Æskan - 01.02.1975, Side 20
1. Sýndu engum manni fyrirlitningu
eða afundið viðmót. Kannastu við
ágæti og yfirburði annarra.
2. Að beygja sig sjálfur er engin
óvirðing, en að vera beygður af
öðrum er skömm.
3. Aldinviðirnir hneigja sig niður, þeg-
ar þeir bera gnægð ávaxta; skýin
fara því lægra, sem þau eru vatns-
ríkari, og öðlingar þjóðanna eru
því lítillátari, sem þeir eru fleiri
mannkostum búnir.
4. Sá, sem hrúgar saman auðæfum,
en tímir ekki að njóta þeirra, er
vinnudýr annarra og hefur ekki
sjálfur annað en stríðið.
5. Skemmsta leið til auðlegðar er eftir
braut nægjuseminnar.
6. Hneigðu þig fyrir auðnum, og hann
mun brátt heimta, að þú kyssir fót
sinn.
7. Farðu eigi gálauslega með efni
þín; auðæfin eru mannorð.
8. Það er ekki besti vegurinn að losa
sig úr skuldum með því að taka
meira lán. Þú verður að vinna þér
inn meira og eyða minna en þú
gerðir, meðan þú varst að sökkva
þér í skuldirnar.
9. Sá, sem gefur ekki gætur að smá-
munum, öðlast aldrei þá stærri.
10. Sá er ekki mestur mannvinur, sem
gefur peninga, heldur sá, sem ekki
tekur peninga aimennings.
11. Gull er gott til þess, sem það er
ætlað, en þetra en gull er að lifa
sem hugrakkur og þjóðrækinn
maður.
12. Deildu auðæfum þínum í þrjá hluta.
Geymdu einn til elliáranna, svo að
þú líðir ekki skort; notaðu annan
til heimilis þíns, og láttu hinn þriðja
þangað, sem sorg og neyð eiga
heima.
aga þessi gerðist í Grikklandi fyrir mörg hundruð árum, þegar
þrælahald þótti rétt og sjálfsagt. Fáum þrælum auðnaðist nokkru
sinni að hljóta frelsi, því síður heimsfrægð. Þó hlotnaðist litla þrælnum, sem
saga þessi hermir frá, hvorttveggja. Hann var í eigu auðugs kaupmanns, sem
átti marga þræla.
Dag nokkurn ákvað kauþmaðurinn að ferðast til fjarlægrar borgar og selja
þar vörur sínar. Hann valdi tuttugu duglegustu þrælana úr hópnum til ferðar-
innar og sagði við þá: Þetta ferðalag mun taka marga daga, þess vegna ætla
ég að leyfa ykkur að velja sjálfir hvað þið viljið bera af farangrinum. En takið
eftir því, að þið getið ekki fengið að skipta um á leiðinni. Hver og einn verður
að þera þá byrði, sem hann hefur valið sér. Þarna eru tuttugu pokar, stórir og
þungir, gerið svo vel og takið einn, hver ykkar.
Þrælarnir keþptust um að ná í minnstu pokana. Nema einn lítill ófríður þræll,
sem stóð þolinmóður álengdar og beið meðan hinir völdu. Að síðustu var aðeins
einn þoki eftir, og það var auðvitað sá stærsti, næstum eins stór og þrællinn
sjálfur. Hann lyfti pokanum á bak sér steinþegjandi.
Hinir þrælarnir hlógu og gerðu gys að honum: Hafið þið nokkurn tíma vitað
annan eins heimskingja og litla sögumanninn okkar, hrópuðu þeir. — Hann
hefur tekið þyngsta pokann og verður að bera hann alla leiðina. Ah-ha-ha.
Litli þrællinn stundi undir þyrði sinni, en sagði þó brosandi: — Það verður
svo að vera, einhver þurfti hvort sem var að bera þennan poka. En þetta er
eins konar galdrapoki, og ef til vill eigið þið eftir að óska þess, að þið hefðuð
heldur valið þennan poka þótt hann sé stærstur. Þrælarnir hlógu ennþá meira:
— Engin hætta á því, kunningi. Við erum ánægðir með okkar val. Það verður
þú, sem iðrast þess að hafa ekki valið þér léttari byrði, áður en ferðin er
á enda.