Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1975, Page 32

Æskan - 01.02.1975, Page 32
Fimm íslensk börn tóku þátt í hinu mikla móti sem árlega er haldið í Kóngsbergi í Noregi og kennt er við Andrés Önd. Alls voru þátttakendur í mótinu 448 frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum og Finnlandi. í hverri grein voru keppendur 40—80, en 16— 24 bestu í hverri grein hlutu verðlauna- pening eða bikar. íslensku börnin stóðu sig mjög vel og hlutu öll verðlaun. Katrín Sveinsdóttir og Óskar Hlyns- son kepptu í flokki 12 ára barna. Katrín keppti í 12. riðli í 60 m hlaupinu og varð nr. 2 á 9.0 sek., sem nægði henni til að komast í milliriðil ásamt 35 telp- um öðrum. Þar hljóp hún í 6. riðli. Keppi- nautar hennar höfðu allir náð betri tíma en hún í undanrásunum, en samt tókst henni að ná 3ja sæti í hlaupinu og komast í undanúrslit ásamt 17 öðrum telpum og hljóp nú á 8.9 sek. Þeim rWJ Sonja krónprinsessa er verndari leikanna og sést hér heilsa keppendum. 18 telpum sem nú voru eftir var raðað niður í 3 riðla og hljóp Katrín í þeim síðasta. Aðeins tvær fyrstu úr hverj- um riðli áttu að hlaupa til úrslita. Voru möguleikar Katrínar ekki miklir því með henni í riðlinum voru 2 telpur sem höfðu hlaupið á 8.5 sek. Enda fór svo að hún var slegin út, en hún mátti vel una við árangur sinn. Óskar Hlynsson keppti bæði í 60 og 600 m hlaupi. Hann varð 3. í undan- rásum 60 m hlaupsins á 8.9 sek. og komst þar með áfram í milliriðil. Hann hljóp síðan ásamt 5 öðrum drengjum í 6. milliriðli og kom annar í mark á mjög góðum tíma, 8.6 sek. Þar með var hann kominn í undanúrslit, en þar var hann sleginn út eins og Katrín. Aðeins 10 drengir- náðu betri tíma í

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.