Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 18
■■■■BHHMBaMHBnBBHBnBi■
■■■
■BMBEB
HRÆÐILEGU MENNIRNIR
FIMMTÍU
William Clayton og Jane Porter horfðu þegjandi á hræ
villidýrsins, sem því nær hafði orðið þeim að bana. Stúlk-
an varð fyrri til að taka til máls:
„Hver getur það hafa verið?“ hvíslaði hún.
„Það má guð vita,“ svaraði maðurinn.
„Því gefur hann sig ekki í ljós, ef hann er vinur?“ hélt
Jane áfram. „Væri ekki réttast að kalla á hann og þakka
honum fyrir að minnsta kosti?“
Ósjálfrátt kallaði Clayton, en enginn svaraði. Hrollur
fór um Jane. „Furðulegur er skógurinn," muldraði hún.
„Hræðilegur er skógurinn. Hann gerir jafnvel vináttu-
brögð skelfileg." ,
„Ég lield, að við ættum að fara heim að skýlinu,“ sagði
Clayton. „Þú ert að minnsta kosti öruggari þar. Það er
svo lítið lið í mér,“ bætti hann við með beiskju.
„Segðu það ekki, William,“ flýtti hún sér að segja, því
að hún sá eítir því að hafa sært hann. „Þú hefur gert það,
sem þú hefur getað. Þú hefur verið nærgætinn við mig.
Það er ekki þín sök, þótt þú sért ekki ofurmenni. Það
er aðeins einn maður, sem ég hef kynnst, sem hefði getað
gert meira. Ég ætlaði ekki að særa þig. Ég vil aðeins í
eitt skipti fyrir öll láta þér skiljast það, að ég get aldrei
gifst þér — að slík gifting væri heimskuleg."
„Ég held ég skilji það,“ svaraði Clayton. „Við skulum
ekki tala frekar um það — að minnsta kosti ekki fyrr en
við komum til manna.“
Daginn eftir leið Thuran verr. Hann var svo veikur,
að hann talaði næstum alltaf í óráði. Þau gátu ekkert
hjálpað honum, enda var Clayton ekki allt of sólginn í
það. Stúlkunnar vegna var hann liræddur við Rússann
— hann vonaði með sjálfum sér, að hann hrykki upp af.
Hugsunin um, að eitthvað kæmi fyrir hann sjálfan, sem
léti hana eina og hjálparvana eftir í höndum þessa dýrs,
olli honum meiri áhyggjum en þó að hún yrði ein eftir
og yrði villidýrum að bráð. Bretinn hafði dregið spjótið
úr hræi ljónsins, svo að hann var miklu öruggari næst
þegar hann fór á veiðar. Hann fór því lengra frá skýlinu
en venjulega.
Jane Porter hafði flúið óráðshjal Rússans og sat undir
trénu, lengra þorði hún ekki. Hún liorfði stöðugt til
sjávar, ef ske kynni, að skip kæmi í augsýn. Hún sneri
baki við skóginum, svo að hún sá ekki grasið bak við sig
greiðast sundur og illúðleg augu stara á sig. Lítil, blóð-
hlaupin, náin augu skoðuðu hana í krók og kring. Við
og við litu þau af henni og að ströndinni, eins og þau
skyggndust eftir öðrum.
Skyndilega kom hvert höfuðið af öðru í Ijós. Sjúkling-
urinn fór aftur að tala óráð. Þá hurfu höfuðin hljóðlega.
En þau koniu aftur í ljós, þegar stúlkan skeytti engu
óráðshjalinu. Hvert dýrið af öðru nálgaðist hljóðlega
ugglausa stúlkuna. Dauft skrjáf í grasinu vakti athygli
hennar. Hún leit við, stökk á fætur og rak upp óp, við
þá sjón, er mætti henni. Dýrin slógu hring um hana.
Eitt þeirra greip hana í fang sér og sneri með hana inn
í skóginn. Loðinn lófi greip fyrir vit hennar og kæfði
neyðaróp hennar. Hún féll í öngvit,
Þegar hún rankaði við aftur, var skógur allt umhverfis
hana. Nóttin var skollin á. Stór eldur brann í litlu rjóðri,
sem hún var nú stödd í. í kringum bálið sátu fimmtíu
hræðilegir menn. Þeir voru loðnir í andliti. Handleggir
þeirra voru langir og hvíldu á hnjánum, en fæturnir voru
stuttir. Þeir nöguðu óhreina fæðu eins og villidýr. Pottur
var yfir eldinum, og færði einn maðurinn upp úr honurn
við og við með tréprjóni.
Þegar þeir sáu, að fangi þeirra var raknaður við, köst-
uðu þeir til hennar bita. Hann valt til hennar, en hún
lokaði augunum, því hana hryllti við.
í marga daga var haldið áfram gegnum skóginn. Stúlk-
an, sem var orðin bæði fótsár og þreytt, var hálfdregin
og hálflnakin áfram. Hitinn var illþolandi. Þegar hún
hrasaði og var að -gefast upp, spörkuðu þeir í hana. Föt
hennar voru í tætlum og skein í blóðrisa líkamann hér og
hvar. Síðustu tvo dagana urðu þessir hræðilegu loðnu
menn að bera hana. Langt í fjarska sást hilla undir borgar-
rústir. Loksins, eftir eilífðartíma að henni fannst, var hún
borin inn í þessar rústir og staðnæmst var í stórum sal.
Jane varð ofurlítið hughraustari, þegar hún sá, að á
rneðal áhorfendanna voru nokkrar konur, sem voru alls
ekki eins hræðilegar og karlarnir, en þessi von varð þó
skammvinn, því konurnar sýndu henni ekki vott af mis-
kunnsemi, þótt þær á hinn bógnn gerðu henni ekkert mein.
Jane var því næst færð inn í skuggalega hvelfingu.
Þar voru skildar eftir hjá henni tvær málmskálar, önnur
með vatni í, hin með einhverjum mat. í heila viku sá
hún aðeins konur þær, sem færðu henni mat. Hún náði
Framhald.
STÆRRA
BLAÐ
16