Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1975, Page 26

Æskan - 01.02.1975, Page 26
ITW'W »t>| j'T'y'yyr.W'.y:> 9 ÍSLENSK FRÍMERKI 1974 Á árinu sem leið munu alls 15 frí- merki hafa séð dagsins Ijós. Eru það of mörg merki? Hvað finnst frímerkja- söfnurum? Jú, raddir hafa heyrst um það, að helsti mikið sé það hjá póst- stjórninni að hella yfir okkur svo mörg- um, og sumum háum, verðgildum frí- merkja á einu ári. En þetta var nú af- mælisár, segja aðrir og kæra sig koll- ótta. Hvað væri þá hæfilegt að gefa út mörg merki á ári? 6, 8 eða 10, um þetta mætti deila endalaust. Sumum finnst einnig, að mörg þessi nýrri minn- ingafrímerki séu óþægilega stór og vilja hverfa aftur til stærðarinnar, sem var á fiskamerkjunum og Gullfossmerkj- unum. En litum nú á þessi frímerki ársins 1974. 12. mars 1974 komu út 4 fyrstu af- mælismerkin með verðgildum 10, 13, 30 og 70 krónum, og segir póststjórnin svo í auglýsingabréfi um merkin: Á þessu ári eru liðin 1100 ár frá því (siand byggðist. (tilefni af því verða gef- in út 11 frímerki í þrennu lagi og höfðar hvert þeirra um sig til ákveðins tímabils eða atburðar í íslandssögunni. Hefur í því efni verið farið eftir tillögum Þjóðhátíðarnefndar 1974, sem skipu- leggur og samræmir hátíðahöld og ann- að í tiiefni afmælisins. Um val á mynd- efni var leitað til forstöðumanns Lista- safns íslands, dr. Selmu Jónsdóttur, og að hennar frumkvæði var siðan leitað samstarfs við listmálarana og safnráðs- meðlimina Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson um að finna mynd- efni, er í senn uppfylltu ströngustu list- rænu kröfur og hentuðu til notkunar á frímerki. Frímerkin ellefu verða með myndum af gömlum og nýjum íslenskum lista- verkum. Fyrstu fjögur merkin koma út 12. mars 1974 og verður hér gerð stutt grein fyrir þeim. I Landnámið Ingólfur með öndvegissúlurnar. Teppi ofið af Vigdísi Kristjánsdóttur. Frummynd Jóhann Briem (f. 1907). „Ingólfur hét maður norrænn er sann- lega er sagt, að færi fyrstur þaðan (það er úr Noregi) til íslands, þá er Haraldur inn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suður í Reykjavík. Þar er Ing- ólfshöfði kallaður fyrir austan Minþaks- eyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfossá er hann lagði sina eign á síðan.“ (Ari Þorgilsson fróði). Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóst- bróðir hans ákváðu að flytjast til is- lands með allt sitt fólk og búslóð. Sagt er að þá er Ingólfur sá landið rísa úr sæ, hafi hann tekið öndvegissúlur sínar — en það voru stoðir, sem stóðu sín til hvorrar handar við tignarsæti húsbónd- ans í stofunni — og varpaði þeim í sjóinn með þeim ummælum, að þar sem þær ræki að landi, vildi hann gera sér bæ og búa siðan. Súlurnar fundu sendimenn Ingólfs í vik einni. Hann gerði sér bæ við vík þessa, skammt það- an sem voru heitar uppsprettur og reyk lagði af. Þess vegna kallaði Ingólfur bæ sinn Reykjavik. íslensk fr HÆSTIRÉt 192 II Stofnun Alþingis og allsherjarrikis á íslandi. Grímur geitskór við Þingvelli. Málverk Jóhannes Jóhannesson (f. 1921). Um 920 hafði fólk sest að, numið land, víðast þar sem þyggilegt var hér á landi. Þá var kynslóð fyrstu landnáms- mannanna gengin til moldar, en fyrsta kynslóð fslendinga, fólks, sem hér var fætt og uppalið, stóð f blóma lífsins. Það var þetta fólk, fyrstu íslendingarnir, sem sendu mann utan til Noregs (Gula- þingslaga), Úlfljót að nafni, til þess að kynna sér lög. Úlfljótur kom út með lögin „þá er ísland var víða byggt orð- ið“ (Ari). Það er nokkru fyrir 930. Fóst- bróðir Úlfljóts, Grímur geitskór, fór í könnunarferð um allt fsland til þess að finna þingstað og vinna menn til fylgis við stofnun allsherjarþings fyrir allt land- ið. Þingstaðurinn var valinn að Þing- velli við Öxará. Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna á Þingvelli við Öxará. • Þar bundust fslendingar allsherjarsam- 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.