Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1975, Qupperneq 4

Æskan - 01.02.1975, Qupperneq 4
fræðinga og gullnáma ( augum þeirra, sem vilja kynna sér listsköpun Edvards Munchs. Og búist er við að fræðimenn víða að úr heiminum verði tíðir gestir í safninu. LISTAMAÐURINN Edvard Munch, frægasti málari Nor- egs, var fæddur 12. desember 1863. Hann ólst upp f Osló hjá foreldrum slnum, sem voru vel menntuð. En trúar- ofstæki föður hans og dauði móður hans og einkasystur mörkuðu spor sfn í viðkvæma lund hans. Árið 1880 ákvað hann að gerast .málari og tók þá að um- gangast listamenn, skáld og málara, sem höfðu mótast af róttækum hug- sjónum þeirrar tíðar og bóhemisma. Allir þessir þættir speglast í list hans á ungdómsárunum, en árið 1885 hafði list hans náð fullum þroska. Tæknilega séð eru aðaleinkenni hennar natúral- ismi f frönskum stíl, sem smátt og smátt þróaðist upp í impressjónisma og neo- impressjónisma, sem Munch kynntist á námsárum sínum í Frakklandi 1889— 92. Um 1890 hafði hann tileinkað sér persónulegan stfl, sem byggðist á kröft- ugum línum og einfaldleika formsins. Viðfangsefnin urðu nú fjölbreyttari, mál- uð í samræmi við tjáningarhugmyndir samtíðarinnar, en byggðust fyrst og fremst á kynnum listamannsins af ást og dauða, sjúkdómum, hræðslu, þung- lyndi, girnd og afbrýðisemi. Þessir þætt- ir komu greinilega fram í myndaflokki, sem hann nefndi „Æviskeiðið". List Munchs mætti litlum skilningi f heimalandi hans, en myndir hans vöktu athygli f Þýskalandi, þar sem hann dvaldist 1892—95 og oft síðar; einnig í Frakklandi, þar sem hann bjó á árun- um 1896—97. I þessum utanlandsferð- um kynntist hann fjölda forystumanna f andlegu Iffi Evrópu, sem áttu drjúgan þátt í að móta menningarlíf samtíðar- innar. Jafnhliða varð hann um þetta leyti fyrir sterkum áhrifum frá málurum eins og Gauguin, van Gogh og Tou- louse-Lautrec. Um árabil flakkaði Munch um Evrópu, hélt margar sýningar og naut vaxandi frægðar; listasöfn keyptu verk hans og óteljandi einkaaðilar. En sjálfur varð hann sífellt taugaveiklaðri. Eftir að hafa legið á sjúkrahúsi um nokkurt skeið árið 1909, ákvað hann að snúa við til sfns heima og setjast að f litlum bæ við Oslóarfjörð. Þar vann hann að hin- um miklu skreytingum við Aula háskól- ans í Osló. Þv! glæsiverki lauk hann 1916 og með þvf ávann hann sér þá viðurkenningu f föðurlandinu, sem hann hafði þráð alla ævi. Átti það sinn þátt f þeim breytingum, sem um þetta leyti urðu á list hans, drungi og svartsýni viku úr myndum hans fyrir lífsþrótti og hamingju og hinar hefðbundnu kröftugu línur breyttust í frjálsleg strik, jafnframt því sem litagleðin'varð meiri. Eftir þetta lifði Munch að mestu leyti í Noregi og dvaldi lengstum á eign sinni, Ekely við Osló. Þar lifði hann fá- breyttu lífi, dró sig inn í skel sína, um- gekkst fáa og gaf sig óskiptur að list sinni. VERK HANS Edvard Munch hélt sjálfstæða „yfir- litssýningu" á verkum sínum 1889, og var fyrsti norski listamaðurinn, sem hafði þor til þess. Sumpart gerði hann þetta til að sýna að hann, aðeins 25 ára gamall, var þroskaður listamaður, sem gæti bent á „ævistarf", en mest til að tryggja tilveru sína og framtíð fjárhags- lega. Með aðstoð eldri málara, sem