Æskan - 01.02.1975, Side 13
Það var margt sem Kirsten leiddist.
En verst var það, að móðir hennar var
veik. Ef mamma væri hraust, pabbi
heima og dálítið meira um peninga, þá
vaeri allt betra, hugsaði Kirsten.
Svo hafði Gerda móðursystir hennar
sent móður hennar morgunskó. Það
virðist undarlegt, að Kirsten gramdist
Þettá. En svo var mál með vexti, að
Kirsten hafði um langan tíma sparað
aura, sem henni áskotnuðust, til þess
að hún gæti keypt morgunskó handa
fnóður sinni í afmælisgjöf.
Hún var búin að kaupa skóna og
geymdi þá. En hvað gat Kirsten nú
gefið móður sinni? Það voru aðeins
Þrír dagar til afmælisins. Á svo skömm-
um tíma var ekki hægt að safna pen-
ingum fyrir annarri gjöf.
Kirsten var hrygg út af þessu.
Kirsten og móðir hennar áttu heima
í litlu, snotru húsi í útjaðri þorpsins.
Þeim hafði liðið vel þangað til móðir
hennar datt og meiddi sig. Hún hafði
ekki getað hreyft sig um langt skeið.
Faðir Kirstenar var í utanlandssigl-
ingum á stóru skipi. Hann sendi pen-
inga heim, en nú höfðu mæðgurnar
ekkert af honum frétt langan tíma. Og
lítið var orðið um peninga á heimilinu.
Móðir Kirstenar hafði miklar áhyggj-
ur af því að vita ekki hvar maður henn-
ar var. Bjóst hún jafnvel við þvf að
skipið hefði farist og maður hennar
kæmi aldrei aftur.
Kirsten stóð úti við hliðið. Hún kom
Þá auga á gamla, einkennilega konu,
sem kom gangandi eftir veginum. Kon-
an gekk hægt. Skór hennar voru stórir
°9 Ijótir, og hún gat varla hamið þá
á fótunum. Veslings gamla konan, hugs-
aði Kirsten. Ég er að hugsa um að gefa
henni morgunskóna. Mamma þarf þeirra
ekki með. En aumingja gamla konan er
sama og skólaus. Kirsten hljóp inn f
húsið og sótti skóna. Svo hljóp hún út
á veginn til gömlu konunnar.
Hún mælti: „Gerðu svo vel. Þú mátt
eiga þessa skó, þínir eru svo lélegir."
Konan svaraði: „Þetta var vel gert,
stúlka litla.“ Konan varð glöð. Hún bar
stóra körfu á handleggnum. í körfunni
voru ýmsar tegundír jurta. Gamla konan
sagði: „Skórnir eru nýir. Máttu gefa
þá?“
„Ég keypti skóna fyrir mína peninga,"
svaraði Kirsten. Hún sagði svo konunni
um afmæli móður sinnar og allt þar að
lútandi. Ennfremur um fjarveru föður
síns og áhyggjur í því sambandi.
„Ég skal láta þig fá afmælisgjöf
handa móður þinni," sagði gamla konan.
Hún leitaði I körfunni.
„Jú, hér er hún. Sjáðu þessa jurt. Ég
tíndi hana í skóginum, þar sem álfar
og álfameyjar dansa. Það fylgja henni
töfrat. Gæ^u hennar."
Kirsteu athugaði jurtina með nokkr-
um ótta. Jurtin var lítil og ósjáleg.
Stöngull, rætur og fáein græn blöð.
„Vertu óhrædd," sagði gamla konan
vingjarnlega. „Það fylgja jurtinni góðir
töfrar. Hún flytur þér hamingju."
Kirsten þakkaði konunni,' fór inn í
húsið, sótti jurtapott og lét jurtina í
hann. Svo setti hún pottinn út í glugga.
Kirsten sagði við sjálfa sig: Ég vona,
að jurtin dafni fljótt og vel og mömmu
þyki vænt um að fá hana I afmælisgjöf.
