Æskan - 01.02.1975, Side 7
NEPTÚNUS
KONUNGUR
FLYTUR
Neptúnus konungur varð daufur á
svipinn.
— Skautar eru fyrir þá, sem eru
ungir, sagði hann. — Þeir eru ekki
fyrir svona gamalt fólk eins og mig. Þið
vitið, að ég er mjög gamall.
— Hversu gamall? spurði Maja.
— Eins gamall og englarnir, sagði
Neptúnus konungur, — eins gamall og
hafið, — eins gamall og hin sjö höf.
— Ertu eldri en afi? spurði Kláus.
— Ég er eldri en allir afar I heim-
inum, sagði Neptúnus konungur. — Og
ég er allt of gamall til þess að hlaupa
um á skautum. Jæja, það er víst tími
til kominn fyrir mig að fara að kveðja
ykkur.
— En segðu okkur, hvert þú ferð,
sagði Maja. — Við vildum svo gjarnan
geta sent þér eitt bréfspjald einhvern
tíma í vetur, svona til þess að láta þig
vita, hvernig líður hér um slóðir.
— Ég skal fúslega segja, hvar ég
verð, sagði Neptúnus konungur.
Síðan hló hann með sjálfum sér og
tók snigil upp úr vasa sínum, hvítan
að lit. Hann rétti Maju snigilinn.
— Þú þarft ekki að senda mér neitt *
bréfspjald, sagði hann. Þú getur talað
við mig f gegnum snigilinn, þegar ég
er farinn I burtu. Þú setur hann upp
að eyranu, og þá heyrir þú mig tala.
— Eins og í síma? spurði Kláus.
— Já, eins og í snigilsíma, sagði
Neptúnus konungur. — Ég kem til með
að dvelja í höll minni á botni Miðjarðar-
hafsins. ,
„Hún er þá víst að vekja athygli okkar á dugnaði sínum að hafa klifrað upp
alla klettahjallana,“ hugsaði gamli maðurinn, en sagði það aldrei við nokkra
manneskju.
Það var lengi sífelld nýjung að sitja á eldhúsgólfinu og láta gúkku vera
lifandi stelpu og vuwa lifandi hund eða bara að horfa á hlutina, sem þar voru
inni, Ijósin, borðin, eldavélina, listaverkin í gólfdúknum, myndina á vegg-
almanakinu og allar skúffurnar og skáphurðirnar með gljáandi opnurum, sem
gamla konan geymdi bak við ósköpin öll af dularfullum auðæfum.
Þetta varð þó hversdagslegt með tíð og tíma. Litla sálin þráði svolitla til-
breytingu, ofurlítið ferðalag eins og stóra fóikið. Og nú tók hún dodd, sem
stóð á eldhúsgólfinu og setti hann við eldhúsborðið undir dularfullu skápun-
um. Svo klifraði hún upp á doddinn og af honum upp á borðplötuna og settist
þar niður og skimaði um allt eldhúsið. Þvílík dýrð! Egga la var orðin eins og
fjallgangari, sem stendur uppi á Bárðarbungu í sólskini á sumrin og horfir
yfir landið sitt, sem hann elskar svo mikið, að hann vill gefa Ameríkönum það
til þess að drepa og sprengja Rússa. Hún var komin næstum eins hátt upp og
Ijósið á veggnum á móti henni, og hér var svo bjart og skemmtilegt. Og héðan
var eldhúsið orðið allt öðruvísi en þegar maður horfði á það neðan af gólfinu.
Ljósið uppi í loftinu var næstum hjá manni, og hér var það miklu bjartara en
þegar maður sat niðri á gólfi. Skáparnir á veggnum slúttu fram yfir höfuðið
á manni eins og voldug standbjörg. Allir hlutir niðri á gólfinu voru orðnir litlir
og lítilfjörlegir, en sjálf var hún orðin stór og myndarleg. Hún var orðin miklu
stærri en gamla konan, sem sat á sínum doddi við hitt eldhúsborðið, saum-
andi og hjalandi við stóru manneskjuna. Egga la veifaði höndunum og rak
upp skellihlátur. Gamla manninum fannst gömlu konunni þykja nóg um, hvað
Egga la var orðin stór. Hún kallaði hláturinn hennar fíflahlátur.
Ennþá furðulegri nýjung var þó að mega taka sér ferð á hendur inn í stof-
urnar hinumegin við ganginn. En þangað gat litla manneskjan ekki komist ein.
Landamærin voru lokuð eins og í stóru löndunum. Og hún var svo skelfing
stutt sér, að hún náði ekki upp til landamæravarðanna. En gamli maðurinn,
sem litla stúlkan var byrjuð að líta á eins og almáttugan töfrakarl, þó að hann
væri mesti auli að skilja málið hennar, hann gat alltaf snúið landamæravö/ð-
unum um fingur sér og opnað fyrir hana leiðina inn í þessi dýrðarríki.
Stundum sat hún utan við hurðirnar og klappaði á þær ofurlítil sérkennileg
högg, eins og hún væri að vonast eftir, að hann Gvuð kæmi innan úr stof-
unni og addaði fyrir hana. Þetta sá töfrakarlinn oft úr eldhúsinu og aumkaðist
yfir stuttu manneskjuna og varð alltaf á undan honum Gvuði að adda hurðirnar.
Nei-nei! Hér var nú margt fallegt að sjá, þegar undralandið blasti allt i einu
við augum hennar, um leið og hún skreið inn yfir landamærin. Þetta var eins
og hjá stóra ferðafólkinu, sem kemur á lassfossunum suður til Kaprí. Hér
voru margir fínir doddar og skápar, gljáandi borð, stór sóffi, sem var eins og
fallegur leikvöllur, púðar með hríslum og blómum og spaugilegum dýrum
hlaupandi á sér. Á einum púðanum var ógurlega Ijót skepna með vængjum og
hræðilegum hala og galopnum munni, sem hún teygði tunguna langt út úr,
eins og hún ætlaði að sleikja litlu manneskjuna ofan í sig. Á einum veggnum
var teppi með mörgum klukkum á, allavega litum, en þær gátu ekki hringt
eins og klukkan á jólatrénu heima hjá Eggu la. Á hinum veggjunum voru
myndir af húsum og fjöllum og grasi og mönnum og sjó og skýjum, og þar
voru líka myndir, sem enginn vissi af hverju voru, nema gamla konan. Og hér
voru inni spegilgljáandi ker og öskubakkar, og á þeim voru fallegar myndir.
Á gólfunum voru rósótt teppi og blóm í gluggunum, og allt, sem maður sá út
um gluggana, var svolítið öðruvísi en úr gluggunum heima hjá Eggu la. Svo
var lifandisósköp af gylltum bókum, og litla manneskjan hafði einhvern grun
um, þó að lítil væri sér, að í sumum þeirra væru merkilegar myndir, sem gaman
væri að skoða. Það var eina þekking litlu stúlkunnar, sem gamla manninum
var ekki vel við.
I einu horninu á fallegri stofunni var skápur með útskornum myndum á. Þar
var mynd af litlum lassfossi, og í lassfossinum voru tveir skeggjaðir karlar og
annar var að blása í lúður, sem var eins og jólalúður, sem litla manneskjan
hafði séð. Svo var önnur mynd af einhverju dýri, sem var eins og vuvvi. Það