Æskan - 01.02.1975, Síða 19
GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL:
Út í fegurð veraldar
Fyrstu minningar minar hér í heimi eru tengdar
sól og vori.
Bærinn minn stóð undir háu fjalii, Reynisfjalli, og þá er
sól var á hárri göngu, kom hún upp fyrir hamrabeltið ofan
við bæinn og hellti geislaflóðl sínu ofan í dalinn, yfir
grundir og móa.
Þá var það oft venjan á bernskudögum að taka sprett
upp um tún og tina fífla og sóleyjar og önnur skrautblóm,
sem gömlu túnin íslensku höfðu upp á að bjóða. Þau voru
borin f bæinn og látin i vatnsglas. Þar fengu þau að standa
á meðan þeirra naut við. Þá var sól í sinni og sífelld gæfu-
braut.
Að vísu man ég eftir hrakviðrum, sérstaklega um sauð-
burðinn. Og það var ósjaldan, að pabbi kom helm með
hálfkróknuð lömb. Þá var venjan að fá þau í bólið tll sin,
til þess að hlýja þeim og fá i þau líf og fjör, en þessar
minningar hverfa í skuggann fyrir sól og blómum.
Þá var það og skemmtilegt á bernskuvori að skreppa
út á engjar að sækja hestana, þegar þurfti að nota þá
heima fyrir við daglég störf. Það var tilbreytni og margt
að sjá og skoða, sem var öðruvísl en heima við bæinn.
Þetta voru nú aðalferðirnar frá heimilinu, lengra náði
kunnugleikinn ekki, nema til næsta nágrennis.
Svo var það vorið 1922, að ég fór í mfna fyrstu ferð,
sem heitið gat.
Faðir minn ætlaði á stjórnarfund Búnaðarsambands
Suðurlands. Það var ákveðið, að móðir mín fylgdi honum
á leið, vestur að Suður-Hvoli, þar sem Eyjólfur Guðmunds-
son bjó ásamt konu sinni, Arnþrúði, og börnum.
Ég var þá tíu ára, og foreldrar mfnir ákváðu að taka
mig með sér í ferðina. Nú voru hestar sóttir og ferðin
undirbúin. Ég var allsperrtur yfir að fá að fara í þessa för,
því ég bjóst við að sjá ýmislegt nýstárlegt og kynnast
einhverju nýju. Svo var lagt af stað. Pabbl fór veginn eins
og hann lá þá og liggur enn, með bæjum, en ekki út mýr-
ar og vestur yfir Dyrahólaós, eins og stundum var farið.
Ósinn hefur sennilega verið uppl og ekki reiður, en mér
þótti það ekkert lakara, þvi með því að fara veginn, þá sá
ég til nýrra bæja, sem mér voru áður ókunnlr. Ég 6á alls
staðar fólk að störfum. Mér er það minnlsstætt enn í dag,
að þá er komið var vestur að Ketilsstöðum, voru bænd-
urnir þar að taka upp mó rétt við veginn. Þetta var alveg
eins og hjá okkur [ Reynishverfinu. Þar var ávallt tekinn
upp mór á hverju vori.
Þegar við komum ( klifið fyrir ofan Lltla-Hvamm, þá
opnaðlst nýtt útsýnl, og þá sá ég heim að Hvoli, þangað
sem förinni var heltið.
Mér fannst fallegt að sjá tll vesturs, Pétursey og Eyja-
fjöli voru nýtt að sjá.
Síðan komum við að Hvoli. Þar var okkur vel fagnað
og sest inn í stofu í stóru timburhúsi.
Þetta vor var verið að brúa Jökulsá á Sólheimasandi,
síðara sumarið, og Jökulsá könnuðust allir við. Hún hafðl
lengi verið farartálmi á leið Skaftfellinga og þegið margt
mannslífið, en nú var verið að brúa hana, en þó var enn
ekki fært yfir á brúnni.
Eyjólfur á Hvoli reið með föður mínum vestur að Jökulsá.
Áin var í miklum vexti og með öllu ófær yfirferðar. Komu
þeir því síðdegis aftur til baka, eftir að hafa dvalið við
ána um hríð. Á Hvoli kynntist ég börnum þeirra hjóna og
við lékum okkur saman um daginn. Guðmundur var jafn-
aidri minn og siðar fermingarbróðir. Sigurður var tvelmur
árum yngri. Svo voru það systurnar, en þær voru litið eitt
eldri, og sýndu mér margt hjá sér, bæði útl og inni.
Svo var það strandið. — Nokkrum árum áður hafði
strandað nálægt Hvoli þýskur togari, „Brandenburg", frá
Bremen.
Það vakti athygli mina, að sjá mastur standa upp úr
fjörunni þar fyrir vestan. Það barst í tal hjá okkur drengjun-
um, hvort við ættum ekki að fara og skoða strandið. Hvort
sem við ræddum þetta lengur eða skemur, þá var hlaupið
af stað. En við komumst ekki nema skammt út fyrlr tún.
Þar náðu systurnar [ okkur og sneru okkur við.
Þetta var lengri leið en virtist við fyrstu sýn. Það þótti
ekki tryggilegt að láta tiu ára snáða hlaupa þangað. Mér
þótti leitt, að fá ekki að skoða strandið, því að þar hlaut
að vera margt nýstárlegt að sjá, en um það þýddi ekki að
fást. Þessi dagur var fljótur að líða. Undir kvöld var kvatt á
Hvoli og haldið heim á leið.
Þetta var mln lengsta ferð til þessa og hún var mér
lengi minnisstæð og er enn eftir meira en háifa öld.
Og enn í dag fagna ég vori og sól og blessuðum blóm-
unum, sem ávallt eru kærkomin á hverju vori.
17