Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1975, Side 15

Æskan - 01.02.1975, Side 15
um litlu vélina og það, hvernig hún hvarf. Ég talaði um þetta daginn eftir við lækninn, því að ég hitti hann þá. Hann sagðist hafa séð mjög svipaða brellu gerða í Tubingen og lagði sérstaka áherslu á það, að Ijósið slokknaði. En hvernig að þessu væri farið, vissi hann ekki. Fimmtudaginn næstan eftir fór ég aftur til Richmond. — Ég hef víst verið einn af stöðugustu gestum tímaferðalangs- ins. Ég kom nokkuð seint, og fjórir eða fimm menn voru komnir á undan mér og sátu í stofunni. Læknirinn stóð við arininn með pappírsblað í annarri hendi og úrið í hinni. Ég svipaðist um eftir húsbóndanum. „Hún er hálfátta,"' sagði læknirinn. „Eigum við ekki að setjast að matnum?" „Hvar er... ?“ spurði ég. „Þér voruð að koma? Hann hefur tafist. Hann skrifar már hér línu og biður mig að sjá um, að sest verði að mið- degisverði kl. 7, ef hann verði ekki kominn. Segist skuli skýra frá öllu, þegar hann korni." „Það er náttúrlega synd að láta góðan mat skemmast," sagði ritstjóri einn, sem var þarna, og læknirinn hringdi bjöllu. \ Sálfræðingurinn var eini maðurinn, auk læknisins og mín, sem verið hafði við í fyrra skiptið. Hinir mennirnir voru Blank, ritstjórinn, sem nefndur er áður, blaðamaður og annar maður — fjarska hæglátur og ómannblendinn, ai- skeggjaður, — ég man ekki til þess að ég yrði var við að hann opnaði munninn allt kvöldið. Það var eitthvað verið að tala um það yfir borðum, hvar húsbóndinn mundi vera niður kominn, og ég gat þess I gamni, að hann mundi vera í tíma- ferðalagi. Ritstjórinn vildi fá skýringu á því, og sálfræðing- urinn varð fyrir svörum og hrátimbraði saman frásögu um þessa „snilldarlegu fjarstæðu og brellu“, sem við hefðum horft á fyrir viku. Hann var í miðri frásögninni, og þá opn- 3. KAFLI TÍMAFERÐALANGURINN kemur aftur Ég held mér sé óhætt að segja, að enginn okkar hafi að svo komnu haft trú á tímavélinni. Tímaferðalangurinn var einmitt einn af þessum mönnum, sem eru of snjallir til þess að vekja tiltrú. Það var alltaf eins og hann væri ekki aliur Þar sem hann var séður. — Ég fyrir mitt leyti hugsaði mest sorfnir eða sagaðir úr kristallshnullungum. Hún var full- smíðuð að sjá, en þó lágu nokkrar stengur úr kristallinum alla vega bognar og undnar og ófullgerðar á bekk innan um uppdrætti og ég tók eina af þeim í hönd mér og skoð- aði hana. Mér sýndist hún vera úr kvartsi. „Heyrðu annars," sagði læknirinn, „er þetta virkilega alvara þín? Eða ertu að gabba okkur eins og á jólunum í fyrra, þegar þú sýndir okkur drauginn?" .,1 þessari vél,“ sagði hann og lýfti iampanum hærra, „ætla ég að fara í rannsóknarferð um tímann. Er það ekki augljóst? Mér hefur aldrei verið meiri alvara á ævi minni.‘‘‘ Við stóðum allir ráðalausir. Ég sá framan í Filby yfir öxlina á lækninum, og hann deplaði augum til mín íbygginn. 13

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.