Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1970, Qupperneq 33

Æskan - 01.04.1970, Qupperneq 33
/^RIÐ 1941 fengu skátarnir afnotarétt af jörSinni Úlfljótsvatni í Grafningi fyrir sumarstarfsemi sína. í mörg sumur var Þar skátaskóli bæði fyrir stúlkur og drengi, núna síðustu árin hefur einungis verið um dvöl fyrir stúlkur að ræða. Hefur það Þreytzt úr skátaskóla í sumarbúðir íyrir telpur á aldrinum 7—12 ára með vikudvöl ! ágúst fyrir eldri telpur, 13—14 ára. Er Þessi sumardvöl rekin af Bandalagi ís- 'enzkra skáta undir stjórn kvenskátafor- 'ngja, og með skátasniði. S.l. sumar dvöldu að ÚlfIjótsvatni 177 telpur, dvalardagar v°ru 2150. Forstöðukona var frú Ingibjörg Rorvaldsdóttir, skátaforingi. Margar eru þær orðnar stúlkurnar, sem hafa dvalið í skátaskólanum að Úlfljóts- vatni, og ekki er að efa, að um þá dvöl ei9a margir góðar minningar. Ég var þar ' 7 sumur, og þrátt fyyir rigningu, mýflugur °g ekki sem bezta aðstöðu, eða öllu heldur iéiegan aðbúnað, eru minningarnar frá ver- unni þar eins og leiftrandi perlur á snúru. ^iit, sem erfitt var, er gleymt, en sólskins- standirnar lifa og verða því skærari Bem lengra líður, eins og venja er um fagrar aiinningar. Með þessum línum var það meining mín að Vekja athygli á starfinu á Úlfljótsvatni, °g drepa rétt aðeins á eina eða tvær Úlfljótsvatn „gamlar" sögur, en nú leita þær á svo að segja í tonnatali — hvað á að taka? Það verður fyrir mér eftirmiðdagur í grenjandi rigningu, ekki hundi út sigandi, hvað þá heldur skáta. Við sátum í „drekku- tímanum", sem sumir kalla svo. Það voru hálfgerð leiðindi i sumum telpunum. Við vorum þó búnar að syngja og spila, segja sögur og masa rétt eins og gerist á bezta kvenfélagsfundi. Ein er byrjuð að snökta og vill fara heim. Þá dettur mér í hug að spá fyrir þær í kakókönnurnar. Sem sagt ég spái þarna í 18 kakókönnur, og sú sem grét er löngu hætt. Þá segir ein 9 ára hnáta: „Sérðu ekki, hvort ég giftist?" Ég hafði satt að segja ekki reiknað með svo- leiðis sþádómi fyrir Ijósálfa (skátarnir voru i ferðalagi). Jú, ég tók könnuna hennar, sá mann, pels, utanlandsferð, pakka, já þetta venjulega, og endirinn varð sá, að ég íór að ,,finna“ ýmislegt fyrir þær allar, svo könnurnar 18 fengu aðra yfirferð. Og eng- um leiddist lengur, allar voru orðnar sáttar við tilveruna, svona skal stundum litið til. Eitt af því sem allar urðu að gera, var að þvo sokkana sína og stundum gallabuxurn- ar. Þetta var nú spennandi. Þvegið var úti á palli eða niður við læk og buxurnar skrubbaðar á gamalli koju, sem lá á hvolfi. Það kom nú íyrir, að það hefði þurft að leggja þvottakonurnar í bleyti að loknum þvotti. Kvöldvökur voru alltaf öðru hverju, og alltaf á laugardagskvöldum. Einu sinni var leikrit, sem hét „Undradýrið“ það voru auð- vitað 2 telpur með skálateppi yfir sér og útbúinn eins konar haus, en ekki sá,,dýrið“ neitt. Dýrið át ýmislegt, sem eigandinn gaf því, en sparkaði svo aftur íyrir sig miklu stærri hlut, heldur en það fékk. T. d. ef því var gefinn lítill bolti, þá kom út vót- bolti. Ef það 'fékk gamlan vannbursta, kom gólfskrúbbur o. s. frv. Nú var eigand- inn með „dýrið" frammi í eldhúsi en „þart- arnir" voru ekki þáðir jafnviðbúnir, svo þeg- ar sá mikli kúreki kom með praktugheitum spígsporandi inn og tilkynnti, hið mikla „furðudýr", varð afturendinn eftir frammi í eldhúsi, en framparturinn var heldur en ekki vesaldarlegur. Allir skelltu upp úr, þeg- ar sú, sem átti að vera afturparturinn, kom hlaupandi og smeygði sér undir íepp- ið, en leikurinn hófst eins og ekkert hefði í skorizt og allir skemmtu sér konunglega. Já, margt álíka skeði á Úlfljótsvatni, en of langt yrði það hér upp að telja. En örugglega verður mörgum á að hugsa til gamla söngsins: „Austur aftur unaðs- land, unaðsland, endurnýjum aftur okkar bræðra band.“ H. T. Rammi mótsins verður regnboginn, sem hvelfist yfir öll lönd jarðarinnar. Hann tengir okkur saman þótt hann sé hverfull og komi og fari eins og erlendu skátarnir, sem koma á mótið, en eftir verður marglit minning í hug- um okkar. Liti hans finnum við alls staðar í náttúrunni, í lofti, á láði og legi. „Á Landsmótið langar mig líka að fara . ..“ 27. júlí — 3. ágúst 233
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.