Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1975, Page 6

Æskan - 01.02.1975, Page 6
Holmenkollen-mótiS er meö frægustu skíðamótum í heimi, og þangað þyrpast útlendingar í þúsundatali, auk þess sem 50—60 þúsund NorSmenn eru ævinlega viðstaddir meðfram skíðabrekkunni. En í mótinu taka þátt allir bestu og mestu skíðagarpar Noregs og allmargir út- lendingar. (slenskir skíðamenn hafa nokkrum sinnum keppt í móti þessu. RÓSIR voru þekktar löngu fyrir Krists burð. Vegna fegurðar sinnar og yndis- leika eru þær oft kallaðar drottningar blómanna. Rósirnar eru ákaflega margs konar að lit og lögun, svo að talið er að til séu yfir þúsund afbrigði. Rósirnar hafa oftast hvít, gul eða rauð blóm. SAXÓFÓNNINN Adolf Sax, ungur belgískur hljóðfæra- smiður, datt ofan á hugmyndina að saxófóninum þegar hann var að gera tilraun með munnstykki af klarinettu og málmlúðri. Hann tók einkaleyfi á hugmynd sinni 1846, en hafði ekkert upp úr því. Tónlistargagnrýnendur líktu tóninum í saxófóninum við breima væl ( ketti og baul ( kú. Árið 1884 lót Sax hljóðfæri sitt á sýn- ingu í París, en áður höfðu ýmis tón- skáld, þeirra á meðal Verdi, Berlioz og Rossini, kynnt sér það. Þeir sömdu verk fyrir það, og brátt var það orðið fast hljóðfæri ( öllum herlúðrasveitum. Sax dó í fátækt 1896 án þess að hafa nokkurt hugboð um tilkomu jazzins. Árið 1914 kom saxófónninn fyrst fram ( New Yörk ( danshljómsveit, og slðan hefur hann verið eitt aðalhljóðfærið í öllum jazzhljómsveitum heimsins. Litla manneskjan itlu manneskjunni þótti ákaflega gaman að koma upp á fjórðu hæð til gamla mannsins og gömlu konunnar. Það var eins og að ferð- ast í annað land og sjá framandi þjóðir. En öll sín ferðalög þangað upp hafði hún átt undir náð fuilorðna fólksins, og það var náð, sem farin var að verða þreytandi. Hún tók nú til sinna ráða og fór að baksa við að komast þetta upp á eigin spýtur. En það var erfitt ferðalag. Sextán háar tröppur. Og þetta voru ekki tröppur. Það voru klettahjallar, hver hjallinn upp af öðrum, alla leið upp á fjallsbrún, sem var svo langt fyrir ofan höfuðið á litla ferfætlingnum, að hann sá varla upp á hana. En litla stúlkan var kjörkuð og lagði á brattann, kleif á fjórum fótum hvern hjallann af öðrum, þar til hún var komin upp á efstu brún. Þá kom það fyrir, að hún settist á brúnina og hvíldi sig svolitla stund og horfði niður farinn veg og hló og sagði einhver ósköp um klifrið sitt upp, sem gamli maðurinn botnaði ekkert í. Þetta var nú meira afrekið. Þegar hér var komið sögu, fór ferðum litlu manneskjunnar að fjölga upp til gamla mannsins og gömlu konunnar. Hún tilkynnti alltaf komu sína með því að klappa nokkur auðþekkt högg á gangarhurðina. Þá sagði gamla konan: „Nú eru fíflahöggin komin,“ og gekk til dyra og opnaði hurðina og hleypti gestinum inn. Þetta var einkennilegur gestur. Hann heilsaði aldrei og kom skríðandi inn úr dyrunum og sentist eins og skot inn ganginn og rakleitt inn í eldhúsið. Þetta var ennþá löng leið, og gestinum var of mikið niðri fyrir til að tefja sig við að haltra hana áfram á fótunum, lengi eftir að hann lærði þá list að ganga. Hann greip alltaf til skriðsins, þegar honum lá mikið á, en notaðist við fæturna, þegar hann var að frílista sig í heiminum. Hann settist á eldhúsgólfið, þegar hann kom inn, og skimaði um þessa nýju tilveru, sem alltaf var jafnnýstárleg og heillandi. Og gamla konan og gamli maðurinn spurðu hana frétta neðan af 'þriðju hæð, en þaðan var sjaldan mikið ( fréttum. Fullorðna fólkið kallaði hana Helgu og Helgu Jónu, þegar það vildi setja meiri svip á persónu hennar. Sjálf hafði hún aldrei nefnt sig neinu nafni, og hún kom þegjandi Inn úr dyrunum, þegar gamla konan og gamli maðurinn tóku á móti henni. Hún var ópersónuleg eins og hann Gvuð, og það var ekki leiðum að Kkjast. En svo byrjaði hún að þokast ofurlltið frá honum Gvuði, eins og öll börn höfðu gert á hennar aldri, og þá fór hún að geta kynnt sig eins og höfðingjar þessa heims, þegar hún kom upp til gamla mannsins og gömlu konunnar. Hún sagði: „Egga la!“ „Hvað er hún nú að segja?" spurði gamli maðurinn. „Skilurðu það ekki?“ sagði gamla konan svolítið hreykin. „Nei,“ svaraði gamli maðurinn hálf-skömmustulegur. „Þetta skil ég,“ sagði gamla konan dálítið vel með sig. „Það er Helga litla." Nú skildi gamli maðurinn það. Egga la! — Helga litla! Stundum sagði hún, þegar hún kom inn i ganginn: „Egga la naa!“ Þessu skildi gamli maðurinn ekkert upp eða niður í og spurði gömlu konuna: „Hvað á þetta naa að þýða hjá henni?“ „Skilurðu ekki þetta? Ég held þú sért nú orðinn kalkaður. Ég er nú bara hrædd,“ svaraði gamla konan ómjúk ( máli. Gamli maðurinn þagði. „Hún er að segja: Helga litla hérna!“ sagði gamla konan svolítið mýkri á manninn. 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.