Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 11
nú áreiðanlega í góðu skapi, þegar við komum til ömmu, þá ætla ég að kalla á nokkur þeirra og lofa þér að sjá. Taktu nú eftir. (Hann tekur upp flautu og blæs í hana. Þau standa kyrr og hlusta, en murr og undirgang- ur heyrist að tjaldabaki. Svo kemur gíraffinn inn á sviðið. Tóta hörfar und- an upp að trénu, en Tobbi bendir henni að koma nær. Hún gengur hálf- h'.kandi með honum að gíraffanum). Tobbi (klappar gíraffanum): Þetta er nú gíraffinn, og enginn þarf að óttast hann. Tóta: Ekki vissi ég, að það væru gíraff- ar hér í skóginum. Tobbi: Því get ég trúað. Það er til margt skrítið, sem fáir fá að sjá. En þetta er nú bara byrjunin. (Hann blæs aftur í flautuna, og nú kemur hæna. Hún slær til vængjunum og leggur undir flatt. Tobbi gengur á móti henni og leiðir hana inn á mitt sviðið. Tóta horfir steinhissa á). Tóta (kemur alveg að hænunni): Nei, sko! Aldrei hefði ég trúað því, að til væri svona voðalega stór hæna! Tobbi: Já, og þetta er fyrirtaks varp- hæna þar að auki. Hún er bara orðin gömul og dálítið stirð. En bíddu hæg! Heldurðu, að ömmu þinni þætti ekki vænt um að fá glæný egg í jólabakst- urinn? Tóta: Jú, áreiðanlega. Ég er bara með fjögur egg með mér. Tobbi: Þá skaltu vera tilbúin, því nú ætla ég að biðja hana að verpa handa þér einu eða tveimur eggjum. (Við hænuna): Heyrðu, púdda mín, viltu nú ekki gefa henni Tótu litlu egg í jólakökurnar? (Hænan gaggar og vaggar sér. Innan stundar verpir hún eggi, sem Tóta grípur, og síðan kem- ur annað. Þá gengur hænan til hliðar, en Tóta starir á eggin). Tóta: Aldrei hef ég nú-séð önnur eins egg! Þau eru eins og stærðar páska- egg. Tobbi: Já, það þarf ekki mörg svona egg til þess að geta bakað nokkrar pönnukökur. En settu þau nú í körf- una þína og sjáðu, hvað kemur næst. (Hann blæs í flautuna. Nashyrningur- inn kemur inn og hristir hausinn. Tóta færir sig alveg að Tobba). Tóta: Þetta er nashyrningur. Hann er ég dauðhrædd við, því hann er víst svo geðvondur. Tobbi: Ekki þessi. Það er alveg óhætt að klappa honum á hornin. Tóta (strýkur hornin): Það væri ekki gott að fá tannpínu í þessi horn! Tobbi: Nei, það væri víst ekki gott. En ég þarf endilega að sýna þér annan fugl (hann fiautar). Nú kemur strúturinn. (Strúturinn kemur, reigir sig og spígsporar um, en staðnæmist síðan hjá gíraffanum). Tóta (horfir á eftir hönum): Nei, — en hvað hann er með fallegar fjaðrir! Tobbi: Já, og nú skaltu bara spyrja hann, hvort þú megir ekki fá eina. Tóta (gengur að strútnum): Heyrðu, strútur, má ég fá eina fjöður úr stél- inu á þér?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.