Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1970, Page 10

Æskan - 01.04.1970, Page 10
TARZAN Tarzan leysti nú bönclin ai' þeim félögum og hvarf inn i skóginn, án þess að kveðja. „Stóríurðulegt, stórfurðulegt," varð prófessor Porter að orði, er hann sá kofann. „I>arna sjáið þér, Philander, að ég hafði á réttu að standa. Ég vona, að þér takið nú upp þann hátt hér eftir að lofa yður greindari mönnum að ráða stefnunni, ef við lendum aítur í skógar-villu.“ Philander gaf engan gaum orðum hans, svo feginn var hann að vera nú kominn heim til kofans aftur. Hann tók í liönd vinar síns og þeir hröðuðu sér inn til hinna, er fyrir voru, en eins og nærri má geta, varð mikill fagnaðarfundur, er þau voru nú aftur öll komin á einn stað, jalnvel þótt það væri í eyðikofa á ókunnri strönd Vestur-Afríku. Mikið töluðu þau um það, hver hann væri þessi ókunni verndarvættur þeirra. Esmeralda var alveg viss um það, að þetta væri engill af guði sendur. „Jæja, ef þú hefðir séð hann háma í sig hrátt kjötið al ljóninu, þá hefði nú kannski einhver efi komizt að um það, að hann væri af himneskum uppruna," sagði Clay- ton. „Jú,“ sagði Esmeralda, „sjáðu til, guð hefur sent hann í svo miklum flýti okkur til hjálpar, að gleymzt hefur að láta hann fá eldspýtur og ekki var þá urn annað að ræða en borða kjötið hrátt, fyrst hann gat ekki kveikt upp eld.“ „O-jæja. Ekkert fannst mér guðdómlegt við rödd hans!“ sagði Jane og hrollur fór um hana, er hún minntist hins hræðilega öskurs. Prófessor Porter lagði þetta til málanna: „Ekki hafði ég hugsað mér, að guðlegir sendimenn hefðu Jjann hátt á, að bregða reipi um háls tveggja hálærðra manna og teyma ]>á síðan eins og nautgripi gegnum skóginn!" ......... “ .... „Hér erum við komnar," kallaði Lena hróðug. Börnin hrópuðu upp af gleði, þegar þau sáu, hverjar komnar voru. Selma tók Hildu í fang sér og þrýsti henni að brjósti sér en Elmer strauk vingjarnlega yfir bómullar- hausinn á Lenu. ,,Þú ert duglegasti hundur I heiminum," sagði Elmer. Svo gekk Selma inn í húsið og sótti sér nál og þráð og saumaði saman allar rispurnar á Lenu. Hvað gerðu þær annars til, úr því að hún var duglegasti hundur i öllum heimi? Það hafði Elmer sagt. Emma L. Brock. í dögun næsta morgun vöknuðu ]>au öll banhungruð, því að ekkert höfðu þau liugsað um matseld í meira en sólarhring. Sjóræningjarnir á „Örinni“ höfðu látið þau fá dálítið af matvælum með sér til lands og nú konn' karlmennirnir þeim heim í kofann og allir söddu hungur sitt á þurru saltkjöti, grænmeti og kexi, einnig höiðu þau dálítið af tei og kaffi. Næst var svo að búa um sig í kolanum og varð þeiin íyrst fyrir að fjarlægja beinagrindurnar. Þeir Porter og Philander rannsökuðu beinin og komust að þeirri niðui'- stöðu, að tvær þær stærri væru af karli og konu af hvítuUi kynstoliii. Litlu beinagrindinni í vöggunni gáíu þeir lít' inn gaum, því að þeir töldu víst, að hún væri úr afkorn- anda hinna. Það var ákveðið að jarða beinin í gröf lraman við kofann. Þegar Clayton var að búa um stærri beinagrind- ina í segldúk, tók hann eftir gullhring, sem vafalaust hafði verið á fingri mannsins, er hann dó, því að hann sat enn á einni kjúkunni. Clayton skoðaði hringinn og rak þá upp undrunaróp. Á hringnum var skjaldarmerkt Creystoke-ættarinnar. í sama bili fann Jane bók í skápn- um með nafninu: John Clayton, London, á saurblaðinu- Á annarri bók stóð aðeins orðið: Greystoke. „Hvernig stendur á þessu?“ hrópaði Jane. „Það er nafn einhvers ættingja yðar á þessum bókum.“ „Og hér,“ sagði Clayton, „er signethringur Greystoke- ættarinnar, sem hefur verið týndur síðan John Claytou, frændi minn, lyrrverandi lávarður af Greystoke, hvarf ;1 sjóferð einni. Skýringin," hélt hann áfram, ,,er sú, að hér liggja leilar þeirra Greystoke-hjón. Þau hafa þá ekki drukknað, heldur dáið hér í kofanum." Með djúpt'1 lotningu báru þau bein þeirra lafði og lávarðar af Grey- stoke til grafar framan við kofann þeirra á strönd Alríku- Á milli þeirra í gröfinni lögðu þau litlu beinagrindinu af barni Kölu, apynjunnar í flokki Kerchaks apakóngs- Meðan Philander var að búa um litlu beinagrindin3 innan í segldúk, athugaði hann höfuðkúpuna nokkrá stund, og kallaði síðan á prófessor Porter. Þeir töluðu saman um ]>essi bein nokkra stund í hálfum hljóðunt- „Stórfurðulegt, — stórlurðulegt!“ sagði Porter og fægð1 gleraugun sín. „Þessu verðum við að segja Clayton ft'a> sagði Philander. „So-so, Philander, so-so,“ andmælti prófessorinn. ,,L:lt' um hina dauðu grafa hina dauðu.“

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.