmóð ettir öll hlaupin. Hún gekk á milli runnanna, þefaði af þeim og rýndi inn í þá, en af því hlaut hún rispur á skrokk og andlit. Skyndilega kom hún auga á einhvern, sem hafði rauða hettu og sat og sneri baki að henni. „Heíur þú séð Hildu?" Sþurði hún en fékk ekkert svar. Henni heyrðist einhver flissa. Hún vildi sjá betur, hver þetta væri með rauðu hettuna á höfðinu, en festi sig þá á þyrnum. Henni heþpnaðist að losa sig eftir nokkrar lil- raunir. Þá kom í Ijós, að hún hafði fengið stóra rispu á aðra hliðina. „Selma hefur nál og þráð og saumar mig saman aftur,“ hugsaði hún með sér. „Þá verð ég heil og fín aftur.“ En nú stanzaði hún undrandi. Hver var þarna önnur en Hilda með rauðu hettuna sína? Elsku litla Hilda með bláu augun og litla, óhreina nefið. „Situr þú hér?“ spurði Lena. „Nú verður þú að koma með mér heim aftur." Og svo hljóp Lena sömu leið til baka gegnum bjarnar- berjarunnana, eftir þjóðveginum, fram hjá skólanum og hvítu kirkjunni í Blómadal, framhjá Gulabæ, og Mánavatni, yfir skurðinn og inn á kornakurinn. Hún stökk fram hjá fugla- hræðunni, sem veifaði til hennar um leið, hljóþ svo gegnum eplagarðinn, kringum andapollinn, fram hjá kalkúnunum og gæsunum. Alla leiðina sat Hilda á baki Lenu. Grísirnir hrinu, endurnar görguðu, kalkúnarnir kvökuðu og allir hinir fugl- arnir sungu af gleði. Elmer og Selma sátu enn við brunninn og Lena var að springa af mæði, þegar hún komst til þeirra. Elmer var að henda steinvölum í grindverk, en Selma grét og huldi andlitið í höndum sér. með skvettum í tjörnina. Hún lenti niður á botn en ílaut strax upp af því að hún var búin til úr tuskum og viðarull. Endurnar ýttu henni á land og þar lá hún um stund í sólinni og þornaði. „Hafið þið séð Hildu?" sþurði Lena, Þrátt fyrir það að vatnsdroparnir rynnu niður í gegnum nefið á henni. „Nei, við höfum ekki séð hana,“ svöruðu endurnar. Nú var Lenu allri lokið. Hvert gat Hilda hafa íarið? Elsku litla Hilda með litla óhreina nefið. Hvar ertu og hvað ertu að gera? Þá sögðu endurnar: „Spyrðu fuglahræðuna. Hún veit um allt, sem gerist hér.“ „Þakka ykkur íyrir upplýsingarnar,“ sagði Lena glaðlega °9 hljóp í sveig utan um andatjörnina og inn í eplagarðinn, íram hjá býflugnabúunum á smáraenginu og þá lenti hún inn í býflugnasveim. Hún herti á sprettinum en flugurnar fylgdu henni eftir. Þær bitu sig fastar í nef og háls Lenu, en þegar þær urðu þess varar, að Lena var bara úr tusk- urn, þá flugu þær vonsviknar leiðar sinnar. Loksins kom Lena inn á akurinn, þar sem íuglahræðan stóð. „Hefur þú séð Hildu?" spurði hún. En fuglahræðan haíði ekki séð Hildu í marga daga. Hún hafði séð hana í grennd við sig dag einn í vikunni næst á undan. Nú fór Lena að leita á kornakrinum. Hún hljóp þ.ar íram °g aftur, án þess þó að verða nokkurs vísari um Hildu. Að síðustu iagðist hún dauðþreytt til hvíldar og reyndi samt að hugsa um, hvar brúðan gæti verið. Hún sagði við sjálfa sig: „Ég verð að finna hana, svo að Selma hætti að gráta." Og enn einu sinni sagði hún við sjálfa sig: ..Elsku litla Hilda með litla óhreina nefið. Hvar ertu og hvað ertu að gera?“ Skyndilega datt henni gott ráð í hug. Hún brosti með sjálfri sér, dinglaði rófunni og reisti upp bæði eyrun. Gat verið að Hilda væri í bjarnarberjarunnanum? Hún stökk Vfir næsta skurð, inn á þjóðveginn, sem lá fram hjá Mána- 209

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.