Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Síða 29

Æskan - 01.04.1970, Síða 29
Sveitastjórinn ræSir við Þröst gamla. Sveitarstjórinn hélt áfram. Hann var að hugsa um það, sem Þröstur gamli sagði. En svo rann mörgundagurinn upp. Sólin skein í heiði. Það var um mitt sumar. Lúðrasveit þrastanna hóf leik sinn snemma morguns. Hún var vel æfð og lék hin fegurstu morguniög. Þeir, sem ekki voru vaknaðir við geisla sólar- innar, vöknuðu við yndislega tóna lúðrasveitarinnar. Rjóðr- ið var fagurlega skreytt. Allir voru í sólskinsskapi. Dómararnir stilltu sér upp á efstu greinunum í rjóðrinu. Keppendurnir höfðu allir dregið sér númer. Þeir áttu að hefja keppnina með stungu. „Númer eitt,“ kallaði einn dómaranna. Áhorfendur biðu spenntir. Fyrsti keppandinn var sonur sveitarstjórans. Hann stillti sér upp á keppnisgreinina. Svo stóð hann þar dálitla stund. Áhorfendur höfðu raðað sér allt í kringum svæðið og biðu nú eftirvæntingarfullir. Allt í einu steypti hann sér niður. Hann klauf loftið eins og ör. Nefið sneri beint niður. Vængirnir voru sem límdir við hann. Og rétt áður en hann settist sveif hann fallega upp á við og lenti fagurlega á lendingarþúfunni. Áhorfendnr lustu upp fagnaðarópi. En dómarinn kallaði ^ann klauf loftiS eins og orustuvél. í hátaiarann: „Ágætt. Ágætt. Hann hefur fengið tuttugu stig. En vinstri fótur var greinilega of krepptur.“ Þannig þutu þeir hver á íætur öðrum í vrækilegu ílugi. Stundum gekk allt vel, stundum voru sumir óheppnir. Þarna klauf einn loftið eins og byssukúla. Áhorfendur urðu orðlausir af spenningi. Skyldi honum heppnast að lenda fallega? En allt í einu brást honum bogalistin. Hann missti jafnvægið á síðustu stundu og lenti beint á höfuðið ofan í pollinn fyrir aftan þúfuna. Gusurnar gengu í allar áttir, svo að sumir dómaranna blotnuðu! En nú átti eldri sonur Þrastar gamla að stinga sér. Áhorfendur biðu milli vonar og ótta. Allir bjuggust við miklu. Sonur hans stillti sér nú upp. Hann beið andartak eins og hinir. Það var eins og hann væri að mæla vegalengdina. Síðan steypti hann sér niður. Hann fór svo hratt, að áhorf- endur gátu varla fylgt honum eftir. Og rétt áður en hann lenti fór hann snarlega í lítinn, fallegan hring og lenti síðan á þúfunni, teinréttur. Þrestirnir dönsuðu af fögnuði. Þeir föðmuðust. Þeir voru stoltir af því að eiga svo fiman fugl. „Ágætt," kallaði þulurinn. „Hann fær þrjátiu og tvö stig. Minnsta táin á hægra fæti hefði mátt vera fallegri.” Þrestirnir hrópuðu enn hærra, og keppninni var haldið áfram. Loks kom að þriðja syni sveitarstjórans. Hann var stór og stæðilegur, mjög þroskaður eftir aldri. Stunga hans var fimieg og lendingin frábær. Þulurinn tilkynnti í hátalaranum: „Hann hefur hlotið flest stigin enn sem komið er. Þrjátíu og fimm stig.“ Enn dundu húrrahróp þrastanna við, og síðasti keppand- inn steig fram. Það var yngri sonur gamla Þrastar. Enginn bjóst við, að honum tækist að sigra. Áhorfendur steinþögðu, þegar hann steypti sér niður af greininni eins og elding. Á leiðinni snerist hann í ótal hringi, eins og flugvél, sem hrapar. Hann var jafnfIjótur hinum. Hver vöðvi líkama hans virtist samstilltur. Lending hans tókst með ágætum. Áhorfendur voru ekki í neinum vafa um sigurinn. „Þar kom sigurvegarinn,“ kallaði þulurinn eftir nokkra stund. Dómararnir höfðu verið að bera sig saman. „Hann fær fjörutíu stig.“ Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Lúðrasveitin lék fjörug lög. Þrastakórinn söng fáeinar gönguvísur. Og keppn- inni var haldið áfram. Næst var keppt í svifi. Síðan var keppt í hindrunarflugi. Það þótti áhorfendum mest gaman að sjá. Þeir þutu gegnum trjáboli, yfir og undir greinar, kringum tré og köfuðu grunnt eftir ánamöðkum. En aðal greinin var þó fluglistin. Og i þeirri grein sigraði einnig sonur Þrastar gamla. Áhorfendur hópuðust nú í kringum þau hjónin. En þulur- inn kallaði á Þröst gamla og bað hann að koma upp á verðlaunapallinn. En allt í einu kvað við ægilegt viðvörunarkvak. Kötturinn var að koma. Þrestirnir flugu leiftursnöggt hátt upp í tré. Kötturinn kom á hendingskasti og ætlaði að hremma þá. Hann heyrði í þeim og læddist eins nærri þeim og hann þorði. En enginn þrastanna þorði að hreyfa sig. Þeir sátu eins og negldir á greinarnar og horfðu hræddir til jarðar. 229

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.