Æskan - 01.02.1975, Page 8
var með opnan kjaftinn og beit yfir hönd á karli, sem stóð fyrir framan það,
og fyrir aftan dýrið stóð annar karl og var að reka eitthvað í hnakkann á því.
Á skápnum voru fleiri myndir, og þær voru allar eins og menn.
Egga la skoðaði þetta allt með miklum áhuga og þolinmæði. Hún reif aldrei
neitt né sleit. Hún hafði aldrei hönd á nokkrum hlut. Hún skoðaði hlutina
aðeins með augunum, en aldrei með höndunum eða munninum. En hún potaði
stundum sleikjufingrinum sínum að því, sem mest gagntók litla hjartað hennar
og sagði eitthvað um það, eitthvað, sem gamli maðurinn hélt, að væri mjög
merkilegt, en honum fór lítið fram í að skilja málið hennar.
Gamla konan sagðist aldrei hafa haft jafnprúðan gest í stofunum sínum.
Hún sagði nú reyndar svolítið meira. Hún sagði: .,,Ég hef aldrei þekkt jafn-
einstakt barn.“ Hún skjögraði frá einu furðuverkinu til annars, þegar stutt var
á milli þeirra, en allar langferðir um gólfin brá hún sér á fjórum fótum. Stundum
sat hún lengi fyrir framan karlaskápinn í horninu og skoðaði myndirnar á
honum eins og lærður listfræðingur. „Kannski hefur hún verið listfræðingur
í fyrra jarðlífi," hugsaði gamli maðurinn.
Það var þó einn hlutur í stofunum, sem tók alveg stjórnina af höndunum
á litlu manneskjunni, þegar hún kom nærri honum, eftir að hún var orðin svo-
lítið eldri. Það var ein skúffan í skrifborði gamla mannsins. Það kom fyrir að
hún dró hana út og handlék ýmislegt í henni, án þess að biðja gamla manninn
um leyfi. En þessi skúffa var líka sannkölluð draumaskúffa. í henni geymdi töfra-
karlinn mælingarverkfærin sín og margt fleira fallegt og skrýtið.
Það voru tveir tommustokkar með mörgum strikum og tölustöfum og sirkill,
sem hægt var að skrúfa, svo að kjafturinn á honum var stundum lítill og stund-
um stór. Hann hafði töfrakarlinn til að mæla, hvað langt væri frá einum stað
til annars á myndunum, sem hann átti af íslandi og öllum heiminum. Það sá
litla manneskjan oft. Þarna var líka annar mælari, sem töfrakarlinn mældi með
á myndunum. Hann var næstum eins og úr og lítið hjól neðan í honum, sem
töfrakarlinn renndi eftir myndunum, þegar hann var að mæla. Þá hreyfðist
vísir, sem var í mælaranum, og sagði töfrakarlinum, hvað eitthvað væri langt.
Það var mjög skrýtið.
Svo var loftþyngdarmælarinn, sem töfrakarlinn kallaði líka hæðarmælará. [
honum var vísir eins og á úri, og þegar töfrakarlinn bar mælarann ofan af
fjórðu hæð niður á götuna, þá færðist vísirinn ofurlítið til. Töfrakarlinn sagði
það væri af því, að loftið væri svolítið léttara uppi á fjórðu hæð en niðri á
götunni. En það skildi enginn.
Þá má ekki gleyma sporamælaranum. Hann var eins og plnulítil klukka með
fjórum visirum. Töfrakarlinn stóð upp af stólnum sínum við skrifborðið og
hengdi mælarann utan á annan véstisbrjóstvasann sinn. Svo fór hann að ganga
til og frá um stofugólfin. Þá gelti eitthvað innan í mælaranum, og allir vísir-
arnir voru farnir að hreyfast. En skrýtið! Litla manneskjan glápti á töfrakarlinn
og hlustaði. Svona gekk hann um gólfin dálitla stund. Þá settist hann aftur
í stólinn og tók mælarann afarhægt og leit á hann og spurði hann „Hvað
er ég búinn að ganga mörg spor?“
„Sjötíu og sex,“ sagði sporamælarinn.
Svona taldi hann sporin, sem töfrakarlinn gekk.
Þetta fannst litlu manneskjunni furðuleg klukka, og hún varð að fá að skoða
hana nákvæmlega.
Þá var hitamælarinn skrýtinn. Svoleiðis hitamælara hafði litla manneskján
aldrei séð áður. Hann var kringlóttur og lítill eins og fimm aura peningur. Það
var líka vísir í honum. Töfrakarlinn setti hann í sólskinið á skrifborðinu sínu
og sagði við litlu manneskjuna: „Horfðu á vísirinn!"
Hún horfði fast á hann, og vísirinn fór að hreyfa sig hægt og kurteislega,
strax þegar hann kom í sólskinið. Það var eins og sólargeislinn gerði hann
lifandi. Þetta var næstum eins og ormur væri að skríða á mælaranum. Litla
manneskjan varð undrandi.
Nú tók töfrakarlinn mælarann af borðinu og lét- hann á miðstöðvarofninn
og skipaði iitlu manneskjunni að horfa nú vel. Hún gerði það, og nú æddi
ormurinn áfram í mælaranum, eins og hann væri að brenna sig á ofninum.
Þá varð litla manneskjan alveg bit á þetta kvikindi.
♦
Síðan sló Neptúnus konungur í ár-
bakkann með Gand, töfrastafnum sín-
um. í næstu andrá komu sjö fiskar upp
á yfirborð vatnsins og drógu þeir gull-
vagn á eftir sér, sem glitraði í dags-
birtunni.
— Af stað! hrópaði hann.
Samstundis hentust fiskarnir af stað
og drógu hinn gullna vagn eftir vatninu.
Niður ána, yfir ósinn og út í sjó.
Það síðasta, sem Kláus og Maja sáu
af vini sínum Neptúnusi konungi, var
þar sem hann stóð hnarreistur í vagni
sínum og hélt öruggur um taumana. Og
fiskarnir fóru með hann til hallarinnar
á botni Miðjarðarhafsins.
En Kláus og Maja stóðu og veifuðu
eins lengi og þau gátu eygt hann, síð-
an háldu þau heimleiðis, og Maja hélt
fast um hvíta snigilinn.
SKÍÐIN. Fáar íþróttagreinar njóta nú
meiri vinsælda á Norðurlöndum en
skíðaíþróttin. Þó er ennþá hægt að telja
f áratugum tímann síðan íþrótt þessi
varð sú almenningseign, sem hún er f
dag. Að vísu eru margar aldir liðnar
síðan mönnum varð Ijóst, hvílfkt hag-
ræði það er á ferð yfir snæviþakið land
að hafa undir fótunum þessar spýtur,
sem beygðar eru upp f annan endann.
í Noregi hafa t. d. fundist leifar af
skíðum, sem sennilega eru um 2500
ára gamlar. Og í íslenskum fornsögum
er minnst á mikla skíðagarpa. Talið er
að skíðin hafi verið fundin fyrst upp
sem samgöngutæki, líklega fyrst í Sí-
beríu. Þegar talað er um skíðaíþróttina,
er um að ræða fjóra þætti hennar:
göngu, brun, stökk og svig. I Noregi
stendur vagga skíðafþróttarinnar. Fyrsta
opinbera skíðamót heimsins, sem vitað
er um, var haldið f Tromsö f Norður-
o Noregi hinn 21. mars árið -1843.