Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1971, Page 39

Æskan - 01.02.1971, Page 39
Þann 23. janúar s.l. hélt Ey- firðingafélagi5 í Reykjavík sitt tuttugasta og fyrsta þorrablót. '|,fir 20 konur, börn og ungling- ar unnu fyrir hófið að því að skera út laufabrauð og baka, an laufabrauð er ómissandi við °fl stærri hóf í sveitum norð- ar|lands, til dæmis í Eyjafirði. Hvernig er laufabrauð búið til? Við skulum þá fyrst slá UpP í matreiðslubók Jónínu ^igurðardóttur, en hún segir SVo um laufabrauð: „500 g Veifi, 65 g smjör, 15 g sykur, f tsk. lyftiduft (ger) og 250 g atjólk. —. Smjörinu og lyftiduft- |nu er nuddað saman við hveit- sykurinn látinn í og vökvað mjólkinni, sem bezt er að afa snarpheita. Þetta er hnoð- að Þar tii deigið er orðið sPrungulaust, þá er það breitt ut Þunnt og skornar úr því kök- Ur undan diski, með kleinuhjóli. ökurnar eru látnar vera á köld um stað dálitla stund. Svo eru skorin með hníf ýmiss kon- ar lauf, rósir, blöð, stafir o. fl. í hverja köku. Kökurnar eru svo soðnar í vel heitri tólg, sama dag og deigið er búið til, þar til þær eru orðnar Ijós- brúnar." Laufabrauðið er gott brauð og oft er það raunin, að þegar fólkið er leitt orðið á sæta brauðinu, borðar það laufa- brauðið með góðri lyst. Börnum og unglingum þykir mjög gaman að spreyta sig á laufaskurðinum, og eru til ým- is „klassísk" mynztur eins og til dsemis Níu-blaða-rós, jóla- tré o. fl. Nú eru gömlu trépott- hlemmarnir úr sögunni, en þeir voru mikið notaðir við skurð- inn I gamla daga. I staðinn má nota hvaða slétta fjöl sem er, en ekki er ráðlegt að skera á borðplötum vegna hættu á skemmdum. Þegar kakan er til- búin til skurðar, má leggja hana tvöfalda, svo hún myndi Magðalena Sigrún Ásbjarnar- dóttir að skera lauf. eins konar hálfmána. Síðan eru skornar smárifur á ská niður eftir beinu línunni. Svo er kakan tekin og henni snúið í hálfhring og flett sundur, þá snúa oddarnir á laufunum upp frá manni. Takið með hnífs- oddinum næstneðsta laufið og sveigið aftur yfir sig og setjið broddinn á því fastan með því að þrýsta á með hnífsoddin- um. Takið því næst lauf nr. 4 og sveigið broddinn á því nið- ur að broddi nr. 1 og setjið fast. Nr. 6 er sett á broddinn á nr. 3 og svo koll af kolli. Þegar hver kaka er fullskorin, þarf að pikka eða stinga í hana með hnífsoddi eða bandprjóni. Það er gert til þess að ekki komi of margar loftbólur ( kök- una í suðunni. Laufabrauðs- skurður reynir á hugmyndaflug og listræna eiginleika þess er sker. Og oft verður raunin sú, að allt heimilisfólkið fer að skera, og koma þá fram marg- ar tegundir af skurði. Laufa- brauðið þolir vel geymslu og meira að segja telja margir, að það batni við geymsluna. Hnerrar Sá siður er talinn mjög gam- all í Evrópu, að menn lögðu I það hátíðlega merkingu, ef ein- hver hnerraði og töldu, að æðri öfl væru að verki. Það gat boð- að sjúkdóma og hvers kyns óhamingju, eftir því hvernig á stóð, og sló óhug á alla. Það varð því regla, að allir við- staddir sögðu: „Guð hjálpi þér," en sá, sem varð fyrir því að hnerra, signdi sig. Til dæm- is var það óheillavænlegt, ef brúður hnerraði á giftingardag- inn. í Frakklandi gengu menn loks svo langt í því að votta samúð sina, að þeir tóku ofan fyrir þeim, sem hnerraði, en hann þakkaði fyrir sig á sama hátt eða með handabandi. 39

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.