Æskan - 01.02.1975, Síða 24
TAUBTÖNAR
Gleðilegt ár!
Konur! Ungar sem aldnar!
Nú er árið okkar runnið upp! Alþjóðlega kvennaárið. — 1975
Betra er seint en aldrei!
Við, konur í hinum vestræna heimi, höfum ekki yfir mörgu að
kvarta, miðað við þær í Austurlöndum og hjá ýmsum frumstæðum
þjóðum. Þó er ýmislegt, sem þarf að ráða bót á, og þá sérstak-
lega í sambandi við stöðuveitingar.
Ég treysti, að við berjumst fyrir rétti okkar á því sviði. Og ég
er sannfærð um, að yngri kynslóðin á eftir að jafna enn betur
það óréttlæti, sem í þeim málum hefur ríkt. — En nóg um það nú.
Þar sem ÆSKAN er eins konar fjölskyldublað, sendi ég í
þetta sinn eldri kynslóðinni lag, og þar sem þetta er ár okkar
kvenna, er Ijóðið vitanlega einnig eftir konu. Það er Ijóð Val-
borgar Bentsdóttur um „Ragnar".
Sá, sem Ijóðið fjallar um, er einn hinna lifandi veðurguða,
nefnilega norski veðurstofustjórinn. Hann vakti mikla hrifningu
þegar hann var hér á ferð, og Valborg samdi þetta Ijóð sam-
kvæmt áskorun.
En fyrst við erum farin að minnast á veðurguði, þá biðjum
við hinn æðsta Guð að gefa okkur gott ár.
Og nú kemur mér í hug, að einu sinni spurði ég gamla konu:
— Óskar þú þér einhvers um áramót?
— Já, svaraði hún. -— Venjulega óska ég, að við fáum öll að
vera heilbrigð og hamingjusöm, að friður haldist í heiminum,
og að tíðin verði góð.
Og hún hélt áfram: — Já, ef veðrið er gott, er allt svo miklu
auðveldara, bæði á sjó og landi.
— Og lofti! bætti ég við.
— Æjá! Ekki má gleyma því, svaraði hún.
Um þessi áramót tökum við undir þessar óskir. Og um leið og
ég þakka ykkur liðna árið, vona ég að 1975 verði að öllu leyti
gæfurikt og gleðilegt ár.
Kær kveðja
INGIBJÖRG.
Tónar týndra laga
töfrum sungu í blæ.
Gömul gleðisaga
gisti Ingólfs bæ.
Rjóð varð rós í haga,
rjóð varð rós í haga
Ragnar kom um sæ,
Ragnar kom um sæ.
Ilmbjörk ungra runna
angan nýja bar.
Gliti geislabrunna
gulli sló um mar
mjallbjört morgunsunna,
mjallbjört morgunsunna
meðan Ragnar var,
meðan Ragnar var.
Haustsins nálgast nætur
napurt kveður blær.
Höfði drúpa dætur
dimmir landnáms bær.
Regn á rökkrið grætur,
regn á rökkrið grætur.
Ragnar fór í gær,
Ragnar fór í gær.
22