stóðu traustari fótum í þjóðfélaginu, fékk hann þriggja ára styrk frá ríkinu. Styrkinn notaði hann til námsferðar til Frakklands árin 1889—91. Áhorfendur jafnt sem gagnrýnendur tóku sýningunni af skilningi. Málarinn var að vfsu talinn efnilegur, en myndlr hans yfirleitt taldar „ófullgerðar" og viðfangsefnin ekki alltaf „viðeigandi" f augum góðborgaranna. Nokkur málverk- anna á sýningunni 1889 eru nú talin meðal höfuðverka listamannsins, þar var t. d. myndin „Kynþroski" og „Dag- inn eftir“, og myndirnar frægu „Vor“ og „Sjúka barnið". Fyrstu myndir Munchs einkennast af natúralisma sinnar samtiðar, en hann var fljótur að hverfa frá þeirri stefnu, þegar hann kynntist hinni glæsilegu litameðferð frönsku impressjónistanna. Fljótlega snýr hann bakinu við hinum hlutlægu viðfangsefnum og tekur að mála raunveruleikann. „Ég mála ekki það sem ég' sé, heldur það sem ég sá.“ Það sem hann sá, var hin raunalega æska hans, þjökuð af sjúkdómum og dauða á heimilinu, vinahópurinn yfir- leitt gersneyddur skilningi á mannlegu eðli og erfiðleikum ástarinnar. Munch varð rétt fyrir aldamótin fyrir miklum áhrifum frá van Gogh, Gauguin, Tolouse-Lautrec og Pucis de Chavann- es og vegna áhrifa frá þeim lagði hann mikla rækt við þá mynddrætti, sem hann hafði þegar tileinkað sér á miðj- um níunda tug aldarinnar. Myndir hans voru oft byggðar upp af bogadregnum línum, sem höfðu sefandi áhrif. Andlits- myndir hans minntu stundum á egypska list, sem hann fékk fram með einföldum en skapbrigðaríkum strikum. Minnisblöð hans frá 1889 gefa til kynna að hann hefur fjarlægst hið hárnákvæma form natúralismans: „Enginn ætti lengur að mála umhverfi, lesandi fólk og prjón- andi konur, heldur lifandi fólk, sem andar og finnur til, þjáist og elskar." I þessu sambandi minnast menn myndaflokks, sem hann nefndi „Ævi- skeiðið". Löngu seinna gaf hann eftir- farandi skýringu á þessu verki: „Ævi- skeiðið er myndakeðja, sem í heild bregður upp mynd af lífinu. Gegnum það liggur bugðótt ströndin, fyrir utan hana hafið, sem alltaf er á hreyfingu, og undir trjákrónunum bærist margvís- legt líf, gleði og sorg. Æviskeiðið er hugsað sem Ijóð um lífið, um ástina og dauðann." Athyglisverðar myndir úr þessum flokki, sem hann þó aldrei gat tvinnað saman, eru: „Dulúð strandar- innar", „Röddin", „Dans lífsins", „Þung- lyndi“, „Adam og Eva“, „Madonna", „Koss“, „Blóðsuga", „Aska“, „Hræðsla", „Ópið“ og „Dauðinn f sjúkraherberginu." í kjölfar „Æviskeiðsins" komu svo hinar miklu skreytingar við Aulu há- skólans í Osló; þar eru persónurnar sýndar [ mannlegra Ijósi en í mynda- flokknum og stafar það af hinu breytta lífsviðhorfi listamannsins. Hann hneig- ist að heimspeki Nietzsche og Kierke- gárds um þessar mundir og gerist frá- hverfur symbolismanum, sem hann hafði átt þátt í að móta ásamt vinum sínum í Berlín (m. a. Strindberg, Stani- slaw Przybyzewski og Gunnari Heiberg). Hann lýsir ekki lengur fólkinu með til- liti til mannflokka heldur f sólböðuðu umhverfi og oft við vinnu. Fyrstu mynd- irnar af þessu tagi urðu til á árunum 1906—08 og má f þessu sambandi nefna „Þrír mannsaldrar", þar sem þrjár kraítalegar verur rísa úr sæ f skörpu sólarljósi.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.