Morguninn eftir aðgætti Kirsten jurt-
ina. Henni hafði farið mjög mikið fram.
Blöðin höfðu stækkað og breiddu úr
sér. Og komnir voru vísar til blóm-
hnappa.
„Mér líður miklu betur í dag,“ sagði
móðir Kirstenar, er hún færði henni
morgunmatinn. „Ég er að hugsa um að
reyna að fara á fætur og sitja um stund
í sólskininu."
„Ó, hve það er gaman að þér er að
batna, mamma," svaraði Kirsten mjög
glöð I bragði. Litla stúlkan þráði svo
heitt að móður sinni batnaði.
„Ég vildi óska að pabbl þlnn væri
kominn heim,“ sagði móðirin. „Þá væri
allt klagi.“
Kirsten var annað slagið að athuga
jurtina. Knapparnir virtust eins og harð-
ir hnútar. Það sýndist sem þeir ætluðu
að verða eins konar pokar. En þeir uxu
óðfluga. Kirsten var forviða. Hvers kon-
ar jurt ætli þetta sé? hugsaði hún.
Þegar Kirsten vaknaði næsta morgun
kom henni fyrst í hug, að það væri af-
mælisdagur móður hennar. Hún flýtti
sér inn í herbergið til mömmu sinnar.
Hún svaf.
Svo fór hún fram í stofuna til þess að
athuga jurtina. Hvað hafði gerst? Voru
þetta galdrar? Kirsten horfði forviða á
jurtina. Hún hafði vaxið afar mikið. Það
voru komnir á hana pokar, og þeir voru
fullir af peningum!
Kirsten athugaði þá með varfærni.
„Ég ætla að taka dálítið af peningun-
um,“ sagði hún við sjálfa sig, „og kaupa
eitthvað góðgæti handa mömmu."
Svo tók hún nokkra silfurpeninga úr
stærsta pokanum og flýtti sér til græn-
metissalans.
Þar keypti hún Ijúffengustu ávextina,
sem voru á boðstólum.
„Til hamingju með afmælisdaginn,
mamma," sagði Kirsten, er hún kom inn
til móður sinnar. Móðirin hafði klætt sig
og sat f hægindastól.
„Hvar hefurðu fengið þessa indælu
ávexti?" spurði hún mjög forviða.
Kirsten sótti peningajurtina og sýndi
móður sinni. Hún sagði henni frá gömlu
konunni og hvað þeim hefði farið á
milli. Þeim kom saman um að hún
hefði verið góð dís í dularklæðum.
„Nú þurfum við ekki að óttast fjár-
þröng," sagði Kirsten. „Ef pabbi væri
kominn heim skyggðl ekkert á hamingju
okkar."
„Það er satt,“ sagði móðirin. „Ég er
að fá heilsuna.“ Hún leit út um glugg-
ann og sagði skyndilega.
„Ó, er það sem mér sýnist. Flýttu þér
út og gáðu að því hver er að koma. Ég
get ekki gengið enn. Flýttu þér, barnið
gott."
Kirsten þaut út. Hver var kominn?
Það var faðir hennar, sem kom heim
svo óvænt.
Hann hafði ekki gert boð á undan
sér til þess að gleði þeirra yrði enn
meiri, er harm kæmi. Þetta var yndis-
legur afmælisdagur. Og það var gott
að eiga peningajurtina. Þau tóku mikið
fé úr pokum hennar.
En morguninn eftir brá Kirsten í brún,
er hún leit á jurtina. Hún var visnuð.
Móðir hennar sagði: „Við þurfum ekki
lengur peningajurtarinnar með. Pabbi
þinn er kominn heim, og ég er næstum
albata. Við komumst vel af án hennar."
Kirsten fór út á þjóðveginn til þess
að svipast um eftir gömlu konunni,
,sem hafði gefið henni peningajurtina.
En hún hitti hana aldrei framar.
Þú getur reynt að leita gömlu konuna
uppi.
i
A
11