Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1975, Side 38

Æskan - 01.02.1975, Side 38
eimkynni ísbjarnarins eru norðurheimskautið og höfin þar umhverfis. Oft hafa birnir komið hér á land, hafa borist hingað með hafís á köldum vetrum, og eru margar sagnir til um það. Á seinni tímum hefur ísbjörn- um fækkað ört. Menn — veiðimenn — sækjast eftir feldi þeirra og reyndar kjötinu líka, sem helst er borðað í heim- skautslöndunum. Rússar settu lög 1938 um alfriðun ísbjarnarins á sínu yfirráðasvæði í norðurhöfum, og á eyju einni þar norðurfrá er alfriðaður staður, sem þeir kalla oft í gamni fæðingardeild ísbjarnanna. Urangeteyja er um 160 km löng, hún liggur á mörkum Austur-Síberíska hafsins — að helmingi á vesturhluta hnatt- arins, sem kallaður er, en að heimingi á þeim austanverða. Fólkið, sem þyggir þessa eyju er að mestu Eskimóaþjóð- flokkur, sem fluttist til eyjarinnar um 1926 og lifir auðvitað mest á fiski og öðru sjómeti. Einnig ala þeir upp hreindýr. Eskimóarnir hafa góð veiðarfæri, og nota vólbáta og aðra tækni, sem tilheyrir nútímanum. Eyjan er allvel grasivaxin. Það sem gerir eyju þessa allsérstæða meðal annarra ís- hafseyja, er dýralífið. ísbirnir hafa kosið sér þessa eyju frekar en aðrar, sem þarna eru í norðurhöfum.# Hér fæða þeir húna sína. Mikið hefur verið skrifað um dýralífið þarna á eyjunni, og fjöldi vísindamanna heimsækir hana: líffræð- ingar, landfræðingar, veðurfræðingar, þjóðfræðingar. Vís- indamenn þessir athuga ekki aðeins líf dýranna, sem þarna halda til, heldur allt líf á eyjunni, gróður og líf fólksins, sem þarna býr. Líffræðingurinn Savva Uspenskij hefur staðið fyrir mörg- um leiðöngrum til eyjarinnar. Hann álítur, að friðun og varð- veisla ísbjarna eigi að vera alþjóðleg, og útrýming þeirra sé alþjóðavandamál, sem kalli á liðsinni allra landa í norðurhöfum. Hann endar bók sína „Fæðingarstaður ís- bjarnanna" á þessum orðum: Samvinna heimskautsland- anna gefur vonir um, að birnirnir lifi af þrátt fyrir allt — ekki aðeins í dýragörðum stórborganna, heldur einnig í sínum réttu heimkynnum á norðurslóðum. 36

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.