Æskan - 01.02.1975, Side 49
Ég sat hálfsofandi í dýrafræðikennslu-
stundinni, þótt dýrafræði sé raunar mín
eftirlætisnámsgrein. En við höfðum for-
fallakennara um tíma, og var hann allt
annað en skemmtilegur. Nefndum við
hann Grákoll. Að þessu sinni talaði
hann um mýflugur, og ég skal ábyrgjast,
að fieiri en einn eða tveir í bekknum
hlustuðu ekki á þessa leiðinlegu mý-
flugnaræðu.
Óli sat næstur mér. Hann ýtti miða
fram fyrir mig. Á miðanum stóð þetta:
,,Viltu koma með mér að loknum
skólatíma út að flóatjörn og veiða?"
Ég vaknaði af mókinu, skrifaði já á
aiiðann og kom honum til Óia. Að því
búnu féli sami svefnhöfginn yfir mig.
Kennslustundin tók enda. Þetta var
síðasti tíminn í skóianum þennan dag.
Við Óli flýttum okkur heim, fengum
okkur hressingu, tókum veiðarfærin og
héldum út að flóatjörn. Við höfðum
keypt okkur lítið lagardýrabúr og þurft-
um að fá eitthvað til að láta í það.
Við veiddum halakörtur, kringlusnigla,
kampalampa og brunnklukkur.
Þegar við ætluðum að fara að hætta
veiðunum, kom Óli auga á nýja veiði.
Hann mæiti: „Sjáðu þessi loðnu kvik-
indi þarna í vatnsskorpunni. En sá fjöldi
af þeim! Hvað ætli þetta sé?“
Þetta líktist smá halakörtum eða
vatnaormum. Smádýr þessi lónuðu [
vatnsskorpunni með hausinn niður.
Stundum þutu þau eins og skot niður
að botni.
Ég mæitl: „Mér er ókunnugt um heiti
þessara kvikinda. En við skulum veiða
dálitið af þeim, þau eru svo skrítin."
Við veiddum nokkuð af þeim og héld-
um að því búnu heimleiðis. Þegar heim
kom, létum við alla veiðina í lagarbúrið
og skrítnu dýrin með.
Daginn eftir höfðum við mikla ánægju
af því að athuga íbúa lagardýrabúrsins.
En þó mest gaman af skrítnu dýrunum,
er við veiddum síðast. Við nefndum þau
slöngudýr, vegna hreyfinga þeirra, sem
minntu á slöngur.
Þau voru venjulega við yfirborð vatns-
•ns. En ef við ónáðuðum þau lítið eitt,
þutu þau niður, svo langt sem þau kom-
ust. En smám saman komst meiri kyrrð
á þessi skrítnu dýr.
Einn morgun vaknaði ég við óhljóð
í Óla. Ég spurði, hvað gengi á.
„Það var eitthvað, sem stakk mig,“
sagði ÓIi.
„Það var þér mátulegt," svaraði ég.
En í sama bili var ég stunginn í háisinn
og rak upp óp. Ég vaknaði til fulls og
reis upp.
„Hvað er þetta?“ sagði ég. „Og
hvaða suða er uppi undir loftinu?"
Við litum báðir upp samstundis og
hrópuðum: „Mýflugur!"
Stór mýflugnaskari sveimaði uppi yfir
okkur. Nú skildum við, hvaðan stung-
urnar komu.
„Hvaðan geta allar þessar bölvaðar
mýflugur hafa komið?" spurði Óli.
„Glugginn er iokaður."
„Ég veit ekki hvaðan í skollanum þær
hafa komið," svaraði ég. „En við verðum
að veiða þær. Að öðrum kosti éta þær
okkur upp til agna.“
ÓIi var því samþykkur að veiða mý-
flugurnar, og það þegar á stundinni.
Við stukkum fram úr rúmunum og
bjuggum okkur undir að hefja mýflugna-
drápið.
Það varð mikið at. Við börðum mý-
flugurnar með blöðum og bókum. Vegg-
myndir féllu niður, og allt valt um koll,
sem lauslegt var.
Eftir alllanga stund höfðum við ráðið
niðurlögum meirihlutans af óvinunum.
Veggir herbergisins voru þaktir dauðum
mýflugum og var valur sá allstór.
„Púh, þetta var erfitt,“ sagði Óli og
stundi við. „Ég er alveg úttaugaður.
Hvaðan koma þessar bióðsugur? Það er
dularfullt."
Hann gekk svo að lagardýrabúrinu.
Er hann kom að því, rak hann upp
hljóð.
„Nýr leyndardómur," sagði hann. „Öll
slöngudýrin horfin!“
Við horfðum hissa hvor á annan.
Lengi ígrunduðum við, hvernig á þessu
stæði. Svo sagði Óli:
„Engin slöngudýr, en aragrúi mý-
flugna. En hvað við erum vitlausir!"
„Að hvaða leyti?“ spurði ég.
„Slöngudýrin hafa auðvitað verið mý-
flugnalirfur," sagði Óli og hló. „Síðast-
liðna nótt var klaktíminn á enda. Við
höfum bókstaflega alið slöngur við
brjóst okkar.“
„Þetta hefðum við vitað, ef við hefð-
um hlustað á Grákoll," sagði ég. „Hann
talaði um mýflugur."
„Já,“ svaraði Óli og neri mýbitnar
hendur sínar. „Það er rétt. Við látum
okkur þetta að kenningu verða fram-
vegis. Við skulum taka vel eftir f tim-
unum, þó að sumir þeirra verði leiðin-
legir.“
Ég játaði þessu og ræddum við mál-
ið um stund.
Við urðum ásáttir um það, að sjálf-
sagt væri að taka vel eftir i tímum. Að
öðrum kosti ættu nemendur á hættu
að verða illa að sér og færu á mis við
margs konar hagnýtan fróðleik.
Þetta ættu börn að hafa í huga og
breyta samkvæmt þvi.
47