Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 9
Svo tók töfrakarlinn mælarann og lét hann í skugga niður á stofugólfið og skipaði litlu manneskjunni ennþá að horfa. Þá skreið ormurinn hægt til baka, eins og hann væri að fara heim tll sfn þreyttur og laraður. Töfrakarlinn reyndl að skýra þetta allt fyrir litlu manneskjunni. Hann sagði, að börn ættu að skilja lífið. Furðulegastur af öllum mælurunum var þó kompásinn. Hann var nú bara eins og lifandi skepna. Töfrakarlinn setti hann á skrifborðið sitt og renndi skeifunni sinni í kringum hann. Þá hringsnerist kompásinn eins og óður hundur, sem bítur í skottið á sér, þegar maður veifar bandi f kringum hann. Mikið hló litla manneskjan að því, hvernig kompásskömmin gat látið, og þó kom enginn við hann. „Er hann lifandi?" spurði litla manneskjan. „Allir hlutir eru lifandi, en kompásinn er svolítið meira lifandi," svaraði töfrakarlinn mjög alvarlegur. „Am,“ sagði litla manneskjan. „Þessi er nú skrýtin," sagði töfrakarlinn.og brá skeifunni á loft fyrir framan Mtlu manneskjuna. Svo tók hann hnífinn upp úr vestisvasa sínum, opnaði hann og lagði hann á skrifborðið. Svo lagði hann skeifuna að blaðinu á hnífnum og sagði við hana: „Haltu hnífnum föstum!" Svo lyfti hann skeifunni hátt upp í loftið, og hún hélt hnífnum föstum við sig. Nú varð litla manneskjan alveg orðlaus, og töfrakarlinn sá á andlitinu á henni, að hún hélt, að þetta væri einhverslags plat úr honum. Þá sagði töfra- karlinn: „Þau eru svona skotin hvort í öðru, hnífurinn og skeifan. Þau eru að kyssast." En litla manneskjan var ennþá of ung til að skilja ástalíf al- heimsins. Það kom fyrir, aö hún brá sér f skúffuna til að skoða þessa töfragripi, þegar gamli maðurinn var ekki heima. En litla manneskjan hafði svo kurteislegar handatiltektir, að gamli maðurinn sá aldrei, að hreyft hefði verið við nokkr- um hlut. Hann var undarlegur karl, þessi gamli maður, sem átti alla þessa galdra- gripi. Hann vildi vita, hvað allt væri langt og breitt og hátt og þungt og létt og rétt og rangt og viturt og heimskt. Stundum tók hann sig til og fór að mæla vitið í litlu manneskjunni. Það gerði hann helst, þegar hún var á langferðum á fjórum fótum um gólfin. Þá greip hann í fæturna á henni aftan frá og hélt svo fast í þá, að litli ferðalangurinn gat ekkert komist áfram með ferðina sína. Hún streittist við af öllu sfnu litla afli og horfði alltaf beint fram undan sér til einhverrar nýrrar Kaprí, sem hana langaði að skreppa til. En hún leit aldrei aftur fyrir sig. Þá fór nú töfrakarlinn að hugsa ýmislegt Ijótt: „Hvernig stendur á því, að hún lítur ekki aftur fyrir sig? Skilur hún ekki, af hverju hún kemst ekki áfram? Er litla höfuðið svona heimskt? Jesús minn!" Nei, hún er áreiðanlega ekki heimsk. Hún er svona kurteis. Hún vill ekki láta gamla þrjótinn sjá, að hún viti, hvað mikið hrekkjusvln hann sé. Hann sá það á því, hvernig hún tók til höndunum, að hún var enginn bjáni. Sama sagði gamla konan. ' Þórbergur Þórðarson. Hvar eru pabbi og mamma og Gunna systlr? Stærst LENGSTU FLJÓT HEIMS km Nll ........................... 6.700 Amazón ........................ 6.300 Mississippi—Missouri .......... 6.200 Yangtse ....................... 5.800 Ob ............................ 5.570 Gulá (Huang Ho) ............... 4.670 Paraná ........................ 4.500 Irtish ........................ 4.450 Kongo ......................... 4.370 Amur .............^........... 4.350 Lena .......................... 4.270 Mackenzie ..................... 4.240 Níger ......................... 4.180 STÆRSTU VÖTN HEIMS km^ Kasplahaf ................... 394.300 Efravatn (Superior) .......... 82.400 Viktorluvatn ' ............... 69.485 Aralvatn ..................... 66.460 Huronvatn .................... 59.600 Michiganvatn ................. 58.020 Tanganyikavatn ............... 32.900 Stóra Bjarnarvatn ............ 31.795 Baikalvatn ................... 31.500 Nyassavatn ................... 30.050 Stóra Þrælavatn .............. 28.440 Chad ......................... 25.760 Erievatn ..................... 25.720 Wlnnipegvatn ................. 24.515 Ontariovatn .................. 19.480 Balkasjvatn ................. 18.910 Ladogavatn ................... 18.183 STÆRSTU EYJAR HEIMS km^ Grænland .................. 2.175.600 Nýja Gulnea ................. 787.880 Borneó ...................... 746.310 Madagaskar .................. 595.460 Baffinsland ................. 476.070 Súmatra...................... 473.605 Honshu ...................... 230.450 Stóra-Bretland .............. 216.780 Ellesmere ................... 212.690 Viktoria .................... 212.200 Celebes ..................... 180.035 Suðureyja, Nýja-Sjálandi .... 153.950 Java ........................ 126.885 Norðureyja, Nýja-Sjálandi .. 114.740 Kúba ........................ 111.465 Nýfundnaland ............... 110.680 Luzon ....................... 104.690 (sland ...................... 102.999

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.